Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Page 10
föstudagur 2. febrúar 200710 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Markos Kyprianou, fram- kvæmdastjóri heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, lagði fram grænbók, tillögu að stefnumót- un, þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á opinberum stöð- um í löndum Evrópusambandsins. Rökin fyrir tillögunni koma eng- um á óvart, heilsa Evrópubúa mun batna í framhaldi af reykingabanni og formúur sparast í heilbrigðis- kerfinu. Hann bendir einnig á að í langflestum Evrópulöndum styðji meirihluti þjóðarinnar reykinga- bann. Strompar í austri Reykingabann er þegar til stað- ar að einhverju marki í allnokkr- um löndum í Vestur-Evrópu. Írland reið á vaðið, Noregur fylgdi fljót- lega í kjölfarið og svo hvert landið á fætur öðru. Frakkland bannaði reykingar á þriðjudaginn og Danir fá ekki lengur að reykja á opinber- um stöðum eftir 1. apríl. Litháen er hins vegar það eina af nýjum aðild- arlöndum ESB sem hefur samþykkt reykingabann. Mestu reykinga- mennirnir eru í Mið- og Austur-Evr- ópu, Grikkir og Austurríkismenn eru liðtækastir í sígarettureykingum en á hæla þeirra fylgja sex af nýju aðildarlöndunum í röð. Þó er þar víða talsverður stuðningur við reyk- ingabann, nema í Tékklandi, þar sem meirihluti er andvígur banni. Styðja tóbaksiðnaðinn Vöflur komu hins vegar á fram- kvæmdastjórann þegar spurt var hvort ekki væri í rökréttu samhengi við reykingabannsstefnu ESB að hætta stuðningi við tóbaksrækt í Suður-Evrópu. Jótlandspósturinn hefur það eftir honum að styrkir til tóbaksræktar séu hluti af æðiflókn- um landbúnaðarstyrkjum ESB og því ekki hlaupið að slíkum breyt- ingum. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá ESB: Á móti reykingum en styður tóbaksrækt Reykingar Í grænbókinni svokölluðu, sem framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá evrópusambandinu hefur sett fram, er lagt til að reykingar verði bannaðar á opinberum stöðum í löndum evrópusambandsins. Foreldrar dansks hermanns sem lét lífið í Íraksstríðinu eru á meðal þeirra sem hafa stefnt forsætisráðherranum Anders Fogh Rasmussen. Stefnendur segja Rasmussen hafa brotið gegn stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum þegar hann sendi danska hermenn í stríð til Íraks. 26 Danir hafa stefnt forsætisráð- herranum Anders Fogh Rasmussen fyrir stjórnarskrárbrot og brot á al- þjóðasáttmálum þegar hann sendi danska hermenn í stríð til Íraks. Með- al stefnenda eru foreldrar dansks her- manns sem lét lífið í Írksstríðinu. Aðalrök stefnenda eru á þá leið að alþjóðasáttmálar sem Danmörk er að- ili að banni að stjórnvöld leggi í árás- arstríð. Einu skiptin sem beiting her- valds er leyfileg samkvæmt þessum samningum er þegar um er að ræða vörn eða hluta af íhlutunaraðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sam- þykkt. Því var ekki að heilsa árið 2003, þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna lagði ekki blessun sína yfir inn- rásina í Írak, vegna andstöðu Frakka, Rússa og Kínverja. Undir erlendri herstjórn Stefnendur benda einnig á að danskir hermenn hafi verið og séu enn undir stjórn bandarískra herfor- ingja í Írak. Þetta brýtur í bága við 20. grein stjórnarskrárinnar, sem bannar að herstjórn sé falin nokkrum öðrum en dönskum herforingjum, nema það sé undir stjórn Atlantshafsbandalags- ins eða annarra ámóta alþjóðastofn- ana. Þar að auki þurfi fimm af hverj- um sex þingmönnum að samþykkja slíkt framsal valdsins en innrásin í Írak var samþykkt í danska þinginu með einföldum meirihluta: 61 þing- maður með en 50 á móti. 68 þing- menn sátu hjá við afgreiðsluna. Stríðið breytti lífinu Þess er krafist að Anders Fogh Rasmussen mæti fyrir rétt og geri sjálfur grein fyrir máli sínu. Lögmað- ur hans dregur hins vegar í efa að stefnendurnir séu réttmætir lögsókn- araðilar, þar eð þeir hafi ekki per- sónulegra hagsmuna að gæta. Þetta er efni fyrsta hluta réttarhaldanna; þar munu stefnendur gera grein fyr- ir máli sínu hver af öðrum og lýsa á hvern hátt Íraksstríðið hafi haft áhrif á líf þeirra og einkahagsmuni. Sterk- ustu rökin hafa Kirkmand-hjónin sem misstu son sinn í október 2005. Þessi kæra var lögð fram nokkrum dögum seinna. Aðrir munu benda á aukna hryðjuverkaógn og fordóma gagnvart Dönum í arabaheiminum. Auk 26 stefnenda hafa 3.400 manns skráð sig sem stuðningsmenn eða meðstefnendur. Gæti dregist á langinn Málinu svipar til annars dóms- máls þar sem tíu Danir stefndu þá- verandi forsætisráðherra, Poul Nyr- up Rasmussen, á þeim forsendum að Evrópusambandsaðild Danmerk- ur samræmdist ekki stjórnar- skránni. Þá hafnaði landsrétt- ur því að þeir gætu sótt málið en þeir áfrýjuðu til hæstarétt- ar. Það var ekki fyrr en þrem- ur árum seinna að máls- meðferðin sjálf gat loks hafist. Forsætisráðherr- ann var síðan sýknaður af kröfum stefnenda á öllum stigum dóms- kerfisins. Þetta dóms- mál hefst með tólf daga yfirheyrsl- um í landsrétti. Þann 15. febrúar fæst úr því skorið hvort stefnendurnir 26 mega sækja málið en þeim úrskurði verður líklegast áfrýjað til hæstarétt- ar, á hvorn veginn sem hann fer. Því gæti vel farið svo að botn fáist ekki í málið fyrr en eftir nokkur ár og breyt- ir þá engu hvort ríkisstjórnarskipti verða með næstu kosningum og And- ers Fogh Rasmuss- en verði löngu hættur sem forsætisráð- herra þegar lokahögg dómara- hamars- ins kveður við. Eystri landsréttur Danmerkur mun um miðjan febrúar taka af- stöðu til þess hvort 26 einstaklingar megi höfða mál á hendur Anders Fogh Ramussen, forsætisráðherra Dana, vegna þátttöku Dana í Íraksstríðinu. Verði málið ekki slegið út af borðinu strax í byrjun gæti stefnt í áralangt dómsmál. Það gæti þar að auki haft víðtækar afleiðingar á alþjóðavísu og fordæmisgildi. Þess er krafist að and- ers Fogh rasmussen mæti fyrir rétt og geri sjálfur grein fyrir máli sínu. Forsætisráðherra Fyrir rétti Líklega brot á vopnalögum Bandaríska utanríkisráðu- neytið skilaði bráðabirgða- skýrslu til þingsins á mánudag um notkun Ísraela á bandarísk- um klasasprengjum í stríðinu við Hisbollah síðastliðið sumar. Talsmaður ráðuneytisins segir að „líklega“ hafi verið um brot á bandarískum vopnalögum að ræða. Ísraelar dreifðu klasa- sprengjum meðal annars um íbúasvæði og saklausir borgar- ar hafa látist af völdum þeirra. Nú ræður Bandaríkjaþing hvort klasasprengjunotkun Ísraela verður rannsökuð frekar og kærð í framhaldinu. Í bobba vegna barneignarvéla Stjórnarand- staðan í Japan krefst þess að heil- brigðisráðherrann Hakuo Yanagis- awa segi af sér embætti. Honum varð það á um síð- ustu helgi að kalla konur því sem gæti útlagst „barneignarvélar“ á íslensku. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar sætta sig ekki við afsökunarbeiðni og iðrun ráð- herrans og hóta að sniðganga fjárlagaumræðu nema hann víki. ekki eyða olíugróðanum OECD varar Norðmenn við því að eyða of miklu af olíusjóð- um undanfarinna áratuga ein- mitt núna. Stofnunin bendir á í nýrri skýrslu að hagvöxtur sé í hámarki í landinu, atvinnu- leysi og verðbólga í lágmarki. Því verði Norðmenn nú að minnka eyðsluna úr olíusjóðnum. Þá er bent á að eftirlaunakerfið þarfn- ist endurbóta en varað við því að olíupeningum sé hellt í skyndi- umbætur þar frekar en annars staðar. Nærföt í stað altarisklæða Neyðin hefur kennt pólskum konum að nýta blúndurnar á ábótasamari vegu en áður hefur verið. Konurnar í Koniakow sem áður föndruðu altarisklæði fyrir Vatíkanið hafa nú miklu meira upp úr því að selja g-strengi á netinu. Strangkaþólskir þorps- búar eru ekki á eitt sáttir enda staðurinn virt blúnduþorp. Kon- urnar una hins vegar sáttar við sitt enda meira upp úr því að hafa að föndra á berar konur en íburðarmikil ölturu. Írak eystri landsréttur danmerkur tekur afstöðu til þess um miðjan febrúar hvort höfða má mál á hendur ráðherranum vegna Íraksstríðsins. Anders Fogh Rasmussen danir sendu um 500 hermenn í Íraksstríðið. 26 manns hafa nú stefnt danska forsætisráðherranum fyrir meint brot á alþjóðasáttmálum og stjórnarskrá danmerkur og 3.400 hafa skráð sig sem stuðningsmenn eða meðstefnendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.