Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 62
miðvikudagur 4. apríl 200762 Ferðalög DV
U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s
á ferðinni Engifer við ferðaveiki
Gengið í menningar-
takti á Spáni
dagana 2. til 9. júní geta sóldýrkendur
sameinað dvöl í spænskri sól og létta
göngutúra og menningarupplifanir.
Ferð þessi er á vegum göngu-Hrólfs
sem býður þátttakendum upp á dvöl í
strandbænum Tossa de mar sem er í
80 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Á
meðan á dvölinni stendur verður farið
í þrjár léttar gönguferðir meðfram
Costa Brava sem býður upp á
ægifagurt landslag. göngurnar eru
þriggja til fimm tíma langar og henta
öllum þeim sem ánægju hafa af hollri
hreyfingu. auk þess verður farið í
dagsferðir í stórbrotin listasöfn
spænsku myndlistarrisanna Salvadors
dali og pablos picasso í Figueras og
Barcelona.
Nánari upplýsingar má fá hjá Úrval
Útsýn og á heimasíðunni
gonguhrolfur.is.
Legoland opnað
í Berlín
um síðustu helgi var opnaður
legóskemmtigarður í Berlín í
Þýskalandi. Skemmtigarðurinn sem
heitir einfaldlega legoland discovery
Centre er staðsettur í hjarta borgar-
innar við potsdamer platz. garðurinn,
sem er innandyra, er 3.500 fermetrar
að stærð og þar er að finna áhuga-
verða afþreyingu fyrir alla fjölskyld-
una. meðal annars má þar sjá
míníútgáfu af helstu byggingum
borgarinnar eins og Brandenburgar-
hliðinu, að sjálfsögðu úr legókubbum.
Fjórvíddarbíó er einnig í garðinum
þar sem skynfærunum er ögrað til
hins ítrasta og að sjálfsögðu er nóg af
kubbum í öllum stærðum og gerðum
sem hægt er að byggja úr. lesið nánar
um það sem legoland discovery
Centre hefur upp á að bjóða á
legolanddiscoverycentre.com.
Kirsuberjatrén
blómstra
vorið er komið í Washington og þar
standa kirsuberjatrén í miklum blóma.
Fram til 15. apríl er sérstök hátíð í
gangi í borginni sem tileinkuð er
kirsuberjatrjánum sem gaman er fyrir
ferðamenn að tékka á. Fyrstu
kirsuberjatrén komu til borgarinnar
árið 1912 sem gjöf frá Tókýóborg og
voru þá 3.000. íbúar borgarinnar
kunna afar vel að meta trén og blóm
þeirra eru sannkallaðir vorboðar.
Þar sem Pragferðirnar eru að
hefjast, teljum við rétt að benda
á skemmtilegan veitingastað fyrir
hópa. Sá er staðsettur rétt utan borg-
armarkanna, en það kemur ekki að
sök, því staðurinn sér um að sækja
gesti á hótel í miðborginni og skila
þeim heim að dyrum að lokinni
skemmtun.
Folklore Garden er eitt best geymda
leyndarmálið í Prag. Anna Janousková
rekur staðinn og elskar að taka á móti
hópum. Í bleika litla kastlanum henn-
ar Önnu ríkir hlöðuballsstemning, þar
sem boðið er upp á þriggja rétta kvöld-
máltíð sem samanstendur af þjóðleg-
um réttum og ótakmörkuðu magni af
bjór, léttvíni og gosdrykkjum. Topp-
urinn á kvöldinu er svo þegar dans-
arar og hljóðfæraleikarar, klædd-
ir þjóðbúningum, stíga fram og sýna
tékkneska þjóðdansa. Verðið er ótrú-
legt, rétt rúmar þrjú þúsund krónur á
mann, aksturinn innifalinn. Hægt er
að skoða myndir og leggja inn pantan-
ir á folkloregarden.cz og info@folklor-
egarden.cz annakristine@dv.is
Ekta tékknesk stemning
Bleikur kastali við borgarmörk
Töfrandi
Tröllaskagi
Á Tröllaskaga er að
finna mögnuð fjöll
að sögn kajak-
áhugamannsins
Erlends Þórs
Magnússonar.
Erlendur heimsæk-
ir skagann mörgum
sinnum á ári bæði
til þess að standa
þar á bretti og til að
bleyta kajakinn
sinn.
Formaður Íslenska Alpaklúbbs-
ins, Freyr Ingi Björnsson, sagði les-
endum síðasta helgarblaðs frá berg-
djólanum Þumli í Skaptafellsfjöllum
og skoraði á Erlend Þór Magnússon
að segja frá Tröllaskaga fyrir norðan
sem er í miklu uppáhaldi hjá hon-
um.
„Síðastliðin sjö ár hef ég farið
þangað nokkrum sinnum á ári. Þar
er að finna fullt af stórum og hrika-
legum fjöllum fyrir brettafólk og á
sumrin hef ég líka farið þangað á kaj-
ak,“ segir Erlendur. Hann segir mikið
af skemmtilegum ám vera á svæðinu
sem kjörnar eru til kajakróðurs og
nefnir meðal annars Garðsá sem er
í um 15 mínútna fjarlægð frá Akur-
eyri. „Hún er með fullt af flúðum og
er í erfiðari kantinum. Svo var þarna
önnur mjög góð á, Djúpadalsá, en
virkjanaframkvæmdir eyðilögðu
hana.“
Erlendur segist vera hrifinn af
Skíðadal sem er skammt frá Dalvík
en einnig nefnir hann Látraströnd
sem skemmtilegan áfangastað fyr-
ir brettafólk. „Látraströnd er beint á
móti Dalvík. Þangað liggur enginn
vegur og því verður maður að taka
bát frá Dalvík til að komast þang-
að. Ég fór þangað með hópi af fólki
í fyrra og það var hrikalega gaman.
Það eru verulega flott fjöll þarna,“
segir Erlendur. Hann viðurkennir þó
að vissulega þurfi að leggja á sig tölu-
verða göngu en það sé þess virði því
brekkurnar þarna séu mjög góðar.
Á brimbretti á Filippseyjum
Erlendur hefur undanfarin ár
starfað sem leiðsögumaður hjá Artic
rafting. Þar er mest að gera á sumr-
in en á veturna hefur hann yfirleitt
farið eitthvert erlendis. Þannig hef-
ur hann bæði heimsótt Indland og
Nepal í þeim tilgangi að sigla á ka-
jak og síðastliðin jól var hann á Fil-
ippseyjum þar sem hann stundaði
brimbrettarennsli. „Þar eru mjög
góðar aðstæður fyrir brimbrettasörf,
sjórinn er heitur og ekkert of mikið
af fólki. Það er hræódýrt að lifa þarna
og mjög auðvelt að vera ferðamaður
í landinu því það er fyrrverandi ný-
lenda Bandaríkjanna svo flestir tala
ensku,“ segir Erlendur sem stefn-
ir á það að fara þangað aftur næsta
haust.
Aðspurður að því hvort hann hafi
aldrei komist í hann krappan við
ástundun þessara íþrótta þá seg-
ir hann að einu sinni hafi þurft að
hringja á sjúkrabíl fyrir hann. „Þá var
ég á kajak í Munkaþverá fyrir norð-
an í miklum leysingum og festist
bak við foss. Það þurfti að gefa mér
smá súrefni en annars hef ég aldrei
brotið bein eða neitt slíkt á þessum
sjö árum sem ég hef stundað kajak-
íþróttina,“ segir Erlendur, sem verð-
ur á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég
suður, á Ísafirði um páskana. Með
í farangrinum verða bæði snjó- og
brimbretti enda aldrei að vita nema
færi gefist á góðum öldum.
Erlendur, sem er með íbúðina
sína fulla af brimbrettum og þvotta-
húsið fullt af snjóbrettum, skorar á
Elvar Þrastarson, til að segja frá æv-
intýrum sínum í næsta helgarblaði
en hann er einnig mikill kajaká-
hugamaður.
Spennandi
skíðabrekkur
Tröllaskaginn skartar
mörgum hrikalegum
fjöllum sem gaman er
að ganga á og renna
sér niður á snjóbretti.
Fagrar flúðir Á sumrin stundar Erlendur
kajakíþróttina af krafti á íslandi en á veturna er
snjóbrettið tekið fram. Þessi mynd af honum er
tekin í ánni madi kohla í Nepal árið 2005.
Engifer er talið fyrirbyggjandi við ferðaveiki og því óvitlaust fyrir
þá sem viðkvæmir eru fyrir róti að taka jurtina inn áður en lagt er
í hann. Áhrif engifers gegn ógleði eru talin stafa af efnum sem
nefnast gingeról og sjógaól. Jurtin er einnig sögð minnka
höfuðverki, gigtarverki, hálsbólgu og dregur líka úr tíðaverkjum.