Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 52
föstudagur 2. febrúar 200752 Helgarblað DV Keppnin um fyndnasta mann Íslands hefur ekki verið haldin frá því árið 2003, en snýr nú aftur eftir fjögurra ára fjarveru. Það eru aðstandendur heima- síðunnar uppistand.is sem standa fyrir keppninni, sem er löngu orðin tíma- bær. DV heyrði í Oddi Eysteini Frið- rikssyni, einum skipuleggjanda keppn- innar, sem sagði allt af létta. „Þetta er allt að fara af stað, skráningin er hafin og svona,“ segir Oddur Eysteinn Friðriksson, sem ásamt félögum sínum á heima- síðunni uppistand.is stendur fyr- ir keppninni um fyndnasta mann Íslands. Keppnin hefur ekki verið haldin síðan árið 2003, eða í heil fjögur ár. Segir Oddur að löngu sé orðið tímabært að halda keppnina aftur, enda hafi grínistar á Íslandi verið að sækja í sig veðrið á und- anförnum misserum. „Menn hafa verið að bíða eftir þessari keppni. Eftir keppnina árið 2003 voru margir staðráðnir í því að taka þátt að ári, en ekkert gerðist.“ Útsláttarfyrirkomulag Reglur keppninnar eru sára- einfaldar. Haldin verða fimm und- anúrslitakvöld í heildina og kemst einn keppandi áfram hvert kvöld. Hver grínisti sem skráir sig fær 10 mínútur til þess að koma fólki til að hlæja og sér dómnefnd um að velja þá sem komast áfram hvert kvöld. Fyrsta undanúrslitakvöldið verður haldið þann 1. mars í Aust- urbæ. Kvöldin verða svo haldin á vikufresti og úrslitakvöldið þann 5. apríl, en því verður einnig sjón- varpað á SkjáEinum. Reynsluboltar skráð sig Oddur segir að stór hópur hafi þegar skráð sig í keppnina og að inni á milli leynist reyndari menn. „Þarna eru menn sem hafa verið að uppistandast eitthvað á und- anförnum árum.“ Enn hefur ekki verið greint frá verðlaununum, en eflaust verður það eitthvað gúmmulaði. Segir þó Oddur að tit- illinn einn, að vera fyndnasti mað- ur Íslands, hafi komið mönnum langt. „Sem dæmi hafa fyrri sig- urvegarar verið að fá gigg fjórum sinnum í viku út árið sem þeir hafa unnið. Það er hellingur af pening- um.“ En metnaðarfullir sigurveg- arar hafa einnig verið duglegir við að koma sér að í sjónvarpi, útvarpi eða prentmiðlum. Enn hægt að skrá sig Þeim sem vilja fræðast meira um keppnina er bent á að fara inn á vefsíðuna uppistand.is, þar sem hægt er að nálgast nánari upplýs- ingar. Þeir sem hafa svo áhuga á því að spreyta sig á uppistandi og telja sig eiga erindi í keppnina geta sent tölvupóst á netfangið oddur- boxser@gmail.com. dori@dv.is á Íslandi Upprisa Uppistandsins „Buff er fimm manna hljómsveit og þrír af okkur eru í tólf lögum á sviði,“ segir Hannes Friðbjarnarson trommari og einn söngvara hljóm- sveitarinnar Buffs. „Við erum aðal- lega að syngja bakraddir en það er þannig í Buffinu að það er enginn einn ákveðinn söngvari í hljóm- sveitinni heldur syngja bara all- ir sem geta og er það nú eiginlega sterkasta hlið bandsins, fyrir utan það hvað við erum æðislegir. Stebbi, píanóleikari í Buffinu, hefur líka spilað gríðarlega mikið af píanóleiknum í þeim lögum sem hafa verið í undankeppninni en af söngvurunum er Pétur afkasta- mestur,“ segir Hannes og talar um að það sé áskrift á velgengni að fá Pétur Örn í bakraddir. „Það virð- ist vera gott að veðja á Pétur sem bakraddasöngvara, því ég held að öll lögin sem hann syngur í hafi komist áfram,“ en Pétur Örn Guð- mundsson er einnig þekktur úr hljómsveitinni Dúndurfréttum. Hljómsveitin Buff hefur ver- ið lengi að og er með mest bók- uðu hljómsveitum landsins þannig að þarna eru engir aukvisar á ferð. „Síðan er aldrei að vita nema við förum að hætta þessu rugli og taka bara þátt sjálfir,“ segir Hannes hress. „Það þarf að keyra þetta að- eins upp.“ asgeir@dv.is ekkert eurovision án buffs Meðlimir hljómsveitarinnar Buffs taka þátt í 12 lögum sem eru flutt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007: Fyndnustu menn Íslands Sigurvegarar fyrri keppna: 2003 gísli Pétur Hinriksson 2001 úlfar Linnet 1999 Pétur Jóhann sigfússon 2002 Júlíus Júlíusson - fíllinn frá dalvík 2000 Lárus Páll birgisson 1998 sveinn Waage Hannes Friðbjarnarson tekur með félögum sínum í buff þátt í heilum 12 lögum í söngvakeppninni. Gleðisveitin Buff Veltir því fyrir sér að taka þátt í forkeppninni næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.