Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 71

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 71
TónlisT Plötuumslög Bjarkar hafa ávallt vakið eft- irtekt. Nýjasta plata hennar, Volta, er engin undantekning, en í viðtalsröð við tónlistarvef- miðilinn Pitchforkmedia segir hún frá hug- myndum sínum um umslagið, en á því sést stúlka í athyglisverðum búningi á rauðum bakgrunni. „Fyrst og fremst vildi ég skemmta mér vel við alla gerð plötunar. Plötuumslag- inu er ætlað að sýna heiðinn kvenleika og að vissu marki femínisma, sem er nokkurn veginn þemað í tónlistinni á Volta. Það fjall- ar ekki endilega um mig sem konu, heldur miklu frekar konur almennt,“ sagði Björk. „Það má segja að ég sé að skírskota til þeirr- ar ímyndar sem konur, sem gengu á jörðinni fyrir tíu þúsund árum höfðu, þær lifðu í sátt við náttúruna og einnig er þetta vísun til þess að á hverju ári eru þrettán full tungl og flest- ar konur fara á blæðingar þrettán sinnum ári. Síðan kom kristindómurinn og breytti þessu skyndilega í tólf mánuði ári, bara til þess að breyta því sem fyrir var, þrátt fyrir að vera úr takt við náttúruna,“ sagði Björk, en hún hefur áður gagnrýnt trúarbrögð fyrir að stuðla að sundrung í heiminum. „Ég vildi einnig ná fram einhverskonar vúdú áhrifum, til þess að losna við spennu, en á já- kvæðan hátt. Andrúmsloftið í myndatökunni fyrir plötuumslagið var einstakt, það var mjög gaman, því myndatakan snérist ekki um mig, hún snérist miklu frekar um það að fagna fornri menningu, en á sama tíma nýrri.“ valgeir@dv.is Pearl Jam á Lollapalooza Hljómsveitin Pearl Jam hefur nú tilkynnt að einu tónleikarnir sem fyrirhugaðir séu í Bandaríkjunum á þessu ári séu á Lollapalooza- tónlistarhátíðinni í ágúst. Rokkararnir munu koma fram þann 5. ágúst í Grant Park í Chicago þar sem hátíðin fer fram. Hljómsveitin hefur hins vegar ákveðið að fara í tónleikaferðalag um Evrópu, þar með talið munu þeir spila á Wembley-sviðinu í London þann 18. júní. Lollapalooza-tónlistarhátíðin hefur farið fram árlega frá árinu 1991 en það var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar James Addiction, Perry Farrell, sem kom henni fyrst á fót. Tónlistarakademía DV segir Kíktu á þessa! Bande Apart - Nouvelle Vague Post War - M.Ward The Greatest - Cat Power Wincing the night away - Stins Sound of Silver - LCD Soundsystem Píanó í friðar- ferð Píanóið sem Bítillinn John Lennon spilaði á á sínum tíma er nú á leiðinni í tónleika- ferðalag. Tónleika- ferðalagið er sérstakt friðarferða- lag en Lennon samdi meðal annars hið klassíska lag Imagine á umtalað píanó, sem er nú í eigu tónlistarmannsins George Michael. Píanóið ferðast nú á milli staða þar sem ofbeldisglæpir og morð hafa verið framin í gegnum tíðina og á að vera táknmynd friðar á þessum stöðum. Píanóið mun verða ljósmynd- að á hverjum stað og mun í dag verða ljósmyndað í Memphis þar sem Marthin Luther King var skotinn til bana fyrir 39 árum síðan. Flea ósáttur Bassaleikari Red Hot Chili Peppers er ekki par ánægður þessa dagana. Ástæðan er sú að einhver er búin að skilja eftir sig skilaboð víðs vegar á myspace og víðar á internet- inu undir nafninu hans nafni. Skilaboðin eru flest full haturs í garð þeldökkra og niðrandi skilaboð. „Mér finnst hræðilegt að einhver skuli virkilega vera að skrifa svona rasista skilaboð og jafnvel verra finnst mér að einhver skuli gera það undir mínu nafni.“ segir Flea. Að lokum varar hann þann aðila sem stendur að baki þessum skilaboðum við því að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að stöðva hann. Iceland Airwaves hátíðin í ár er þegar farin að taka á sig mynd. Breska sveit- in Bloc Party og New York-sveitin !!! eru meðal þeirra sem boðað hafa komu sína í ár. Þrjá- tíu og fjögur atriði hafa verið bókuð á hátíðina í ár og hafa margar vinsælustu hljómsveitir lands- ins staðfest komu sína. Formlegt um- sóknarferli fyrir vongóðar hljóm- sveitir sem vilja spila á hátíðinni er þó en ekki hafið: Hr. Örlygur hefur tilkynnt að breska indí-rokksveitin Bloc Party verði ein þeirra sveita sem koma fram á Ice- land Airwaves hátíðinni, sem fram fer í október í haust. Bloc Party er í hópi allra stærstu hljómsveita sem hafa spilað á Iceland Airwaves. Sveitin hefur notið mikillar velgengni beggja vegna Atlandshafsins frá því sveitin gaf út aðra breiðskífu sína, A Week- end in the City, en platan hefur hlot- ið mikið lof gagnrýnenda. Fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm sem kom út í upphafi ársins 2005 naut einnig mik- illa vinsælda og kom sveitinni á kortið sem einni af athyglisverðustu hljóm- sveitum Bretlands. Rúmlega þrjátíu atriði þegar staðfest Auk Bloc Party hefur kanadíski rapp- arinn Buck 65 boðað komu sína ásamt indí-sveitinni Of Montreal. New York- sveitin með óþjála nafnið !!! (bor- ið fram tjikk tjikk tjikk) hefur einn- ig boðað komu sína á hátíðina, en sveitin hefur notið mikilla vinsælda og fylgir nú eftir plötunni Myth Takes, sem fengið hefur góðar viðtökur víðs- vegar. !!! þykir frábær tónleikasveit og hefur lengi verið rómuð fyrir sviðs- framkomu sína og dansvæna tón- list. Indí-sveitin Best Fwends frá Tex- as hefur boðað komu sína og sænska söngkonan Jenny Wilson hefur einn- ig verið bókuð á hátíðina, en hún leik- ur dansvænt stelpu-indípopp og fylg- ir um þessar mundir eftir plötu sinni Love and Youth. Íslenskt stórskotalið Þó svo formlegt umsóknarferli fyrir framkomu á hátíðinni sé ekki en haf- ið, eru framásveitir úr íslensku tón- listarsenunni óðum að tínast inn í dagskránna. Af íslenskum hljómsveit- um og tónlistarfólki sem þegar hef- ur boðað komu sína á Airwaves í ár má nefna Múm, Lay Low, Pétur Ben, GusGus, Benna Hemm Hemm, Am- pop, Últra Mega Technobandið Stef- án, Dikta, Hjaltalín, Retro Stefson, Gavin Portland og hljómsveitina Reykjavík! Þá hefur Mugison einnig staðfest komu sína, en hann vinnur um þess- ar mundir við að semja tónlist fyrir kvikmyndaútgáfu leikstjórans Walt- er Salles að bókinni On the road. Ice- land Airwaves hátíðin fer fram 17. til 21. október í ár. valgeir@dv.is Heiðinn femínismi Stjörnum prýdd Airwaves hátíð Mugison Kemur fram á Iceland Airwaves í ár ásamt fjölda íslenskra listamanna. Bloc Party Sveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur nú verið bókuð á Iceland Airwaves hátíðina. Björk ræðir umslag Volta við hinn virta tónlistarvefmiðil Pitchforkmedia.com MIðVIKuDAGuR 4. MARS 2007DV Páskablað 71

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.