Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 18
H ópur undir forystu Heiðars Más Guð- jónssonar sleit við- ræðum við Seðla- banka Íslands um kaup á Sjóvá-Almennum trygging- um og gaf þá skýringu að því réði óhæfilegur dráttur á afgreiðslu málsins af hálfu seljanda, þ.e. þess sem þar fór með 73% hlut, Seðla- banka Íslands. Heiðar Már sakar Seðlabankann um ófagleg vinnu- brögð og hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á tilteknum þáttum í meðferð málsins. Kaupendahópur Heiðars Más bauð 11 milljarða fyrir Sjóvá og hann telur að það hafi ver- ið 5 milljörðum hærra en boð næst- bjóðanda, hóps sem innihélt m.a. Framtakssjóðs Íslands sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða. Heiðar Már er afar ósáttur við þessi málalok sem hann segir að kunni að leiða til skaðabótaskyldu Seðlabankans, auk þess sem bankinn og aðrir selj- endur hafi orðið af miklum verð- mætum. Einkavæðing í vaskinn „Þetta snýst í raun og veru um fyrstu einkavæðinguna sem þessi ríkisstjórn fer af stað með enda er Sjóvá í dag sannarlega ríkisfyrir- tæki,“ segir Heiðar Már og rekur það að farið hafi verið af stað með opið ferli þar sem öllum hafi verið boðið að taka þátt. „Við vorum með langhæsta tilboðið,“ segir Heiðar Már,“ og gagnrýnir aðkomu Heim- is Haraldssonar, stjórnarformanns Sjóvár, í upphafi máls sem hann seg- ir að hafi tafið málið auk þess sem hópnum hafi í ferlinu borist upplýs- ingar um að verið væri að gera til- raunir til að fá aðra bjóðendur aftur að borðinu, líklega fyrir tilstilli for- stjóra tryggingafélagsins að undir- lagi stjórnarformannsins þótt boð Heiðars og tengdra aðila hafi verið miklu hærra og auk þess búið að ákveða að velja þann hóp til að halda áfram í samningaviðræðum. Eftir afgreiðslu máls sem skipti sköpum, þ.e. hvernig rannsókn og hugsanleg sekt ESA, eftirlitsstofn- unar EFTA, gæti haft áhrif á Sjóvá því ef sú rannsókn færi á versta veg gat þurft að afturkalla allt fjárfram- lag sem ríkið hafði lagt til Sjóvár sem þýddi gjaldþrot félagsins. „Við þurftum til dæmis að finna það í samningum hvernig hægt væri að leysa málið og gerðum það í septem- ber,“ segir Heiðar Már. „Samningurinn var svo tilbúinn og ásættanlegur að mati bæði lög- fræðinga Íslandsbanka, sem var að selja lítinn hlut, og Seðlabank- ans sem var að selja stærsta hlut- inn. Framkvæmdastjóri eignasafns Seðlabankans mælti með þessu en skildi síðan ekkert í því af hverju ekki var skrifað upp á samninginn,“ segir Heiðar Már en bætir við að í símtali seðlabankastjóra til sín 7. október síðastliðinn hafi komið í ljós að þótt samningurinn væri tilbúinn treysti hann sér ekki til að skrifa upp á hann því sér hefði verið tjáð að hugsanlega kynni útgáfa skulda- bréfa Ursus, félags sem Heiðar Már ætlaði að nota til að fjárfesta í Sjóvá, að brjóta í bága við reglur Seðla- bankans. Ekkert í skuldabréfaútgáfunni stangast á við lög „Þetta var tilbúningur,“ segir Heið- ar Már og segir seðlabankastjóra ekkert hafa viljað hlusta á það sem hann hafði að segja. „Allir sem voru með mér í kaupendahópnum voru með sín félög og við vorum með fyr- irhugaða fjárfestingu okkar í eðli- legu umsóknarferli hjá Fjármála- eftirlitinu eins og lög gera ráð fyrir. Ursus skuldaði engum neitt, nema mér, og var með hundruð milljóna eigið fé. Ég þurfti að styrkja fjár- hag félagsins enda er mitt fé að mestu annars staðar en inni í þessu félagi. En það að leggja félagi til eigið fé án þess að vita hvort af við- skiptum verður, getur verið óhag- kvæmt vegna þess að peningarnir læsast inni og það getur verið erfitt að ná þeim út aftur. Ég ákvað því m.a. að fara í skuldabréfaútboð þar sem fyrirtækið gaf út skuldabréf og það væri svo hægt að breyta þeim skuldabréfum í eigið fé ef af við- skiptunum yrði. Það er þessi skuldabréfaútgáfa sem gerð er athugasemd við, það að íslenskt félag gefur út skuldabréf í krónum. Ég veit ekki hvað þeir telja að ég hafi gert, þeir hafa ekki upplýst mig með skýrum hætti um það, en ég held að þeir vilji meina að þær krónur sem ég legg félaginu til séu hugsanlega aflandskrónur eða séu einhvern veginn brot á gjald- eyrisreglum, sem er algjörlega úr lausu lofti gripið. Ég fékk þrjá virta lögmenn á þremur mismunandi lögfræðistofum til að skoða þetta enda hélt ég fyrst að um misskiln- ing væri að ræða, trúði ekki mínum eigin eyrum. Allir fullyrtu þeir að ekkert í þessari skuldabréfaútgáfu stangaðist á við lög, reglugerðir eða leiðbeiningar sem Seðlabankinn hefur gefið út. Menn hafa fengið á tilfinninguna að seðlabankastjór- inn væri hugsanlega að nota þetta sem tylliástæðu til að halda mér frá kaupum á Sjóvá. Vildi bola mér út úr kaupenda- hópnum Viku síðar hringir seðlabankastjóri í Birgi Tjörva Pétursson, lögfræðing kaupendahópsins, og segir honum að það séu þrír möguleikar í stöð- unni. Í fyrsta lagi að klára kaupin í samræmi við samninginn sem lá á borðinu með minni þátttöku en það sé ólíklegasta niðurstaðan. Annar kostur sé að hætta við, sem hann kveður ekkert sérstakt vandamál fyrir bankann, sem kemur á óvart í ljósi athugunar ESA. Hinn þriðji sé að mér sé hent út úr hópnum en hinir haldi áfram og það sé líkleg- asta leiðin til að klára málið hratt og örugglega. Með öðrum orðum að kaupin gengju eftir án þátttöku minnar. Seðlabankastjóri virtist því vera tilbúinn að skrifa undir við- skiptin en bara án mín og án þess að telja sig þurfa að rökstyðja það frekar. Seðlabankastjóri hringir sjálfur í lögmann kaupendahópsins og viðr- ar þá hugmynd að mér verði bolað út úr kaupendahópnum og spyr hvort aðrir í hópnum séu upplýstir um það að hann hafi talað við mig um fyrirtækjaskuldabréf sem Ur- sus hafi gefið út og hvort það stand- ist gjaldeyrisreglur. Lögmaðurinn sagðist vita allt um málið og að ekk- ert væri í útboðinu sem þyrfti að hafa áhyggjur af. Allt væri löglegt og að hann skildi ekki hvert seðla- bankastjóri væri að fara. Fimm milljörðum almennings kastað á glæ Þarna vorum við að borga 11 millj- arða en þeir sem buðu næsthæst buðu líklega 6 milljarða þannig að seðlabankastjóri væri að kasta fimm milljörðum af fjármunum almenn- ings á glæ ef hann opnaði nú á fjár- festingu þess sem næsthæst bauð. Finnbogi Jónsson hjá Framtaks- sjóðnum svaraði því raunar, þegar gengið var á hann á dögunum, að það væri ekki á borðinu hjá þeim að kaupa Sjóvá. Og af hverju ættu þeir að gera það? Af hverju ætti einhver að vilja taka þátt í söluferli á Sjóvá eftir þetta? Við vorum þeir einu sem buðum nálægt því sem lagt var til fyrirtækisins. Ætli þeir myndu bara bjóða fjóra milljarða, eða tvo, næst. Mér virðist seðlabankastjóri hafi Seðlabankastjóri hótaði að siga á mig lögreglunni Allir lögfræðingarnir fullyrtu að ekkert í þessari skuldabréfaútgáfu stangaðist á við lög, reglu- gerðir eða leiðbeiningar sem Seðlabankinn hefur gefið út. Heiðar Már Guðjónsson Seðlabankastjóri er bara að hóta mér, hann er að hóta að siga á mig lögreglunni á meðan ég sjálfur er að berjast fyrir mannorði mínu út af einhverjum staðlausum árásum í DV. Ljósmynd/Hari Heiðar Már Guðjónsson segir að kaupendahópur hans hafi lagt tugi milljóna króna fram vegna kaup- tilboðsins í Sjóvá. Endur- skoðendum hafi verið greitt fyrir uppgjörsvinnu á fyrirtækinu og endur- skoða hafi þurft alla reikn- inga. Þá hafi farið fram tryggingafræðileg úttekt og lögfræðingar hafi gert lögfræðilega úttekt. Auk þess hafi aðili frá Arion banka farið yfir fjármálin. Ónefnd sé þá vinna allra í kaupendahópnum allan þennan tíma. Hvað skaðabætur varðar segir Heiðar Már að öðruvísi virðist vera tekið á þeim málum hér en erlendis. Ytra séu þær hluti af framtíðarhagnaði. „Ætli íslenska dómskerfið líti ekki til þess kostnaðar sem við höfum lagt út, kannski sinnum tveir,“ segir hann. „Við höfum eytt heilu ári í málið og ég er búinn að missa stóran hluta af mann- orðinu út á þetta,“ segir Heiðar en tekur fram að hann óski Sjóvá alls hins besta. Atburðarásin að undanförnu hafi verið það síðasta sem félagið þurfti á að halda. -jh Tugmilljóna króna kostnaður Heiðar Már Guðjónsson sakar Seðlabankann um ófagleg vinnubrögð og kannar hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar. Hann segir almenning hafa orðið af fimm milljörðum króna. 18 úttekt Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.