Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Page 14
föstudagur 2. febrúar 200714 Fréttir DV
Breiðuvíkur-
börnin
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur:
niðurstöðurnar
komu á óvart
„Litið var á heimilið í Breiðuvík
sem stað þar sem góður árangur
náðist með vandræðabörn,“ segir
Gísli Guðjónsson, prófessor í rétt-
arsálfræði, sem skrif-
aði BA-ritgerð
um heimil-
ið 1974 til
1975. Hann
hafði unn-
ið um tíma
hjá Fé-
lagsmála-
stofnun
Reykjavík-
urborgar og
þá kviknaði
hugmyndin að ritgerðarverkefn-
inu. Árangurinn af vistun drengja
þar var talinn svo góður að Gísli
vildi rannska málið en niðurstöð-
ur rannsóknarinnar voru langt
frá því sem talið var. Gísli segir
niðurstöðurnar hafa komið sér
og mörgum á óvart enda hafi
þeim svipað til rannsókna á
erlendum stofnunum þar
sem börn voru vistuð. Börn-
in í Breiðuvík höfðu neikvæð
áhrif hvert á annað og fleiri
komust í kast við lögin eft-
ir dvöl í Breiðuvík en áður en
þeir komu þangað.
Gísli Guðjónsson starfar við
King‘s College í London. Hann
hefur náð miklum árangri og er
þekktur víða um heim fyrir
rannsóknir sínar.
Niðurstöður úr rannsókn Gísla H. Guðjónssonar:
Börn vistuð í Breiðuvík sem komust
í kast við lögin eftir að vistun lauk:
TímaBil fjöldi Barna heildarhluTfall
1953–1960: 33 börn 87%
1960–1965: 19 börn 79%
1965–1967: 7 börn 78%
lengd vistunar í Breiðuvík frá 1953–1970:
lenGd dvalar fjöldi Barna heildarhluTfall
100–500 dagar 23 börn 32,4%
501–900 dagar 29 börn 40,8%
901–1300 dagar 15 börn 21,2%
1301–1700 dagar 3 börn 4,2%
1701–2100 dagar 1 barn 1,4%
Samantekt Gísla var gerð fyrir rúmum 30 árum og segir því ekkert um hvort fleiri
þeirra sem voru vistaðir í Breiðuvík hafi komist í kast við lögin.
„Ég var tíu ára þegar félagsráð-
gjafinn í Hafnarfirði var sendur á
minn fund. Hann spurði mig hvort
mig langaði ekki að hitta Garð-
ar frænda minn. Ég þurfti ekki að
hugsa mig um. Ég hafði verið í sveit á
sumrin og var heillaður af sveitinni.
Það að vera á sama bæ og Garðar
frændi minn jók á tilhlökkunina.
Þegar flugvélin lenti á Patreksfirði
tók á móti mér maður nokkur og fór
með mig í rússajeppa. Hann mælti
ekki eitt orð á leiðinni. Leiðin var
löng, við fórum yfir fjall og heiði,
þar til við okkur blasti vík þar sem
stóð ein kirkja, hús og rétt. Við vor-
um komnir í Breiðuvík, heimili fyrir
vandræðabörn...“
„...en það skorti allt sem flokk-
ast getur undir mannleg samskipti.
Þetta voru fangabúðir. Breiðavík var
geymsla... Hæstráðandi á bænum
var Þórhallur Hálfdánarson, vinur
séra Braga eftir því sem mér er sagt.
Hjónin þar kunnu ekkert á börn.
Það voru fastir sturtutímar og kon-
an hékk yfir okkur og horfði á okkur
strákana bera í sturtunni. Maður-
inn var óskaplega vondur við okk-
ur. Hann sparkaði í okkur ef hon-
um líkaði ekki eitthvað í fari okkar
og einu sinni stakk hann Garð-
ar frænda minn og annan tíu ára
dreng úr Keflavík með skrúfjárni í
magann. Bréfin sem við skrifuðum
heim voru öll lesin yfir af hjónun-
um og öll bréf sem til okkar komu
voru yfirfarin. Við máttum aldrei
tala í símann öðruvísi en Þórhall-
ur stæði yfir okkur til að gæta þess
hvað við segðum...“
„Margt frá þessum tíma man
ég ekki. Það hefur orðið minnis-
tap á köflum. Ég bjó mér til eigin
veröld sem var langt frá þessum
stað óhamingjunnar... Í kjallaran-
um í Breiðuvík hafði verið fangelsi.
Sem betur fer var okkur ókunnugt
um það lengst framan af, en þeg-
ar Bjarni (sonur Þórhalls, innskot
blm.) tók við staðnum lét hann
okkur brjóta niður veggina í fang-
elsinu. Meðan ég dvaldi í Breiðu-
vík var enginn látinn dúsa í þessu
fangelsi en hvort svo hafi verið fyrir
minn tíma veit ég ekki.“
Þegar tveir piltar struku frá
Breiðuvík, óttaðist Sigurdór um af-
drif þeirra og spurðist fyrir um þá
hjá Þórhalli Hálfdánarsyni:
„Þórhallur var brúnaþungur og
svarið sem ég fékk var högg á mag-
ann. Þarna var því bæði líkamlegt
og andlegt ofbeldi. Vistin í Breiðu-
vík herti okkur strákana... Það er á
svona stöðum sem strákar kynn-
ast best. Þeir sem nú mynda hörð-
ustu glæpakjarna samfélagins hafa
kynnst á stöðum sem ríkið rekur.“
„Eitt af því sem íþyngdi mér í
næstum þrjátíu ár var dvöl mín í
Breiðuvík. Það varð því úr sumar-
ið 1999 að við Garðar frændi minn
ákváðum að fara vestur til að kveða
niður vondu minningarnar. Þeg-
ar við vorum að koma að staðnum
stoppuðum við á afleggjaranum á
fjallinu, þar sem sér að bænum. Þá
kom þessi ónotatilfinning strax upp,
sannkölluð hörmungartilfinning.
Við létum okkur hafa það að fara
að bænum... Við Garðar fórum á
gömlu staðina okkar og um kvöld-
ið fórum við að biðja fyrir staðnum.
Það stórkostlega gerðist að þegar við
vorum að fara suður aftur og stopp-
uðum á sama stað á afleggjaranum
sáum við í fyrsta skipti hvað feg-
urðin þarna er stórfengleg og hvað
sveitin er falleg. Myndin af slæma
staðnum var horfin...“
(Frásögn Sigurdórs Halldórs-
sonar, sjómanns, skráð af Önnu
Kristine Magnúsdóttur. „Litróf lífs-
ins“, útg. Vaka -Helgafell 2002.)
Frásögn Sigurdórs halldórssonar,
sem var vistaður í Breiðuvík í eitt
og hálft ár, aðeins 10 ára gamall:
Helvíti á jörðu
Engin kennsla á upptökuheimilinu:
Með lömunarveiki
til breiðuvíkur
„Ég fékk lömunarveiki og fóst-
urfaðir minn sendi mig í kjölfar-
ið til Breiðuvíkur,“ segir Georg
Viðar Björnsson sem var vistmað-
ur til fimm ára í Breiðuvík. Hann
kom þangað fyrst tíu ára gamall og
dvaldi þar frá 1956 til 1960. Þá var
Björn Loftsson forstöðumaður að
sögn Georgs.
„Við vorum sextán strákar þarna,
allir í kringum ellefu ára, við átt-
um að heita glæpamenn þegar við
komum í Víkina,“ segir Georg þeg-
ar hann rifjar upp vistina. Hann var
eitt barnanna sem engin sjáanleg
ástæða var fyrir að væri vistað þar.
Hann segir vistina ekki hafa ver-
ið dans á rósum.
„Þegar við brutum af okkur vor-
um við stundum settir í striga-
poka og hengdir upp á snaga,“ segir
Georg Viðar um harðar uppeldis-
aðferðir sem þá voru við lýði. Að-
spurður hversu lengi börnin voru
látin hanga segir hann: „Það var allt
upp í heilan dag.“
Georg segir vistina hafa ver-
ið furðuágæta en það versta fannst
honum kennsluleysið. Svo virðist
sem þeir hafi ekki stunduð mark-
viss kennsla. „Mér finnst ríkið helst
skulda mér það,“ segir Georg sem
þó hefur sótt sér nám í biblíuskóla
og bændaskóla síðan.
Hann dvaldi í Breiðuvík í fimm
ár og eftir vistina fór hann á sjó en
leiddist svo út í sukk og brenni-
vín eins og hann orðar það sjálf-
ur. Hann tók síðar trú og hætti allri
drykkju.
Hann hefur unnið lengi fyr-
ir Samhjálp og starfar fyrir Félags-
þjónustuna í dag.
Georg viðar Björnsson Var vistaður í
breiðuvík í fimm ár. Hann fékk lömunar-
veiki og var sendur vestur.
Sigurdór halldórsson „Það var bæði
líkamlegt og andlegt ofbeldi. Vistin í
Breiðuvík herti okkur strákana.“
Lalli Johns:
ekki komið á verri stað
„Þetta er versti staður sem ég
hef verið á,“ segir Lalli Johns, einn
þeirra sem vistaðir voru í Breiðu-
vík. Hann segir meðferðina á
drengjunum hafa verið slæma af
hálfu starfsfólksins, auk þess sem
yngri drengirnir voru pyntaðir af
þeim sem eldri voru. Hann seg-
ir starfsfólkið hafa látið drengina
hátta sig og standa bera svo það
gæti horft á þá. Tíu ára gamall var
Lalli settur í síldartunnu fulla af ís-
köldu fjallavatni þar sem hann var
látinn vera í góða stund og seg-
ist hafa verið hættur að finna fyr-
ir kulda þegar honum var hleypt
upp úr. Eitt sinn þegar Lalli slas-
aðist á steypujárni sem stakkst í
fót hans var ekkert hugsað um að
koma honum undir læknishend-
ur á Patreksfirði. Sá eini sem sinnti
honum var Jón
vinnumað-
ur. Hann
lagði
kop-
arpen-
ing að
sárinu,
batt
um það og hlúði að Lalla þar sem
hann segist hafa legið sárþjáður.
Lalli þakkar Jóni að fótur hans hafi
ekki orðið fyrir varanlegu tjóni.
Lalli segist bara nýlega vera
farinn að tala um það sem gerð-
ist í Breiðuvík, það sé lífsreynsla
sem hann hafi viljað gleyma. Á
meðan á dvölinni stóð segir hann
litlu hafa munað að hann hefði
látið sig falla fram af bjargi til að
komast burt. Sjálfur segist hann
ekki hafa komist heill úr vistinni,
en eins og flestir vita er Lalli með
marga fangelsisdóma á afreka-
skránni. Í dag er hann á Litla-
Hrauni, en þaðan vonast hann til
að losna í mars.
lalli johns segir dvölina í breiðuvík
hafa verið hryllilega.