Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 2. febrúar 200710 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Markos Kyprianou, fram- kvæmdastjóri heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, lagði fram grænbók, tillögu að stefnumót- un, þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á opinberum stöð- um í löndum Evrópusambandsins. Rökin fyrir tillögunni koma eng- um á óvart, heilsa Evrópubúa mun batna í framhaldi af reykingabanni og formúur sparast í heilbrigðis- kerfinu. Hann bendir einnig á að í langflestum Evrópulöndum styðji meirihluti þjóðarinnar reykinga- bann. Strompar í austri Reykingabann er þegar til stað- ar að einhverju marki í allnokkr- um löndum í Vestur-Evrópu. Írland reið á vaðið, Noregur fylgdi fljót- lega í kjölfarið og svo hvert landið á fætur öðru. Frakkland bannaði reykingar á þriðjudaginn og Danir fá ekki lengur að reykja á opinber- um stöðum eftir 1. apríl. Litháen er hins vegar það eina af nýjum aðild- arlöndum ESB sem hefur samþykkt reykingabann. Mestu reykinga- mennirnir eru í Mið- og Austur-Evr- ópu, Grikkir og Austurríkismenn eru liðtækastir í sígarettureykingum en á hæla þeirra fylgja sex af nýju aðildarlöndunum í röð. Þó er þar víða talsverður stuðningur við reyk- ingabann, nema í Tékklandi, þar sem meirihluti er andvígur banni. Styðja tóbaksiðnaðinn Vöflur komu hins vegar á fram- kvæmdastjórann þegar spurt var hvort ekki væri í rökréttu samhengi við reykingabannsstefnu ESB að hætta stuðningi við tóbaksrækt í Suður-Evrópu. Jótlandspósturinn hefur það eftir honum að styrkir til tóbaksræktar séu hluti af æðiflókn- um landbúnaðarstyrkjum ESB og því ekki hlaupið að slíkum breyt- ingum. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá ESB: Á móti reykingum en styður tóbaksrækt Reykingar Í grænbókinni svokölluðu, sem framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá evrópusambandinu hefur sett fram, er lagt til að reykingar verði bannaðar á opinberum stöðum í löndum evrópusambandsins. Foreldrar dansks hermanns sem lét lífið í Íraksstríðinu eru á meðal þeirra sem hafa stefnt forsætisráðherranum Anders Fogh Rasmussen. Stefnendur segja Rasmussen hafa brotið gegn stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum þegar hann sendi danska hermenn í stríð til Íraks. 26 Danir hafa stefnt forsætisráð- herranum Anders Fogh Rasmussen fyrir stjórnarskrárbrot og brot á al- þjóðasáttmálum þegar hann sendi danska hermenn í stríð til Íraks. Með- al stefnenda eru foreldrar dansks her- manns sem lét lífið í Írksstríðinu. Aðalrök stefnenda eru á þá leið að alþjóðasáttmálar sem Danmörk er að- ili að banni að stjórnvöld leggi í árás- arstríð. Einu skiptin sem beiting her- valds er leyfileg samkvæmt þessum samningum er þegar um er að ræða vörn eða hluta af íhlutunaraðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sam- þykkt. Því var ekki að heilsa árið 2003, þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna lagði ekki blessun sína yfir inn- rásina í Írak, vegna andstöðu Frakka, Rússa og Kínverja. Undir erlendri herstjórn Stefnendur benda einnig á að danskir hermenn hafi verið og séu enn undir stjórn bandarískra herfor- ingja í Írak. Þetta brýtur í bága við 20. grein stjórnarskrárinnar, sem bannar að herstjórn sé falin nokkrum öðrum en dönskum herforingjum, nema það sé undir stjórn Atlantshafsbandalags- ins eða annarra ámóta alþjóðastofn- ana. Þar að auki þurfi fimm af hverj- um sex þingmönnum að samþykkja slíkt framsal valdsins en innrásin í Írak var samþykkt í danska þinginu með einföldum meirihluta: 61 þing- maður með en 50 á móti. 68 þing- menn sátu hjá við afgreiðsluna. Stríðið breytti lífinu Þess er krafist að Anders Fogh Rasmussen mæti fyrir rétt og geri sjálfur grein fyrir máli sínu. Lögmað- ur hans dregur hins vegar í efa að stefnendurnir séu réttmætir lögsókn- araðilar, þar eð þeir hafi ekki per- sónulegra hagsmuna að gæta. Þetta er efni fyrsta hluta réttarhaldanna; þar munu stefnendur gera grein fyr- ir máli sínu hver af öðrum og lýsa á hvern hátt Íraksstríðið hafi haft áhrif á líf þeirra og einkahagsmuni. Sterk- ustu rökin hafa Kirkmand-hjónin sem misstu son sinn í október 2005. Þessi kæra var lögð fram nokkrum dögum seinna. Aðrir munu benda á aukna hryðjuverkaógn og fordóma gagnvart Dönum í arabaheiminum. Auk 26 stefnenda hafa 3.400 manns skráð sig sem stuðningsmenn eða meðstefnendur. Gæti dregist á langinn Málinu svipar til annars dóms- máls þar sem tíu Danir stefndu þá- verandi forsætisráðherra, Poul Nyr- up Rasmussen, á þeim forsendum að Evrópusambandsaðild Danmerk- ur samræmdist ekki stjórnar- skránni. Þá hafnaði landsrétt- ur því að þeir gætu sótt málið en þeir áfrýjuðu til hæstarétt- ar. Það var ekki fyrr en þrem- ur árum seinna að máls- meðferðin sjálf gat loks hafist. Forsætisráðherr- ann var síðan sýknaður af kröfum stefnenda á öllum stigum dóms- kerfisins. Þetta dóms- mál hefst með tólf daga yfirheyrsl- um í landsrétti. Þann 15. febrúar fæst úr því skorið hvort stefnendurnir 26 mega sækja málið en þeim úrskurði verður líklegast áfrýjað til hæstarétt- ar, á hvorn veginn sem hann fer. Því gæti vel farið svo að botn fáist ekki í málið fyrr en eftir nokkur ár og breyt- ir þá engu hvort ríkisstjórnarskipti verða með næstu kosningum og And- ers Fogh Rasmuss- en verði löngu hættur sem forsætisráð- herra þegar lokahögg dómara- hamars- ins kveður við. Eystri landsréttur Danmerkur mun um miðjan febrúar taka af- stöðu til þess hvort 26 einstaklingar megi höfða mál á hendur Anders Fogh Ramussen, forsætisráðherra Dana, vegna þátttöku Dana í Íraksstríðinu. Verði málið ekki slegið út af borðinu strax í byrjun gæti stefnt í áralangt dómsmál. Það gæti þar að auki haft víðtækar afleiðingar á alþjóðavísu og fordæmisgildi. Þess er krafist að and- ers Fogh rasmussen mæti fyrir rétt og geri sjálfur grein fyrir máli sínu. Forsætisráðherra Fyrir rétti Líklega brot á vopnalögum Bandaríska utanríkisráðu- neytið skilaði bráðabirgða- skýrslu til þingsins á mánudag um notkun Ísraela á bandarísk- um klasasprengjum í stríðinu við Hisbollah síðastliðið sumar. Talsmaður ráðuneytisins segir að „líklega“ hafi verið um brot á bandarískum vopnalögum að ræða. Ísraelar dreifðu klasa- sprengjum meðal annars um íbúasvæði og saklausir borgar- ar hafa látist af völdum þeirra. Nú ræður Bandaríkjaþing hvort klasasprengjunotkun Ísraela verður rannsökuð frekar og kærð í framhaldinu. Í bobba vegna barneignarvéla Stjórnarand- staðan í Japan krefst þess að heil- brigðisráðherrann Hakuo Yanagis- awa segi af sér embætti. Honum varð það á um síð- ustu helgi að kalla konur því sem gæti útlagst „barneignarvélar“ á íslensku. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar sætta sig ekki við afsökunarbeiðni og iðrun ráð- herrans og hóta að sniðganga fjárlagaumræðu nema hann víki. ekki eyða olíugróðanum OECD varar Norðmenn við því að eyða of miklu af olíusjóð- um undanfarinna áratuga ein- mitt núna. Stofnunin bendir á í nýrri skýrslu að hagvöxtur sé í hámarki í landinu, atvinnu- leysi og verðbólga í lágmarki. Því verði Norðmenn nú að minnka eyðsluna úr olíusjóðnum. Þá er bent á að eftirlaunakerfið þarfn- ist endurbóta en varað við því að olíupeningum sé hellt í skyndi- umbætur þar frekar en annars staðar. Nærföt í stað altarisklæða Neyðin hefur kennt pólskum konum að nýta blúndurnar á ábótasamari vegu en áður hefur verið. Konurnar í Koniakow sem áður föndruðu altarisklæði fyrir Vatíkanið hafa nú miklu meira upp úr því að selja g-strengi á netinu. Strangkaþólskir þorps- búar eru ekki á eitt sáttir enda staðurinn virt blúnduþorp. Kon- urnar una hins vegar sáttar við sitt enda meira upp úr því að hafa að föndra á berar konur en íburðarmikil ölturu. Írak eystri landsréttur danmerkur tekur afstöðu til þess um miðjan febrúar hvort höfða má mál á hendur ráðherranum vegna Íraksstríðsins. Anders Fogh Rasmussen danir sendu um 500 hermenn í Íraksstríðið. 26 manns hafa nú stefnt danska forsætisráðherranum fyrir meint brot á alþjóðasáttmálum og stjórnarskrá danmerkur og 3.400 hafa skráð sig sem stuðningsmenn eða meðstefnendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.