Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 19
DV Páskablað miðvikudagur 4. apríl 2007 19
G
uðjón Arnar
Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda
flokksins er hvergi
banginn, þó svo
fylgi flokksins
mælist nú minna
en það mældist síðastliðið haust.
Í nóvember í fyrra rauk fylgið upp í
11 prósent en mælist nú rétt í kring-
um 7 prósent, sem er það sama og
flokkurinn hlaut í síðustu Alþingis-
kosningum. Guðjón Arnar er kom-
inn í kosningahug og er staðráðinn
í að ná markmiðum sínum um að
fylgi flokksins verði yfir tíu prósent-
um. Sjávarútvegsmálin hafa verið
Guðjóni Arnari hugleikin og verið
eitt hans stærsta baráttumál í gegn-
um tíðina. Hann gagnrýnir fiskveiði-
stjórnunarkerfi ríkisstjórnarinnar
harðlega.
„Við í Frjálslynda flokknum höf-
um frá upphafi tekið mjög afgerandi
stefnu varðandi þróun byggðar í
landinu, þar koma sjávarútvegsmálin
mjög sterk inn, kvótakerfið og þær af-
leiðingar sem það hefur. Það er mik-
ilvægt að átta sig á því að kvótakerfið
og framtíð byggðar í landinu hang-
ir saman. Við getum ekki viðhaldið
byggðum í sjávarplássum án þess að
þær hafi rétt til þess að stunda fisk-
veiðar,“ segir Guðjón Arnar sem áður
gengdi meðal annars formennsku
skipstjóra og stýrimanna innan Far-
manna- og fiskimannasambandsins.
„Við viljum taka braskið burt
og færa það yfir í ákveðinn farveg
þannig að þegar menn eru að setja
frá sér aflaheimilidir þá fari þær
yfir á opinberan markað, svo það sé
hægt að hafa á því ákveðna stýringu.
Við viljum leggja áherslu á að veiði-
kerfið verði sóknarstýrt, meðal ann-
ars til að losna við gallana sem fylgja
núverandi kerfi, sem er brottkast og
val úr aflanum. Leiguframsalið hef-
ur síðan ýtt undir þessa tilhneig-
ingu, því sóknin beinist einungis að
stærsta fiskinum til þess að ná í þau
verðmæti sem þola hina háu leigu.
Núverandi fiskveiðikerfi er hvorki
hannað með tillliti til byggðarinnar,
né náttúrunnar.“
Bættar samgöngur lykillinn
Guðjón Arnar segir að lykillinn að
því að halda landinu í byggð séu bætt
samgöngumannvirki. „Innan nokk-
ura ára gætum við verið að horfa á
það að hingað til lands komi milljón
ferðamenn árlega. Þessir ferðamenn
vilja sjá allt landið. Það er því mikil-
vægt að halda bæjarfélögunum úti á
landi í byggð, við þurfum að átta okk-
ur á því hversu mikils virði það er fyr-
ir þjóðina og landið í framtíðinni.“
Hann varar við því að of hröð upp-
bygging í stóriðjuframkvæmdum sé
ekki rétta leiðin og gagnrýnir stefnu-
leysi ríkisstjórnarinnar gagnvart
stóriðjuframkvæmdum. Hann segir
þó að Frjálslyndi flokkurinn leggist
ekki alfarið gegn álversframkvæmd-
um, þar sem þær eigi við. „Álver
kann að eiga rétt á sér þar sem ork-
an er til staðar. Menn geta deilt um
Kárahnjúka sem slíka. Ég hef sagt að
stíflan sé svona stór til þess að safna
upp nægilega miklum vatnslager á
veturna þegar engin bráðnun er. Ef
minna álver hefði risið á Reyðarfirði,
sem þó gæti verið mjög hagkvæmt,
þá hefðum við ekki þurft að reisa
svona háa stíflu og ekki lent í jafn
hörðum deilum um nýtingu hálend-
isins eins og raun bar vitni. Þetta er
spurning um val og fyrir það höfum
við gagnrýnt ríkisstjórnina, að vilja
ekki hafa mótaða stefnu. Stórfyrir-
tækjum er boðið hingað til lands og
það er ekki ríkisstjórnin sem hefur
sett skilyrðin, heldur fyrirtækin. Fyr-
ir vikið höfum við farið í stærri fram-
kvæmdir, en skynsamlegt hefur ver-
ið að fara í á hverjum stað og kallar á
að menn geri ofboðslegar ráðstafnir í
orkumálum,“ segir hann.
„Ein besta byggðaraðgerðin sem
til er, er að verulegt átak verði gert
í samgöngumálum. Við erum búin
að flytja mál um það í þingi að taka
jarðgangnaáætlun í forgang og koma
þjóðvegakerfi landsins niður fyrir 200
metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að
við séum að taka þessa mestu fjall-
vegi okkar úr notkun, það mun stytta
vegalengdir og draga úr mengun.
Við sjáum reynsluna af Hvalfjarðar-
og Vestfjarðagöngunum, það hefur
varla orðið eitt einasta banaslys og
dregið verulega úr slysum miðað við
það sem áður var.“
Ráðum ekki við tólf þúsund
innflytjendur á ári
Stefna Frjálslynda flokksins í
málefnum innflytjenda hefur vakið
hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Í okt-
óber á síðasta ári mældist flokkur-
inn með rúmlega fjögurra prósenta
fylgi, en í nóvember stökk flokkur-
inn upp í ellefu prósent í þjóðarpúlsi
Capacent. Kom fylgisaukningin á
þeim tíma sem flokkurinn kynnti
mjög umdeilda stefnu sína í mál-
efnum innflytjenda. Í kjölfar harðra
viðbragða, hafði flokkurinn hægt
um sig á þessu sviði í nokkra mán-
uði, á sama tíma hrundi fylgið nið-
ur í sjö prósent í nýjasta þjóðarpúlsi
Capacent. Á síðustu vikum hefur
flokkurinn hins vegar haldið áfram
að kynna stefnu sína í innflytjenda-
málum. Auglýsing flokksins í Frétta-
blaðinu sem birtist um síðustu helgi,
vakti hörð viðbrögð og kallaði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir hana með-
al annars ógeðfellda. Guðjón Arnar
segir það vera útúrsnúning að frjáls-
lyndir sé flokkur kynþáttahatara.
„Við spyrjum okkur þeirrar spurn-
ingar, hvort við munum við þola að
taka við fimmtíu þúsund manns á
næstu fjórum árum, sem er um það
bil sá fjöldi sem hefur verið að koma
hingað til lands að undanförnu. Ég
held að við ráðum ekki við það. Það
væri því skynsamlegt að skoða hvort
ekki sé hægt að hafa einhverja stýr-
ingu á þessu máli,“ segir hann,
Ísland er aðili að ESS samning-
num sem gerir fólki frá aðildarþjóð-
um hans mun auðveldara að flytjast
á milli landa. Hann viðurkennir að
málið sé ekki einfalt. „Við gerum okk-
ur grein fyrir því að við erum aðilar
að samningnum og þetta er hvorki
einfalt né auðvelt.“ Guðjón Arnar
spyr hins vegar á móti hvort þjóð-
félagið sé tilbúið til þess að höndla
málið eins og það þróast núna.
„Við ætlum ekki að meina fólki
að koma til landsins og ekki held-
ur að setja sem skilyrði að það sé
eingöngu fólk frá löndum Evrópu-
sambandsins, eins og stefnan er í
dag. Ríkisstjórnin er búin að opna
fyrir algjörlega óheft flæði frá Evr-
ópusambandslöndum en í staðinn
setja menn mjög harðar takmarkan-
ir utan þess. Fólk frá Asíu og Suður-
Ameríku á sérstaklega erfitt með að
komast hingað.“
Á hverju byggir Guðjón Arnar það
að Íslendingar ráði ekki við fimmtíu
þúsund innflytjendur á næstu árum
og hvað er að hans mati heppilegur
fjöldi innflytjenda?
„Hér á Íslandi er ofboðslega mikil
þensla og innstreymi af fólki í bygg-
ingariðnaðinn. Það er á höfuðborg-
arsvæðinu sem fjölgunin verður
mest. Ég held að það sé skynsam-
legt að móta reglur um þetta sem
fyrst. Ég veit ekki hvar þessi stærð
liggur og hversu marga innflytjend-
ur við getum ráðið við. Ég ætla ekki
að segja til um það hvort hingað eigi
að koma tuttugu eða þrjátíu þús-
und manns. Hins vegar bendum við
á að ef það koma hingað tólf þús-
und manns á ári í mörg ár, þá munu
vandamál koma upp sem við ráðum
ekki við,“ segir hann.
Hann bendir á að með því að flytj-
ast til Íslands öðlist fólk réttindi að
lögum og því sé rétt að horfa til þess
hvort þjóðfélagið muni þola þennan
fjölda í næstu niðursveiflu.
„Við Íslendingar hljótum að hafa
skynsemi til þess að læra af öðrum og
koma í veg fyrir það að hér myndist
hópamenning þjóðarbrota sem að-
lagast ekki íslensku samfélagi, vegna
þess að fjöldinn eykst of hratt og á of
stuttum tíma. Úti á landi erum við
búin að horfa á erlent vinnuafl sem
er löngu orðið íslenskir ríkisborg-
arar, þar sem ástandið er allt öðru-
vísi og í raun ekki vandamál. Það er
vegna þess að þróunin hefur verið
mun hægari og bæði samfélagið og
innflytjendur hafa fengið tækifæri til
þess að aðlagast hverju öðru.
Við höfum verið ásökuð um eitt-
hvað útlendingahatur, en ég hafna
því algjörlega. Eiginkona mín er af
pólsku bergi brotin og ég er stoltur
af því.“
Sjálfskipaðir gagnrýnendur
Frjálslyndi flokkurinn hefur
gagnrýnt andstæðinga sína fyrir að
dreifa áróðri um sig og jafnframt að
þora ekki að ræða málefni innflytj-
enda á skynsamlegum grundvelli.
Aðrir stjórnmálamenn keppist við
að tala um pólitískan réttrúnað.
„Um leið og við viðrum þá skoð-
un okkar að þetta sé vandamál, þá
er fullt af sjálfskipuðum gagnrýn-
endum sem finnur sig knúna til
þess að fara í einhverja sérstaka
vörn fyrir núverandi ástand. Frjáls-
lyndi flokkurinn hefur þá stefnu að
fólk geti flust hingað til landsins og
aðlagast þjóðfélaginu, aðrir virð-
ast hafa þá sýn að hér eigi bara að
streyma inn fólk og þess vegna geti
þjóðin verið orðin tvöfalt stærri eft-
ir nokkur ár og megnið af því fólki
séu innfluttir einstaklingar. Við eig-
um ekki að stefna að slíku.“
Erfiður kosningavetur
Landsfundur Frjálslynda flokks-
ins var flokknum og forystusveit
hans erfiður. Miklar deilur voru í
aðdraganda hans og eftir að Mar-
grét Sverrisdóttir náði ekki kjöri í
embætti varaformanns, gekk hún
úr flokknum. Guðjón neitar því ekki
að deilan hafi verið afar óheppileg
og flokknum síst til framdráttar á
kosningavetri. „Það voru átök hér
inni í flokknum á meðan þetta var
að ganga yfir og í kringum lands-
fundinn. Það fór fram atkvæða-
smölun hjá báðum aðilum, báðir
reyndu að styrkja sína stöðu eins
og gert er í kosingabaráttu. Þegar
Margrét gekk úr flokknum gengu
um það bil 250 manns úr honum
með henni, á hinn bóginn hafa fjöl-
margir gengið til liðs við okkur síð-
an þá.“ Hann segir óeininguna að
baki og nú gangi frjálslyndir sam-
stilltir til kosninga. Hann vandar
Margréti Sverrisdóttur hins veg-
ar ekki kveðjurnar. „Ég var yfir mig
hissa þegar ég heyrði yfirlýsingu
Margrétar á Rás tvö, þar sem hún
sagði að þó hún hefði náð kjöri á
landsfundinum, þá hefði hún samt
sem áður gengið út, vegna þess að
hún hafði litið yfir salinn og séð það
mikið af nýjum andlitum að þetta
hafi ekki verið sinn gamli flokkur.
Ég furða mig á slíkum yfirlýsingum.
Var kosningaslagurinn uppsettur af
hennar hálfu, sem kynning á Mar-
gréti Sverrisdóttur, sem hvort sem
er ætlaði í annað framboð?“
Hann segist ekki hafa mikla trú á
því að framboð Margrétar, Íslands-
hreyfingin, sé líklegt til stórræða
í stjórnmálum. „Að mínu viti er
bara að hluta til verið að taka upp
stefnu Frjálslynda flokksins og í við-
bót stefnu Ómars Ragnarssonar. Ég
segi það alveg eins og er, við höfum
enga þörf fyrir þetta framboð, það
eru allir flokkar með sínar umhverf-
isáherslur og þetta framboð hefur
ekkert nýtt fram að færa.“
Miklar mannabreytingar hafa
verið innan raða Frjálslynda flokks-
ins á þessu kjörtímabili. Gunnar
Örlygsson og Margrét Sverrisdótt-
ir hafa bæði gengið út og inn hafa
komið Valdimar Leó Friðriksson og
Kristinn H. Gunnarsson, hvað veld-
ur þessu róti?
„Það er oft þannig í ungum
flokkum að það er fólk sem safn-
ast þar saman sem hefur ekki alveg
nákvæmlega sömu sýn, svo reynir
á það í flokksstarfinu hvaða stefnu
flokkurinn tekur, sumir rekast með
og aðrir ekki. Til þess að vera með
þurfa menn auðvitað að fylgja meg-
in hugsun flokksins.“
Horfir ennþá til stjórnarand-
stöðuflokkanna
Guðjón Arnar hefur marg oft lýst
því yfir að markmið flokksins sé að
fara upp fyrir tíu prósent í kosning-
unum í næsta mánuði. Hann segir að
ómaklega hafi verið vegið að flokkn-
um úr öllum áttum. Nýleg auglýs-
ingaherferð flokksins hefur virkað
eins og olía á eld. „Umræðan hefur
kristallast þannig að um leið og við
höfum sagt eitthvað þá höfum við
umsvifalaust verið kallaðir rasistar
og varaþingmaður vinstri grænna
kallaði okkur meira að segja haturs-
menn barna. Við mótmælum svona
rakalausum kjaftagangi.“
Þrátt fyrir þær deilur sem hafa átt
sér stað, segist Guðjón ennþá horfa
til Samfylkingar og Vinstrihreyfing-
arinnar- Grænt framboð fremur en
stjórnarflokkanna, til þess að mynda
hugsanlega ríkisstjórn. Að hans mati
er Kaffibandalagið, svokallaða ekki
dautt, eins og margir vilji meina og
hann gefur í skyn að flokkurinn sé
tilbúinn til þess að semja í málefna-
samningum. „Það er skylda stjórn-
arandstöðuflokka sem ná að fella
ríkisstjórnina að ræða saman um
stjórnarmyndun. Við gerum okk-
ur grein fyrir því að ef við færum að
semja innan Kaffibandalagsins, þá
næðu ekki allar okkar áherslur fram
að ganga.
Við höfum margoft sagt að það
séu málefnin sem skipta okkur máli,
en ekki stólafjöldinn. Það er ekkert
launungarmál að við Frjálslyndir
höfum augastað á bæði sjávarútvegs-
og samgönguráðuneytinu. Eins og
málin hafa legið, tel ég að leiðir okk-
ar liggi betur með stjórnarandstöðu-
flokkunum, það ræðst hins vegar allt
á málefnasamningum.“
valgeir@dv.is
Ræðum fleiRa en innflytjendamál
„Ég var yfir mig hissa
þegar ég heyrði yfirlýs-
ingu Margrétar á Rás
tvö, þar sem hún sagði
að þó hún hefði náð
kjöri á landsfundinum,
þá hefði hún samt sem
áður gengið út“
Guðjón Arnar Kristjánsson
n 1944: Guðjón Arnar Kristjánsson
fæðist á Ísafirði.
n 1959: Guðjón Arnar hefur
sjómennsku, starfar sem háseti,
matsveinn og vélstjóri.
n 1964-1965: Nám í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík.
n 1965: Guðjón Arnar verður
stýrimaður.
n 1967-1997: Guðjón Arnar starfar
sem skipstjóri.
n 1975-1984: Formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Bylgjunnar.
n 1979-1999: Í stjórn Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
n 1983-1999: Forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands
n 1991-1995: Varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjör-
dæmi.
n 1999: Guðjón Arnar nær kjöri á
Alþingi í Vestfjarðakjördæmi fyrir
Frjálslynda flokkinn.
n 1999-2004: Formaður þingflokks
Frjálslynda flokksins.
n 2003: Guðjón Arnar kjörinn
formaður Frjálslynda flokksins. Nær
endurkjöri á Alþingi í Norðvesturkjö-
dæmi.
n 2007: Guðjón Arnar leiðir Frjálslynda
flokkinn til Alþingiskosninga.
GuðjóN ARNAR KRiStjáNSSoN
„Ég ætla ekki að segja til um það hvort hingað eigi að koma
tuttugu eða þrjátíu þúsund manns. Hins vegar bendum við
á að ef það koma hingað tólf þúsund manns á ári í mörg ár,
þá munu vandamál koma upp sem við ráðum ekki við.“