Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 8
miðvikudagur 4. apríl 20078 Fréttir DV Mikið úrval af fallegum fatnaði í öllum stærðum! str. 36-56 Ný rannsókn á skaðsemi mengunar í breskum borgum: Loftmengun í stærstu borgum Bretlands er talin vera fólki skað- legri en geislavirkni á svæðum þar sem kjarnorka hefur losnað út í and- rúmsloftið. Þetta kemur fram í frétt breska blaðsins The Independent í gær sem byggð er á nýrri rannsókn þar í landi. Þar segir að mengun í breskum borgum hafi verri áhrif á heilsu fólks en geislavirkni á svæð- inu í kringum Chernobyl kjarnorku- verið í Úkraínu hafi í dag. Rannsókn- in kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu opinberrar nefndar um loftslagsmál í Bretlandi þar sem fram kemur að mengun er valdur að ótímabærum dauða tuttugu og fjögurra þúsunda Breta á ári hverju. Formaður nefnd- arinnar segir að ríkisstjórn landsins hafi ávallt mistekist að bregðast við aukningu eiturefna í andrúmslofti stórborga. Reykingar hættulegri en geisla- virkni Meðal annarra niðurstaðna rannsóknarinnar er að konur sem búa á menguðum svæðum eru lík- legri til að fá hjartasjúkdóma og líf þeirra styttist. Sama gildir um börn sem búsett eru innan við fimm hundruð metra frá hraðbrautum en þau verða fyrir varanlegum lungna- skaða vegna mengunar frá bílaum- ferð. Eins er dánartíðni Lundún- arbúa vegna hjartasjúkdóma 2,7 prósentum hærri en íbúa í Invern- ess, minnst menguðu borg Bret- lands. Haft er eftir forsvarsmanni rann- sóknarinnar í frétt blaðsins að lífslík- ur þeirra sem lifðu af kjarnorkuárás- irnar á Hiroshima og Nagasaki í Japan skertust minna vegna geislavirkn- innar en offita og reykingar hefðu gert. Eins er tíðni krabbameins með- al íbúa á Chernobyl-svæðinu lægri en meðal fólks sem býr í menguðum borgum eða verður fyrir óbeinum reykingum. Hann bendir hins veg- ar á að rannsóknin takmarkist af því að ekki er tekið tillit til lífsmynsturs fólks og félagslegra þátta sem einnig hafa áhrif. Mengun í London hættulegri en í Chernobyl Chernobyl kjarnorku- verið mengun breskra borga skaðlegri heilsu manna en geislavirknin frá verinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.