Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 53
DV Páskablað mikvikudagur 4. apríl 2007 53 É g segi að fólk sem er fætt 40+ eld- ist öðruvísi en þeir sem fæddust tut- tugu árum fyrr. Við höfum ekki liðið vosbúð, þrældóm eða hungur eins og þetta fólk bjó víða við. Svo kveða lögin á um að fólk í fullu fjöri eigi að hætta að vinna úti, 67 ára. Þetta hlýt- ur að eiga að þróast með öðru og fólk að eiga kost á því að fá að vinna eitt- hvað áfram ef kraftar þess leyfa.“ Það er ekki annað að sjá en að Jó- hannes í Bónus sé í góðu formi. Hann hefur aldrei litið betur út, hann geisl- ar af lífsgleði og gerir óspart að gamni sínu. Hann var að koma frá Færeyj- um og eftir hálftíma leggur hann af stað norður í páskafrí. „Ég hafði lofað því að segja nokkur orð við opnun ræðismannsskrifstofu Íslands í Færeyjum og fólk á alltaf að standa við orð sín,“ segir hann spurð- ur út í Færeyjarferðina. Hann er mættur í morgunte til að svala forvitni minni um samskipti sín við móður sína, Kristínu Jóhann- esdóttur og frænda sinn Óla Kr. Sig- urðsson, Óla í Olís – en svo reynist auðvelt að færa sig upp á skaftið og spyrja um fleira. „Ég veit nú ekki hvort ég er eitt- hvað betri við móður mína en menn almennt eru við foreldra sína,“ segir hann. „Mamma er 89 ára, býr í eig- in íbúð við Aflagranda og er sjálfri sér næg. Miðað við aldur og fyrri störf held ég að ég geti fullyrt að hún lifi góðu lífi. Hún gengur að minnsta kosti upp og niður Laugaveginn á háum hælum eins og skvísa!“ seg- ir hann. „Við Ester systir mín skipt- umst á að fá hana í heimsókn til okk- ar, við höfum farið saman til útlanda, síðasta sumar kom hún með okkur fjölskyldunni til Kaupmannahafnar og eins kemur hún norður til okkar og við erum einnig alltaf í símasam- bandi. Við mamma eigum sem betur fer í ágætu sambandi.“ 1940: Undramódel Sömuleiðis segist hann eiga góð samskipti við Ester systur sína, sem er sjö árum yngri en hann og hafi vissu- lega verið dekurdúkka fjölskyldunn- ar. „Ég man fyrst eftir mér á Skeggja- götu 15, en þegar ég fæddist árið 1940 leigðu mamma og pabbi íbúð þar. Pabbi keypti svo fokhelda hæð og ris við Mávahlíð 13, fullkláraði þær íbúðir og þangað fluttum við þegar ég var sex ára. Ári síðar fæddist Ester systir mín.“ Hér hnýt ég um fæðingarár Jó- hannesar. Fer að hugsa um þá sem voru 67 ára þegar ég var barn og man ekki betur en mér hafi fundist það vera gamalmenni...og svo man ég enn eftir Cliff Richard sem ég sá fyrir viku. Líka fæddur 1940. „Já, vissirðu ekki að árið 1940 var afbragðs ár, bæði hvað snertir bíla og menn?!“ spyr hann og bros- ir. „Þetta voru undramódel, eitthvert besta módel sem komið hefur fram á sjónarsviðið...! – En ég held ég geti sagt það með sanni að æska mín var dans á rósum. Foreldra mína skorti ekki neitt, og þar af leiðandi mig ekki heldur. Ég naut þeirra forréttinda að fá að fara í sveit í níu sumur til frænd- fólks míns á Sólheimahjáleigu í Mýr- dal og þar leið mér vel.“ Hættulaust að vakna snemma á laugardagsmorgnum Þar segist hann hafa lært að bera virðingu fyrir hlutum og fólki, nokk- uð sem hann segir skorta of mikið hjá ungu fólki í dag. „Ég tók ekki þátt í húsverkun- um heima, en gerði það hins vegar í sveitinni. Þar lærði ég líka að það skiptir ekki máli hvaða dagur er; kýrnar fara ekki í frí um helgar. Þær þarf að mjólka á mjaltatímum, líka á laugardögum og sunnudögum. Ég ólst því ekki upp við að það væri Fell í staFi aF töðulykt Framhald á næstu opnu Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus og fjölskylda hans hafa staðið í stórsjó síðustu vikurnar. Hann er engu að síður í góðu andlegu jafnvægi og segir málaferlin eins og hvert annað verk- efni sem fólk fær að glíma við í lífinu. Hann segir Önnu Kristine af foreldrum sínum, viðhorfum sínum til þess að fólk megi ekki vera á vinnumarkaði eftir ákveðinn aldur, hvað það er sem kallar fram húsbóndahollustu og kynnum sínum af heimi þunglyndis. dv myndir gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.