Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 30
Þ egar upp er staðið má segja að ég sé ótrúlega vel stemmd-ur núna og kem þokkalega heill undan þessu öllu saman. En auðvitað hafa þetta verið sérstakir tímar og skrítin tvö ár, eða nánast þrjú ár, vegna þess að það var ekki nema örfáum mánuðum eftir að ég kom í ráðuneytið sem húsið fór í rauninni að hristast á grunninum og maður fór að átta sig á að í mikið óefni stefndi. Þetta voru róstusöm og mjög erfið ár fyrir okkur öll og maður er ekkert undanskilinn í því. Þegar Björgvin sagði af sér dró hann sig út úr skarkalanum og hélt sig að mestu heima á Selfossi. Hann hafði hægt um sig á pólitíska svið- inu og beið þess sem verða vildi þar til niðurstaða skýrslu Rannsóknar- nefdnar Alþingis lægi fyrir. „Það var mjög háspennt stemning þegar skýrslan kom út og maður færðist svolítið undan því. Ég ákvað sjálfur, þegar þetta fór í þennan farveg, að fara í burtu á meðan þingmanna- nefndin var að klára málið. Þá vissi ég ekki hvort það yrðu tveir mán- uðir eða sex. Og hvort þeir mánuðir yrðu svo jafnvel tólf. Maður hafði ekki hugmynd um það. Þannig að fyrstu vikurnar voru mjög erfiðar og sérstakar og auðvitað leið mér ekki vel þá. Það var auðvelt að tapa sér í vangaveltum um að það væri allt í rúst og maður ætti sér ekki viðreisn- ar von. Þetta væri eitthvert óveður sem myndi feykja manni um koll – persónulega og pólitískt. En ég var nú staðráðinn í að láta það ekki ger- ast og reif mig bara á lappirnar eftir nokkurra vikna rot.“ Skrifaði sig frá erfiðri reynslu Fljótlega eftir að Björgvin tók á sig rögg kviknaði hugmyndin um að festa undangengna atburði á bók. „Ég vildi bæði gera þetta á meðan atburðirnir væru mér sæmi- lega ferskir í minni og hins vegar til þess að draga lærdóm af þeim án þess að ég væri nokkuð staðráðinn í að gefa þetta út. Ég ákvað það í raun- inni ekki fyrr en í haust. Ég skrif- aði nokkra klukkutíma á dag í allt sumar og hafði mjög gaman af því og fann það strax að burtséð frá því hvort ég gæfi þetta út eða ætti þetta bara þá var þetta mjög gagnlegt og ágætt að gera.“ Björgvin segir að þessi vinna hans hafi hjálpað honum að vinna úr þess- ari erfiðu reynslu. Fólk hafi almennt tilhneigingu til að loka á það sem því reynist erfitt í lífinu þegar frá líður og jafnvel reyna bara að gleyma. Hann hafi farið í gegnum þetta allt saman aftur og endurupplifað á meðan hann skrifaði. „Það hafði mikið gildi fyrir mig að gera þetta og þegar ég var búinn að þessu þá fann ég að það var mjög þungu fargi af mér létt. Mér leið bara prívat og persónulega betur. „Ég notaði líka tækifærið og spjallaði við ýmsa sem voru á þessum vettvangi með mér og það var mjög gott.“ Ekki málsvörn Björgvin segist ekki líta á bókina sem sérstaka málsvörn sína. „Ég geri það ekki en auðvitað upplifa einhverjir bókina þannig og það er ekkert rangt við það. Þetta er bara fyrst og fremst reynslusaga, saga sem ég upplifði. Þetta voru sögulegir atburðir bæði í Varð Össuri sár og reiður Björgvin hefur verið í innsta hring Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra allan sinn stjórnmálaferil. Þeir hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt en Björgvini fannst Össur vera einn þeirra sem brugðust honum í hvirfilbyl efnahagshrunsins. „Ég varð sár og reiður út í Össur. Við erum trúnaðarvinir, félagar og bandamenn í mörg, mörg ár. Við höfum staðið saman í gegnum allt; formannskjör hans og alla hans formanns- tíð í Samfylkingunni. En þarna reiddist ég honum og ég segi frá því í bókinni og dreg þar ekkert undan. Svo velur maður bara, annað- hvort endar maður samskipti og vinskap við fólk út af einhverjum svona atburðum eða maður ræðir þá bara heiðarlega og gerir þá upp og heldur svo áfram. Við erum alltaf að gera mistök í mannlegum samskiptum og ég get svo sannarlega sagt að þau voru mörg gerð á þessum tíma.“ lýðveldissögu okkar og sögu þjóð- arinnar. Þetta er frásögn af minni upplifun og hún er sönn, heiðarleg og sanngjörn miðað við hvernig hún snýr við mér á þessari stundu. En hún er ekki saga annarra af þess- um atburðum. Ég gerði mitt besta í þessari bók og var ekkert að hlífa mér eða því sem ég gerði eða gerði ekki. Ég birti þarna bæði hluti sem eru góðir fyrir mig og slæmir. Ég er ekki sammála því að ég hafi kosið að muna sumt en annað ekki. Það má endalaust rökræða það og ef ein- hverjum finnst ég hafa gert það þá er það bara svoleiðis. En ég vona að ég hafi ekki gert það.“ Keyrði með bók heim til Geirs Eins og gefur að skilja koma margir við sögu í bók Björgvins og suma þeirra hittir hann nánast dag- lega á þingi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir reiði í sinn garð fyrir að segja þessa sögu en auðvitað sýnist hverjum sitt. Björgvin hafði ekki hitt Geir Haarde lengi og ákvað því að heimsækja forsætisráðherr- ann fyrrverandi og færa honum eintak um leið og bókin kom út. „Ég hafði ekki séð Geir Haarde síðan hann fór af þinginu eftir kosn- ingarnar í apríl 2009 og daginn sem bókin kom út renndi ég heim til hans, bankaði upp á hjá honum og afhenti honum bók án þess að gera boð á undan mér. Hann bauð mér inn og við áttum skemmtilegt spjall saman og ég fékk síðan viðbrögð frá honum. Sumir sem koma við sögu eru auðvitað ekkert sammála öllu sem ég segi eða mínum viðhorfum en ég held að flestum finnist ég ágætlega sanngjarn í umfjöllun um menn og málefni. Ég er ekkert að reyna að hjóla í einhvern að ósekju, gera hlut einhvers verri eða útmála einhverja sem sökudólga ófaranna umfram aðra. Ég er bara að segja söguna eins og hún lítur út fyrir mér. Svo getur hver og einn dregið sínar ályktanir af því. Ég gagnrýni samt ýmislegt sem fór úrskeiðis, eins og þessa hörmulegu atburðarás yfir Glitnishelgina. Um leið reyni ég svo sem að finna fólki það sem það hefur sér til málsbóta. Auðvitað eru sjálfsagt einhverjir ekki sáttir við allt en ég hef ekki orðið sérstaklega var við það. Líður vel í Samfylkingunni Björgvin viðraði á dögunum hug- myndir sínar um að ef til vill væri tímabært að huga að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann segir þetta þó ekki segja neitt um það hvernig honum líði í Samfylkingunni enda sé þetta eitthvað sem hann hafi tal- að um jafnt og þétt í mörg ár. „Mér líður ágætlega í Samfylkingunni í sjálfu sér og ég vona að hún nái sér ágætlega á strik út úr þessu öllu,“ segir Björgvin og bætir við að Sam- fylkingin hafi gengið samstiga til móts við erfið verkefni og deilur og flokkadrættir innan hennar séu ekki í neinni líkingu við það sem gangi á í öðrum flokkum. Þá hefur hann engar áhyggjur af leiðtogakreppu þegar Jóhanna Sigurðardóttir stíg- ur af sviðinu, án þess að hann vilji fara djúpt ofan í þá sálma. „Það er svo merkilegt þegar menn velta mikið fyrir sér hverjir taka við og hvort leiðtogi sé í augsýn. Réttu Stóð upp eftir rothögg Björgvin G. Sigurðsson var 36 ára þegar hann fékk stærsta tækifærið á sínum pólitíska ferli og tók við viðskiptaráðuneytinu sumarið 2007. Framtíðin reyndist þó síður en svo jafn björt og útlit var fyrir og í janúar árið 2009 sagði Björgvin af sér sem viðskiptaráðherra, reynslunni ríkari eftir efnahags- hrunið. Björgvin hefur gert þennan átakatíma upp í bók sinni Stormurinn – Reynslusaga ráðherra. Hann ræðir hér við Þórarin Þórarinsson um pólitíska framtíð sína, heiftarlega reiði í garð samherja sinna sem hann hefur þurft að vinna úr og óvænta heimsókn til Geirs H. Haarde. Ljósmyndir/Hari. Björgvin G. Sigurðsson reif sig upp í sumar eftir rothögg bankahrunsins og gerði upp við erfiða fortíð síðustu ára með bókarskrifum. Björgvin var sár og reiður út í Össur Skarphéðinsson, vin og vopnabróður til margra ára, en þeir félagar hafa gert atburði banka- hrunsins upp. 30 viðtal Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.