Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 51
DV Páskablað miðvikudagur 4. apríl 2007 51
Um heiminn með tónlistinaí farteskinu upp í fjárhúsinu á Kolstöðum í Borg-arfirði, hljóðblönduð í Sundlauginni og Sýrlandi. Í gagnrýni um plötuna segir: ,,Hljóðfæraleikurinn er óað-finnanlegur og ómögulegt að benda á nokkuð sem skarar fram úr öðru, sveitin er enda svo vel spilandi að
furðu vekur“. En þetta er ekki eina
hljómsveitin sem Ólöf hefur leikið í
því seinna tók hún upp víóluleik með
hljómsveitinni Múm.
,,Ég kynntist krökkunum í Múm
þegar ég bjó í Berlín. Ég hafði reynd-
ar þekkt þau þegar ég var í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð en í Berlín
kynntumst við betur og urðum góð-
ir vinir. Með Múm hef ég ferðast vítt
og breitt um heiminn; um Evrópu,
Bandaríkin, Ástralíu og Japan. Við
fórum einnig saman til Taívan þar
sem við nutum þess að vera í fríi og
lærðum að kafa. Ég starfa ennþá með
Múm og tók þátt í síðustu plötunni
Summer Make Good og verð með á
nýju plötunni sem kemur út í haust.
Það má segja að ég sé fastur „free-
lancari“ í hljómsveitinni.“
Tónlistin í genunum
Það er kannski ekki undarlegt að
Ólöf hafi lagt tónlistina fyrir sig. Hún
er komin af tónlistarfólki í báðar ættir,
þannig að það má segja að hún hafi
tónlistina í genunum. Hún er fjölhæf-
ur tónlistarmaður og sveiflast á milli
klassískrar tónlistar, þjóðlagatónlistar,
popps og rokks. Hún segir skemmti-
legt að vera stödd á einhverjum
punkti þarna á milli og það sé gefandi
að hafa útsýn yfir báða heimana.
,,Móðurafi minn Jóhann Tryggva-
son lærði píanóleik og hljómsveit-
arstjórn í London. Mamma, Sigrún
Jóhannsdóttir, sem er sjúkraþjálfari,
hefur lengi sungið með Fílharmón-
íukórnum og Þórunn Askenazy, syst-
ir hennar, er mjög góður píanóleikari.
Svo er einnig talsvert af tónlistarfólki í
föðurættinni og það hafa margir ung-
ir ,,Arnaldsar“ verið að skjóta upp
kollinum hér og þar upp á síðastið
og ég hef gaman af því. Í þeim hópi
er til dæmis nafni minn Ólafur Arn-
alds og það hefur valdið mörgum og
skemmtilegum misskilningi.“
Við og við
Fyrsta sólóplata Ólafar, Við og
við, hefur hlotið frábæra dóma og
þykir mikið listaverk. Einn gagnrýn-
andi lýsti tónlist Ólafar sem fíngerðri
og viðkvæmri, en líka kjarkaðri og
ástríðufenginni. Hann bætir við að
það séu bjartir æskuhljómar í verki
hennar, en líka gamall og myrkur seið-
ur úr fjarska. Flest lögin eru eftir Ólöfu
og textarnir eru hennar nema við tvö
lögin, lag Megasar, Orfeus og Evridís,
og síðasta lag plötunnar sem er sam-
ið við ljóð eftir pabba hennar, Einar S.
Arnalds. Ljóðið, Ævagömul orkuþula,
birtst í ljóðabók Einars, Lífsvilji. Einar
skrifaði bókina þegar hann barðist við
krabbamein, en þá settist hann gjarn-
an niður á morgnana og samdi ljóð.
,,Ég notaði einnig ljóð eftir pabba í
útskriftarverkefninu mínu í tónsmíði
og nýmiðlun frá Listaháskólanum, en
það er myndband sem nefnist Eins og
sagt er. Ljóðið hans pabba er það eina
sem heyrist þar á íslensku. Aðrir text-
ar eru unnir úr viðtölum sem ég tók
í New York sumarið 2005 við fólk frá
öllum heimshornum og fjalla um við-
horf þess til lífsins. Verkið er eins kon-
ar alþjóðlegt hljómlistaverk þar sem
ég syng á átján tungumálum.“
Einar lést úr krabbameini árið
2004 og Ólöf segist vissulega hafa haft
hann í huga þegar hún samdi lög og
ljóð sem hljóma á disknum Við og
við.
,,Vissulega er diskurinn tregafullur.
Hann er um fjölskylduna og tregann
en jafnframt gleðina sem fylgir fjöl-
skyldulífi.“
Ásamt því að fylgja eftir eigin plötu
og spila með Múm er Ólöf með fleiri
járn í eldinum.
,,Ég er til dæmis búin að vera að
spila svolítið með Skúla Sverrissyni,
bæði inn á plötu og á tónleikum hér-
lendis og erlendis. Við höfum spilað
víða í Englandi, Madríd, Köln og fleiri
stöðum. Svo stendur til að gera eitt-
hvað meira á hans vegum á næstunni.
Það er því nóg að gera. Ég nýt þess að
vera virk á mismunandi vettvangi.
Um þessar mundir er ég að vinna að
tveimur verkefnum, annars vegar er
ég að semja tónlist fyrir stuttmynd og
hins vegar að vinna með Steingrími
Eyfjörð, en ég sé um tónlistarhlutann
í einu verka hans sem verður á Bi-
ennalnum í Feneyjum í sumar.
Ást og píanóleikur
Ólöf er í sambúð með Ragnari Ís-
leifi Bragasyni sem er í námi í leik-
listardeild Listaháskólans sem heitir
fræði og framkvæmd.
,,Námið er bæði fræðilegt og verk-
legt. Það er ekki almennt leikaranám
heldur er þar kennt annað sem teng-
ist leikhúsinu. Ragnar lærði á píanó
hérna áður fyrr og ég stefni að því
að fá hann til að dusta rykið af þeirri
kunnáttu þannig að hann geti far-
ið að spila með mér á ferðalögum.
Hann er auðvitað bundinn af nám-
inu núna og auðvitað verður hann að
fá að ráða sjálfur hvort hann á eftir
að leggja fyrir sig tónlistina. En það
væri indælt að fá hann í lið með mér
þar sem ég er mikið á ferðinni vegna
ferðalaga og vinnu.“
Ólöf lítur björtum augum til fram-
tíðarinnar.
,,Mig langar til að halda áfram í
tónlistinni og gera fleiri plötur. Mig
langar ekki endilega að gera sóló-
plötur, ég hef áhuga á að taka þátt í
alls kyns samstarfi og svo væri gam-
an að skrifa verk fyrir aðra hljóðfæra-
leikara og þá hef ég klassískar tón-
smíðar í huga. Það er um að gera að
vera bjartsýnn, því bjartsýnin skilar
mestu. thorunn@dv.is
,,Vissulega er diskurinn
tregafullur. Hann er um
fjölskylduna og treg-
ann en jafnframt gleð-
ina sem fylgir
fjölskyldulífi.“
Beggja heima sýn Ólöf leikur jöfnum höndum klassík, þjóðlagatónlist, popp og rokk.
Framtíðin ber
margt í skauti sínu
langar að semja klassíska
tónlist í framtíðinni.