Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Qupperneq 21
sjálfur ef ég þyrfti að sitja undir svona
ákæru svona lengi.“
Sigurður Líndal segir að ef til vill
hefði verið betra að ákæra í færri
málum og hafa þá skýrari fókus á
þeim atriðum sem gefin er út ákæra
vegna. „Svona margir liðir verða dálít-
ið til að flækja málið. Það hefði verið
betra að ákæruvaldið hefði tekið þau
mál sem það hefði talið varða þyngstri
refsingu,“ segir Sigurður og bend-
ir á að dómar bætist ekki hver ofan
á annan. „Menn eru ekki dæmdir í
150 ára fangelsi eins og í Bandaríkj-
unum,“ segir hann og bætir við: „Það
hefði kannski verið athugandi að hafa
ákæruatriðin færri og eyða ekki tíma í
þetta smotterí.“
Fátt um svör
„Því miður get ég ekki tjáð mig op-
inberlega um þau skatta- og refsimál
sem í daglegu tali eru kennd við Baug
og eru enn til meðferðar hjá
skattayfirvöldum, ákæru-
valdi og dómstólum.
Dómur Hæstaréttar
frá 23. janúar styður
þá ákvörðun. Þetta
útilokar þó ekki að
ég eigi síðar eft-
ir að tjá mig
DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 21
Tryggvi Jónsson
fyrrverandi forstjóri baugs var ákærður
fyrir fjárdrátt, umboðssvik, tollsvik, brot
gegn hegningarlögum og ýmsum lögum
sem snúa að rekstri og bókhaldi fyrirtækja,
auk ákæru um tollsvik vegna bílainnflutn-
ings. Hann var sýknaður af tollsvikum í
Héraðsdómi reykjavíkur. öðrum ákæru-
liðum var vísað frá en tryggvi síðan endur-
ákærður fyrir fjársvik, ólöglegar lánveiting-
ar og bókhaldsbrot. sætir skattrannsókn.
AnnA ÞórðArdóTTir
endurskoðandinn var ákærður fyrir að
samþykkja reikninga baugs án fyrirvara
þótt ekkert væri kveðið á um lánveiting-
ar til helstu stjórnenda félagsins. Hæsti-
réttur staðfesti 25. janúar sýknudóm
Héraðsdóms reykjavíkur yfir endurskoð-
andanum sem er nú laus allra mála úr
baugsmálinu.
sTeFán HilmAr
HilmArsson
Núverandi forstöðumaður fjár-
málasviðs baugs var ákærður
fyrir að samþykkja reikninga
baugs án fyrirvara, þótt ekkert
væri kveðið á um lánveitingar
til helstu stjórnenda félagsins.
Hæstiréttur staðfesti 25. jan-
úar sýknudóm Héraðsdóms
reykjavíkur yfir stefáni Hilmari.
Hann sætir nú skattrannsókn.
ingibJörg sólrún gíslAdóTTir
ræddi í borgarnesræðu sinni vorið 2003
um hvernig staðið hefði verið að gagn-
rýni og rannsókn gegn baugsmönnum og
spurði hvort flokkspólitík eða fagleg sjón-
armið réðu rannsókninni. sagði um síð-
ustu helgi að sér þætti sem ráðamenn úr
sjálfstæðisflokknum hefðu farið gáleysis-
lega með vald sitt vegna margra ummæla
þeirra í tengslum við baugsmál.
geir H. HAArde
Þáverandi fjármálaráðherra kom fyrir í
tölvupóstum styrmis gunnarsson og Jón-
ínu benediktsdóttur. Henni fannst von að
rannsókn hæfist ekki strax og þá skrifaði
styrmir. „Hugsanlega er skattrannsókna-
stjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra
komi úr sumarfríi.“
bJörn bJArnAson
dómsmálaráðherra þegar fyrstu ákærurn-
ar voru gefnar út. skipaði sigurð tómas
Magnússon sérstakan saksóknara þegar
ríkislögreglustjóri vék frá málinu og rík-
issaksóknari taldi sig vanhæfan. skipaði
rúnar guðjónsson sýslumann yfirmann
skattrannsóknar þegar ríkislögreglustjóri
var úrskurðaður vanhæfur. baugsmenn
reyndu að fá hann úrskurðaðan vanhæfan
til að skipa sérstakan saksóknara.
dAvíð oddsson
Þáverandi forsætisráðherra vissi af Jóni
gerald og málatilbúnaði hans snemma
árs 2002 samkvæmt frásögn Hreins Lofts-
sonar, stjórnarformanns baugs, af fundi
þeirra í Lundúnum, sem sagt var frá vorið
2003. deildi hart á baugsmenn sem álíta
að hann hafi átt stóran þátt í að rannsókn
á málum þeirra hófst.
Jón sTeinAr gunnlAugsson
Hæstaréttarlögmaðurinn Jón steinar tók
að sér mál Jóns geralds eftir að hafa setið
fund með styrmi og Kjartani. styrmir hef-
ur sagt að Jón steinar hafi verið efins um
að taka að sér starfið en gert það að lok-
um eftir samtöl við Jón gerald. Máli Jóns
geralds sinnti Jón steinar þar til björn
bjarnason dómsmálaráðherra skipaði hann
hæstaréttardómara.
KJArTAn gunnArsson
Þáverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins sat fund
með ritstjóra Morgunblaðsins og Jóni steinari gunnlaugs-
syni. Þar ræddu þeir mál Jóns geralds. Kjartan sagði að hans
eina aðkoma að málinu hefði verið að segja við styrmi að Jón
steinar, fyrrverandi lögmaður Morgunblaðsins, væri mjög fær
lögmaður sem væri í stakk búinn að sinna máli Jóns geralds.
komu að málinu
Stjórnmálamenn
óSkýr lög og of margir ákæruliðir
lengi í gangi og Baugsmálið. Þannig
geti liðið tvö, þrjú og upp í fjögur ár
þar til dómur fellur í stærri fjársvika-
málum sem komi til kasta venjulegra
lögregluembætta.
Jón segir að í ljósi reynslunn-
ar hefði ef til vill mátt gera þá breyt-
ingu á rannsókn málsins að hafa fleiri
rannsakendur í málinu. „Þetta mál
stækkaði talsvert á ferlinum. Það varð
stærra en nokkurn óraði fyrir.“ Það
segir hann að hefði hins vegar get-
að bitnað á öðrum málum ef rann-
sakendum í Baugsmálinu hefði verið
fjölgað. Jón segir það hafa staðið efna-
hagsbrotadeild fyrir þrifum í gegnum
tíðina að hún sé ekki mjög stór. „Hjá
deildinni hafa klárlega verið alltof
mörg mál í gegnum tíðina.“
margir liðir flækja fyrir
„Ég held ég geti fullyrt að þetta sé
ekki algengt,“ segir Sigurður Líndal
lagaprófessor aðspurður um hvort al-
gengt sé að mál séu jafn lengi í
meðförum lögreglu og dóm-
stóla og Baugsmálið. Í
Mannréttindasáttmála
Evrópu er kveðið á um að
sakborningar eigi rétt til
málsmeðferðar innan
hæfilegs tíma. Sigurð-
ur segir erfitt að segja til
um hvað hæfilegur tími
sé og hvenær mál hafi
verið of lengi í gangi.
„Mér finnst þetta orð-
inn afskaplega langur
tími. Ég væri ekk-
ert sáttur við
þetta
um þessi mál og ýmislegt þeim tengt.“
Svona svaraði Haraldur Johanness-
en ríkislögreglustjóri þegar DV leitaði
viðbragða hans. Dómurinn sem hann
vísar til er sá sem féll um að hann væri
vanhæfur til að sitja yfir skattarann-
sókn fimmmenninga í Baugsmálinu
vegna fyrri ummæla hans. Spyrja átti
hvort hann teldi að hafa hefði mátt
rannsókn eða saksókn með öðrum
hætti meðan Baugsmálið var enn á
forræði embættis ríkislögreglustjóra
og jafnframt hvort hann hefði ein-
hvern tíma íhugað að mannabreyt-
inga væri þörf í rannsókninni, hvort
sem litið er til stjórnar rannsóknar-
innar eða fjölda þeirra sem rannsök-
uðu málið.
Nokkrar spurningar voru lagðar
fyrir Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra í tölvupósti en engin svör feng-
ust. Spurningarnar voru: „Telur þú að
haga hefði mátt rannsókn eða saksókn
málsins með öðrum hætti en gert var
meðan það var enn á forræði emb-
ættis ríkislögreglustjóra?“ og: „Hef-
ur þú einhvern tíma á þeim tíma sem
Baugsmálið hefur verið í gangi íhugað
að mannabreytinga væri þörf? Þá á ég
við hvort tveggja að fjölgað
yrði í rannsóknahópn-
un eða að ríkislög-
reglustjóri eða
þáverandi
yfirmaður
efnahags-
brotadeild-
ar viki. Ef
svo er: Með
hvaða hætti
var það?“
sigurður líndal fjöldi ákæruliða
kann að hafa flækt málin. telur að
betra hefði verið að hafa ákærulið-
ina færri og fókusinn skýrari.
Jón H.b. snorrason telur
baugsmál ekki hafa tekið lengri
tíma en önnur stór mál, miðað við
umfang málsins.