Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 4
miðvikudagur 4. apríl 20074 Fréttir DV
Allra veðra von um páskana
„Það hefur verið tilhneiging í
flestum spám að eftir þessi óvenju-
legu hlýindi frá pálmasunnudegi sé
gert ráð fyrir því að það kólni nokk-
uð skart í kjölfar aðfaranætur skír-
dags,“ segir Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur.
Þar sem fjöldi fólks mun leggja
land undir fót um páskana sem
endranær er spáin ekki upp á það
besta því þó nokkrar óvissu gætir
um framhaldið. Gera má ráð fyrir
að eftir skírdag muni frysta víða um
land, en þó ekki með neinum látum.
Einar segir að ekki séu miklar líkur
á að þessu kuldakasti fylgi hret með
snjókomu en útilokar það ekki. Á
föstudaginn langa er aftur á móti út-
lit fyrir rólegheitaveður um mest allt
land, skýjað og sumstaðar gæti smá
éljagangur gert vart við sig. Nokkur
óvissa er um veðrið eftir föstudaginn
langa að sögn Einars en allt veltur
það á því hvort lægð komi að land-
inu úr suðvestri. „Sumar spár gera
ráð fyrir því að áframhald verði á
köldu og stilltu veðri á meðan aðrar
spár búast við lægð upp að landinu
úr suðvestri en þá myndi hlána og
rigna nokkuð á mestöllu landinu.“
Einar bendir á að tölvuspár víða að
úr heiminum virðast vera samstíga
í því að gera ráð fyrir páskahretinu
annaðhvort á páskadag eða annan
í páskum með norðanátt og ofank-
omu á Norðurlandi og Vestfjörðum,
en heldur hægara veðri og minni of-
ankomu annars staðar á landinu.
Fólk á ferli Heldur kólnar frá því sem verið hefur. Þó gæti viðrað vel á föstudaginn
langa en nokkur óvissa er um páskaveðrið.
Lísa Skaftadóttir lést í átakanlegu bílslysi á Suðurlandsvegi 21. mars. Útförin fór nýlega
fram og er eiginmaður hennar, Ragnar Þór Stefánsson, nú að huga að fermingu tvíbura
þeirra. Aðstandendur hafa stofnað styrktarreikning til hjálpar á erfiðum tímum.
Ómetanlegur
stuðningur
„Þetta er búið að vera ofsalega erf-
iður tími. Þetta gerðist svo skyndi-
lega og fyrirvaralaust. Svona atburðir
geta átt sér stað og maður verður að
reyna að einbeita sér að því að halda
áfram,“ segir Ragnar Þór Stefánsson,
eiginmaður Lísu Skaftadóttur sem
lést í átakanlegu bílslysi á Suður-
landsvegi.
Lísa var ein á ferð í jeppabifreið
sinni um hádegisbil miðvikudaginn
21. mars. Talið er að hún hafi feng-
ið flogaveikikast og færst yfir á rang-
an vegarhelming. Á móti kom vöru-
bifreið og skullu bílarnir harkalega
saman. Talið er að Lísa hafi látist
samstundis. Hún var á fimmtugs-
aldri og áttu þau hjónin saman fjög-
ur börn; fjögurra og átta ára drengi
og tvíbura, stúlku og dreng, á ung-
lingsaldri ásamt eldri dóttur Lísu frá
fyrri tíð. Útförin fór fram síðast liðinn
föstudag og á skírdag verða tvíbur-
arnir fermdir í Selfosskirkju.
Góðar vinkonur
Aðstandendur hafa stofnað styrkt-
arreikning fjölskyldunni til hjálpar á
erfiðum tímum. Berglind Helgadótt-
ir, mágkona Ragnars Þórs, er algjör-
lega miður sín yfir missinum því hún
og Lísa voru góðar vinkonur. „Lísa
var hjá mér í kaffi fyrr um morguninn
áður en slysið átti sér stað. Þetta ger-
ist alveg hrikalega skyndilega, þetta
er alveg rosalegt áfall. Hún var ynd-
isleg, með góðan húmor og ofsalega
góð við börnin sín. Missirinn er því
mjög mikill,“ segir Berglind. „Við vilj-
um náttúrlega styðja við bakið á þeim
á erfiðum tímum. Ekki nóg með það
að missa eiginkonu sína skyndilega
heldur getur þetta verið fjárhagslega
erfitt, það verður bara að horfast í
augu við það. Við viljum koma þakk-
lætiskveðjum til allra þeirra sem hafa
sýnt hlýhug og stuðning.“
Erfiðir tímar
Ragnar Þór er innilega þakklát-
ur öllum þeim sem sýnt hafa hlýhug
frá því að slysið átti sér stað. Hann
sér fram á að langan tíma taki að
vinna með sorginni. „Ég hefði ekki
getað komist í gegnum síðustu daga
ef að ég hefði ekki fundið hinn gífur-
lega mikla hlýhug sem allir hafa sýnt
mér undanfarið. Presturinn hefur
verið ómetanlegur og er duglegur
að líta við hjá okkur. Ég er ofsalega
þakklátur öllum,“ segir Ragnar Þór.
„Þetta hefur verið erfitt og á eftir að
vera erfitt. Bæði er þetta erfitt fyrir
mig og ekki síður fyrir krakka greyin.
Skyndilega stend ég einn eftir með
börnin og er ég þakklátur allri þeirri
aðstoð sem mér hefur verið veitt.“
TrauSTi haFSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Styrktarreikningurinn:
1169-05-401000
Kennitala 111161-3469
Lést í bílslysi
lísa Skaftadóttir
lést í bílslysi og lét
eftir sig
eiginmann og
fimm börn.
aðstandendur
hafa stofnað
styrktarreikning
til að hjálpa
fjölskyldunni.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Veður fer kólnandi næstu daga gangi spár veðurfræðinga eftir:
Páskaeftirlit á
hálendinu
„Við verðum með mik-
ið umferðareftirlit á hálendið
um helgina bæði fljúgandi og
akandi,“ segir Sveinn Kristján
Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á
Hvolsvelli.
Sveinn Kristján segir eftirlit-
ið verða mest þar sem umferð-
in verður en því ráði veðrið.
Landmannalaugar eru alltaf
vinsælar svo og Mýrdalsjökull
og fjallabaksleiðirnar en svo
verði bara að koma í ljós hvert
straumurinn liggi en helst er
von á jeppafólki og vélsleða-
mönnum.
Þyrla frá Landhelgisgæsl-
unni verður á flugi með lög-
reglumenn og lækni um borð
en gott samstarf hefur verið við
gæsluna undanfarin ár og hefur
það verið stóraukið. Sjáist eitt-
hvað grunsamlegt eða eitthvað
sem athuga þarf betur mun
þyrlan lenda skammt frá öku-
tækjum svo lögreglan geti sinnt
sínum störfum.
Áhersla á
ölvunarakstur
Ein mesta áherslan verður
lögð á ölvunarakstur og mun
læknir um borð taka blóð-
prufur þegar sem þurfa þykir.
„Það er eins og sumir haldi að
önnur lög og aðra reglu gilda
upp á hálendinu en það er ekki
svo,“ segir Sveinn en hann tel-
ur óhætt að segja að síðustu
ár hafi um einn látið lífið á ári
á hálendinu sökum ölvunar-
aksturs.
Eitt stærsta ferðmannasvæð-
ið á hálendinu er í umdæmi
lögreglunnar á Hvolsvelli og
er það ein ástæðan fyrir því
að liðsaukinn sé bættur með
þyrlu. Eins er samstarf við Flug-
björgunarsveitin á Hellu vegna
aksturseftirlit.
„Ég vil bara hvetja fólk til
þess að fara varlega, láta vita af
sér og fylgjast vel með veður-
spám,“ segir Sveinn Kristján.