Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 51
DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 51 Konur og flottar töskur eiga oft samleið og er taskan sá fylgihlutur sem vekur hvað mesta athygli í tísku- heiminum. Stjörnurnar berjast um að sjást með það nýjasta, flottasta og ferskasta í bransanum en þær eiga sér líka uppáhaldstöskur eins og flestar aðrar konur. UppáhaldstöskUrstjarnanna Victoria Beckham fótboltafrúin og fyrrverandi krydd- pían Victoria beckham hefur tekið ástfóstri við nýjustu og heitustu töskuna frá Prada. Þessi súkkulaði- brúna taska lítur nánast út fyrir að vera æt og getur Victoria sennilega komið david beckham fyrir ofan í henni. Poppdrottningin Madonna hefur einnig verið ljósmynduð með eins tösku við ýmis tækifæri. Sharon Stone Leikkonan sharon stone hefur alltaf verið mikill aðdáandi birkin-töskunn- ar enda ein þekktasta handtaska í heimi. Hún var hönnuð fyrir bresku leikkonuna Jane birkin. birkin hitti fyrir tilviljun forstjóra Hermés í flug- vél og samræður þeirra urðu til þess að taskan var hönnuð. fjöldi frægra kvenna heldur mikið upp á töskuna sem fæst í ýmsum útfærslum. LindSay Lohan Þótt ung sé er Lindsay Lohan alltaf með það ferskasta á hreinu í tískunni og er yfir- leitt skrefinu á undan hörðustu tískulögg- um. stúlkan þekkir þó hönnunarklassík og er mikill aðdándi Chanel. Þessi Chanel- taska er í sérlega miklu uppáhaldi hjá Lohan enda stórglæsileg. kate moSS fáar dömur eiga fleiri hand- töskur eftir fræga hönnuði en Kate Moss og fær hún flestar þeirra gefins. Kate hefur hins vegar alltaf notað þessa svörtu Mulberry bayswater-tösku mikið. Kate notar töskuna við öll tækifæri og næst hreinlega varla af henni mynd án þess að taskan fylgi með. PariS hiLton Paris Hilton sést ekki í sömu flíkinni tvisvar og er varla að hún sjáist með sama fylgihlutinn oftar en tvisvar, fyr- ir utan ljósa hárið og hundinn. Hún heldur hins vegar mikið upp á þessa litlu, hvítu handtösku frá Louis Vuitt- on og hefur reglulega sést með hana upp á síðkastið. nicoLe richie Nicole hefur ávallt verið iðin við að fylgja tísku- straumum og sérstaklega þegar kemur að fylgihlut- um. Hún gjörsamlega elsk- ar balenciaga Lariat-tösk- una. Hún viðurkenndi í viðtali nýlega að hún hefði keypt sér töskuna í svört- um, hvítum, grænum, blá- um, bleikum og gulum lit. geri aðrir betur. SoPhie dahL breska fyrirsætan sophie dahl sem er ein af þeim fyrstu til að fara á skjön við anor- exíu-útlitið í tískuheiminum hefur lengi haft mikið dálæti á þessari tösku frá Yves saint Laurent. taskan hefur verið mjög vinsæl hjá stjörnunum um þó nokkurt skeið og fæst hún einnig svört og í hlé- barðamynstri. dori@dv.is Harry Potter stríplast Hinn ungi og efnilegi leikari daniel radcliffe, sem leikur galdrastrákinn Harry Potter, kom mörgum aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar myndir af kappanum hálfnöktum birtust fyrir skömmu. Uppi varð mikill fótur og fit í kjölfar þess að myndir af breska leikaranum Daniel Radcliffe hálfnöktum birtust nú á dögunum. Hinn 17 ára Daniel, sem er þekktastur fyrir að leika hinn sívinsæla Harry Potter, leikur í leikrit- inu Equus á West End í London þessa dagana. Myndirnar sem hafa vakið svo mikla athygli eru hluti af kynningu leikritsins, en með Dani- el á myndunum er mótleikkona hans, einnig fáklædd. Þó nokkrir ósáttir foreldrar hafa látið skoð- anir sínar í ljós og sumir segjast ætla að snið- ganga kvikmyndirnar um galdramanninn unga. Hvað sem því líður tekur Radcliffe þessu fyrsta hlutverki sínu á West End mjög alvarlega og hefur strákurinn verið að æfa stíft og hlot- ið einróma lof leikstjóra og annarra aðstand- enda sýningarinnar. Radcliffe hefur meðal daniel radcliffe er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter. kom fram nakinn í leikritinu Mörgum finnst radcliffe og mótleik- kona hans of ung fyrir nektina. annars unnið mikið með raddþjálfara til að skila hlutverki sínu betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.