Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 52
Menning miðvikudagur 4. apríl 200752 Menning DV Páskaleikrit RÚV Útvarpsleikhúsið endurflyt- ur leikrit Jóhanns Sigurjónsson- ar, Mörð Valgarðsson, í þýðingu Sigurðar Guðmundssonar og leikgerð Bríetar Héðinsdótt- ur klukkan 13.00 á páskadag. Tónlistin í verkinu er eftir Leif Þórarinsson og flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Á undan flutningi leikritsins flytur Jón Viðar Jónsson inngangsorð. Meðal leikara eru Þorsteinn Ö. Stephensen og Helga Bach- mann. Leikritið var áður á dag- skrá árið 1983. Passíusálmar í Hallgrímskirkju óPERA vEtRARhátíð Í garðinum mínum Sýning Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur, Í garðinum mínum, verður opnuð á skírdag í gallerí BOXi á Akureyri. Á sýningunni verða sýnd postulínsverk eftir Rósu. Hún útskrifaðist úr Lista- háskóla Íslands 2001 og hefur tekið þátt í ýmsum sýningum innan lands og utan. Síðustu þrjú ár hefur hún verið for- maður Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík. Sýning Sigrúnar stendur til 22.apríl. Hallgríms- passía Á föstudaginn langa verður óratórían Hallgrímspassía eftir Sigurð Sæv- arsson frum- flutt í Hall- grímskirkju. Verkið er byggt á Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar og aðalhlut- verk verksins, Hallgrímur sögu- maður, er skrifað fyrir bassa- söngvara. Fleiri einsöngvarar og kór fara svo með hlutverk persóna píslarsögunnar, eins og þær birtast í Passíusálmunum. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum, sem nýver- ið var tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs, Jóhann Smári Sævarsson bassi og kammerhópurinn CAPUT. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Frá Róm til Hollywood með viðkomu í Japan Óperan hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum, meðal annars árið1982 í leikstjórn Franco Zeffirell- is, þar sem Yelena Obraztsova og Plácido Domingo fóru með aðalhlutverkin. Atriði úr óperunni eru notuð sem bakgrunnur í lokaatriði þriðju og síðustu kvikmyndarinnar um Guðföðurinn og hið fræga millispil óperunnar hljómar á plötunni sem gefin var út með tónlist- inni úr myndinni. Í Guðföðurnum eru atriðin ekki birt í réttri tímaröð, sem dæmi um það má taka að drykkjusöngur Turiddus kemur á undan aríu Al- fiosar. Þrjú brot úr tónlistinni voru notuð í kvikmynd Martin Scorsese, Raging Bull og einnig má heyra nokkra tóna í kvikmyndinni Avanti! Í einum af þáttum sjónvarpsþáttanna vinsælu um Hótel Tindastól, þar sem fjallað var um samskipta- vandamál, spyr hótelhaldarinn Basil Fawlty kokk- inn Terry hvort hann kunni að meta Cavalleria Ru- sticana. Terry svaraði að hann hefði aldrei smakkað þann rétt. Millispil óperunnar var einnig notað í einum þætti hinna vinsælu japönsku teiknimyndaþátta Ru- rouni Kenshin, í atriðinu þegar Himura Kenshin kveður Kamiya Karou og fer til Kyoto. Í kvikmyndinni Love Story, sem sló öll aðsókn- armet þegar hún birtist fyrst á tjaldinu árið 1970, vaknar spurning hjá hinni snobbuðu fjölskyldu Ol- iver Barrets fjórða, sem leikinn er af Ryan O´Neal, hvort kærasta hans, Jennifer Cavilleri, gæti hugs- anlega verið afkomandi Cavalleri, þess sem óper- an er kennd við! Í kvikmyndinni A Midsummer Night´s Dream frá árinu 1999 og byggð er á leikriti Shakespears, er tónlistin úr milliþættinum not- uð í nokkrum atriðum og er mest áberandi þegar Bottom, sem leikinn er af Kevin Klein, og Titania, sem leikin er af Michelle Pfeiffer, tjá hvort öðru ást sína. Tónlistin úr óperunni Cavalleria Rusticana er oft notuð í þágu kvikmyndanna. Lestur Passíusálmanna á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju er orðin föst hefð í kirkjunni á föstudaginn langa og sækir mikill mannfjöldi þangað allan daginn til að hlýða á lesturinn. Í ár hefur Grétar Einarsson umsjón með lestrinum, en lesarar auk hans verða Arnar Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir leikarar. Um tvö þúsund ungmenni hafa tekið þátt í starfi kórs Menntaskól- ans við Hamrahlíð á þeim tæplega fjörutíu árum sem hann hefur starf- að, en hann var stofnaður haust- ið 1967. Fyrstu árin var hann ein- göngu skólakór, en undanfarin 25 ár hefur einnig verið starfræktur „eldri kór“ - Hamrahlíðarkórinn, þar sem útskrifaðir kórfélagar syngja með vönum félögum í skólakórnum. Á þessum 40 árum hefur kórinn ferð- ast til flestra Evrópulandanna, Jap- ans, Bandaríkjanna, Kanada, Ís- rael, Filippseyja og víðar. Þá hafa íslensk tónskáld verið iðin við að semja verk sérstaklega fyrir kórinn og eru þau nú yfir 80 talsins. Kórinn var nýverið tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs og það raunar ekki í fyrsta skipti, því hann var einnig tilnefndur árið 1992. Verðlaunin, sem nema um 4 millj- ónum íslenskra króna, verða veitt á þingi Norðurlandaráðs í Osló í okt- óber. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Erfiðara að hætta en byrja „Þegar kórinn var stofnaður, í október 1967, fannst einn tenór til að syngja með honum, svo voru menn hálfpartinn dregnir í kórinn - sumir með herkjum. Því hefur þó verið lýst hvernig það þurfti mun meira átak til að hætta að syngja með kórnum en byrja,“ segir Þorgerður. Kórinn varð þó fljótt vinsæll meðal nemenda, svo vinsæll raunar að þegar þurfti að bæta við kórinn vegna flutnings á stóru verki árið 1981 reyndist lítið mál að kalla til útskrifaða nemend- ur. „Þeir tóku fagnandi tækifærinu til að syngja áfram með kórnum og til varð mjög sterkt lið. Hamrahlíðar- kórinn var síðan stofnaður formlega árið 1982.“ Tónlistarlegt uppeldi Eins og fyrr segir hafa um tvö þús- und manns tekið þátt í starfi kórsins. Þorgerður segist sjá gamla kórfélaga víða og þá ekki síst í allskyns kórum og öðru tónlistarstarfi. Ef til vill má því segja að tónlistarlegt uppeldi í kórnum fylgi fólki áfram út í lífið. „Við í Hamrahlíðinni erum kannski nokkurskonar móðurkartafla, svo spretta kartöflur hingað og þangað út frá henni,“ segir Þorgerður. Marg- ir kórfélagar hafa einnig látið að sér kveða sem einsöngvarar og á hinum ýmsu sviðum tónlistar. Hörð samkeppni Samtals eru 12 kórar tilnefnd- ir til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs í ár. Tveir frá hverju Norðurlandanna, einn frá Fær- eyjum og einn frá Grænlandi. Frá Íslandi er Schola Cantorum til- nefndur auk Hamrahlíðarkórsins. Meðal tilnefndra eru kórar á borð við danska Útvarpskórinn, Ein- söngvarakórinn norska og fleiri úrvalskóra sem skipaðir eru mjög færum söngvurum. Þorgerður segir að þarna geti verið ólíku saman að jafna. „Við erum þarna að etja kappi við atvinnufólk frá hinum Norður- löndunum, fólk sem til dæmis get- ur titlað sig tenór í símaskránni. Í okkar röðum eru hinsvegar 17 og 18 ára ungmenni, sem sum eru jafnvel ekki vön að lesa nótur. Þannig að það er töluverður munur þarna á. Hinsvegar hafa þessir unglingar oft náð töluverðum hæðum, gert mjög eftirminnilega hluti og snert við mörgum.“ Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur undanfarin 40 ár verið starf- ræktur kór undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hann var nýverið til- nefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs öðru sinni. kartöflurækt í Hamrahlíð Kórstjórinn Þorgerður ingólfsdóttir hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans árið 1967. Tónlistarleg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.