Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 34
Auglýsing dagblað 5d x 10 cm
mikið úrval fyrir
allar gerðir bíla
góð greiðslukjör
Rauðhellu 11, Hfj.
568 2035
Hjallahrauni 4, Hfj.
565 2121
Dugguvogi 10
568 2020
www.pitstop.is
VAXT
ALAU
ST
VISA & MAS
TE
RC
A
R
D
VA
X
TA
LA
US
T Í
AL
LT AÐ 6 MÁNUÐI
ÞRJÁR FULLKOMNAR
ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR
VETRARDEKK VERÐFRÁBÆRT
Verðdæmi m.v.
15% staðgreiðs
luafslátt
175/65 R 14 – Fr
á kr. 9.775
185/65 R 14 – Fr
á kr. 10.498
185/65 R 15 – Fr
á kr. 11.475
195/65 R 15 – Fr
á kr. 11.815
205/55 R 16 – Fr
á kr. 14.365
En á endanum tókum við maður-
inn minn þá ákvörðun að gera þetta
ekki og sleppa lyfjameðferðinni.“
Hún segir að læknirinn hafi þá
tekið í höndina á henni og sagt að
kæmi í ljós að ákvörðunin væri ekki
sú rétta tækju þau sameiginlega á
því. Ákvörðunin hefur þó hingað til
reynst sú rétta. Íris Björk hefur ver-
ið í reglulegu þriggja mánaða eftir-
liti síðan hún fór í stóru aðgerðina
en um daginn var það lengt í hálfs
árs eftirlit. Tæp fjögur ár eru frá að-
gerðinni en miðað er við að fimm
ár þurfi að líða áður en hægt sé að
segja að Íris Björk hafi náð fullum
bata. „Eftir þessi fimm ár eiga lík-
urnar á að ég fái krabbamein að
vera eins og hjá hverjum öðrum.“
Gullfólkið án upplýsinga
Ristilkrabbamein er alls ekki al-
gengt meðal svo ungs fólks og ívið
algengara hjá körlum en konum.
Samkvæmt vef Krabbameinsfélags-
ins greinast um 57 karlar á ári og
45 konur. Meðalaldur þeirra sem
greinast er 71 ár og látast um tutt-
ugu af hvoru kyni árlega úr því, 22
karlar og 19 konur. Íris er nú með-
limur í félagsskap þeirra á vegum
Krabbameinsfélagsins sem hafa
lifað af ristilkrabbamein. Henni
finnst mikilvægt að fé verði veitt til
skimunar á ristilkrabba ekki síður
en brjósta- og leghálskrabbameini.
Og þegar hún hugsar um starfs-
fólk Landspítalans er hún sátt og
kallar það gullfólkið. „Það er rosa-
lega vel hugsað um mann á spítal-
anum.“ Annað mál segir hún hins
vegar að skyggi á íslenska heil-
brigðiskerfið. Upplýsingar fylgi
ekki sjúklingum á milli heilbrigðis-
stofnana. „Í hvaða höndum lendir
sá sem liggur hér rænulaus úti á
götu og er ekki til frásagnar? Það
pirrar mig að þurfa alltaf að þylja
upp sjúkrasögu mína sárkvalin. Ég
óttast að gleyma atriðum sem skipta
máli. Þetta er galli við kerfið og erf-
itt að skilja af hverju sjúkrasagan er
ekki aðgengileg læknum.“ Hún lýsir
því þegar hún fór í fyrsta sinn, fer-
tug, í brjóstamyndatöku hjá Krabba-
meinsfélaginu. Ber hafi fundist í
öðru brjósti hennar og hún verið
boðuð í frekari skoðun. Ofsaleg
hræðsla hafi gripið hana en lækn-
arnir hjá Krabbameinsfélaginu hafi
ekki haft vitneskju um ristilkrabb-
ann og ekki upplýst krabbameins-
lækni hennar um berið. „Ég bar því
upplýsingarnar á milli. Hvernig fer
gamalt fólk að, sem sækja þarf til
margra sérfræðinga? Ég velti því
fyrir mér af hverju ekki er hægt að
leigja vídeómynd án þess að gefa
upp kennitölu en um sjúkrasöguna
þurfi að ríkja leynd.“
Styrktist í trúnni
Íris Björk ber silfurkross um
hálsinn og segir að fram að þess-
ari reynslu hafi hún búið að sinni
barnatrú. En kvöldið fyrir aðgerðina
stóru hafi komið til hennar hjúkr-
unarfræðingur sem bjó hana undir
aðgerðina. „Hún vafði fætur mína
og setti í sokka. Blóðþrýstingurinn
var mældur og ég sprautuð. Hún
spurði mig: Ertu trúuð? Ég var búin
að vera dofin, frosin, og var föst en
svaraði: Já, bara svona venjulega.
Hún tók þá utan um mig og sagði að
við skyldum fara saman með bænir,
mér liði örugglega betur. Við báðum
til Guðs og einhvern veginn hjálp-
aði það mér. Ég fór að biðja Guð um
hjálp og í kjölfarið að þakka honum
fyrir. Það er gott að hafa eitthvað og
hver velur sitt fyrir sig.“
Eftir að sjúkravistinni á Landspít-
alanum lauk hjálpaði móðir Írisar
Bjarkar þeim hjónum við heimilis-
störfin sem maður hennar sá um
að öðru leyti. „Ég var í mjög góðu
formi þegar áfallið dundi yfir og
læknarnir segja að það hjálpi til í
svona aðgerð og auðveldi manni
að ná sér aftur.“ Og sú barátta hafi
verið erfið. Fyrsta mánuðinn heima
hafi hún vart farið út en smátt og
smátt gat hún gengið upp stigann
milli hæða, farið í kringum húsið
og svo farið lengri leiðir og unnið
þrekið til baka.
Ákváðu fæðingu án inngrips
Hún var í vikulegu mæðraeftirliti
og sónar eftir aðgerðina. „Það er
svo margt í mörgu og margt í litlu.
Skurðurinn þótti svo stór að ekki
væri forsvaranlegt að taka líka
keisaraskurð, því það myndast svo
mikill örvefur. Forstjóri fæðingar-
deildarinnar kallaði mig því til sín
og sagði að það gengi svo vel hjá
mér að hún vildi að ég eignaðist
barnið eðlilega.“ Íris Björk segir
að þótt læknar hafi ekki allir verið
sammála þessu sé hún mjög ánægð
með þessa ákvörðun í dag.
„Ég veit í dag að örvefir eru eins
og kóngulóarvefir inni í manni.
Garnirnar og þarmarnir geta flækst
í honum – og þá myndast samgrón-
ingar. Annar skurður hefði því þýtt
ennþá fleiri samgróninga,“ lýsir Íris
en var uggandi.
„Ég var með stækkandi maga og
gróandi sár. Ég verð að viðurkenna
að ég var svo hrædd um að saum-
urinn myndi einfaldlega gefa sig.
Meðgangan var því ekki auðveld en
gekk þó með ólíkindum — og ég veit
ekki hvort það var tilviljun eða hvort
líkaminn stýrði því en það var eins
og hún hefði fært sig til í leginu og
sparkaði í hægri síðuna á mér en
ekki þá vinstri, þar sem skurður-
inn lá.“ Hún segir þó að þegar litla
stúlkan hafi í örfá skipti sparkað í
gróandi sárið hafi það verið ofsalega
sárt.
Einn læknanna sem vildi að Íris
færi í keisara vildi tryggja að hún
gengi ekki fram yfir settan dag,
þann 17. apríl 2007, með barnið og
bókaði hana í tíma deginum áður,
þar sem fæðingin yrði sett af stað
væri hún ekki þegar búin að eiga.
„Þann 16. pakka ég niður í tösku og
mæti niður á Landspítala. Ég var
sett í mónitor og á meðan ég sit í
honum byrja hríðirnar. Ég var því
ekki gangsett.“ Fæðingin gekk vel
og Gígja fæddist settan dag, alheil-
brigð og flott þrettán marka stúlka.
Hversdagurinn ekki sá sami
Lífið hefur nú sinn vana gang í
Grafarvoginum þar sem Íris Björk
býr með æskuástinni sinni og fjöl-
skyldunni sem þau hafa stofnað.
Hún vinnur hjá lögmannsstofunni
Logos eins og hún gerði þegar
áfallið dundi yfir. Hún þarf að passa
mataræðið meira og betur og fær
krampa og samgróninga. „En ég
hef aldrei lent í neinu alvarlegu eft-
ir aðgerðina.“ Spurð um líðan sona
þeirra þá daga sem hún var að kljást
við krabbann segir hún að þau hjón-
in hafi útskýrt málin fyrir þeim eins
vel og þau gátu. „Sá yngri vildi nú
aðeins fá að vita hvort ég myndi lifa
eða deyja. Það var ekkert þar á milli
enda vilja börn gjarna hafa hlutina
svart á hvítu.“ En breytti reynslan
lífi hennar?
„Já, hún hefur bæði styrkt mig
og veikt. Ég upplifi meiri ótta. Sem
betur fer er í mannsins eðli að velta
sér ekki upp úr því sem getur gerst.
Fólk fer í gegnum lífið áhyggjulaust
þar til eitthvað gerist. Nú grípur
mig hræðsla þegar ég hugsa um
það sem gæti gerst og þegar ég er
illa fyrirkölluð á ég það til að hugsa:
Hvað ef, hvað ef Þetta eru líka til-
finningar sem nýbakaðar mæður
upplifa og það hjálpaði ekki til,“
segir Íris Björk kímin.
„En þessi reynsla kenndi mér að
þakka fyrir mig. Þetta ferli gekk
eitthvað svo með ólíkindum vel og
fór fram úr öllum björtustu vonum.“
Fólk fer í
gegnum lífið
áhyggjulaust
þar til eitthvað
gerist. Nú gríp-
ur mig hræðsla
þegar ég hugsa
um það sem
gæti gerst og
þegar ég er illa
fyrirkölluð á
ég það til að
hugsa: Hvað ef,
hvað ef ?
Íris Björk með dóttur sína Gígju Björk í
fanginu. Maður hennar, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, og yngri sonurinn Viðar Snær
sitja fyrir aftan þær mæðgur. Á myndina
vantar eldri soninn, Valdimar Viktor.
Ljósmynd/Hari
upplifa það enda var ég í afneitun um alvar-
leika sjúkdómsins.“ Krabbameinslæknirinn
hennar hefði þó, við áhyggjur þeirra hjóna,
nýtt sér tengslanet sitt við erlenda lækna og
leitað álits þeirra á því hvort Íris Björk gæti
sleppt lyfjameðferðinni.
„Það voru rosalega skiptar skoðanir um
þetta meðal lækna og þetta endaði þannig að
um 60% töldu lyfjameðferðina þarfa en 40%
ekki. Þetta ferli stóð út febrúarmánuð og þá
urðum við að taka ákvörðun um framhaldið.
Ég mætti til læknisins með þá von í hjarta að
hann tæki ákvörðunina fyrir mig og að hún
væri sú að hann segði mér að ég þyrfti ekki að
fara í lyfjameðferðina. Það endaði þó þannig
að ég varð að ákveða þetta sjálf. Hann sagði
mér að hann styddi hvora ákvörðunina sem
ég tæki en ákvörðunin væri mín. Svona ófrísk
hugsaði ég kannski ekki rökrétt. Mér fannst
svo sárt að hugsa til þess að vera í miðri lyfja-
meðferð, hundveik, og geta ekki haft barnið
á brjósti. Á móti komu svo hugsanir um að
ég þyrfti lyfjameðferðina – hún myndi hugs-
anlega bjarga lífi mínu. Ég var eins og jó-jó í
marga daga og sveiflaðist á milli ákvarðana.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
34 viðtal Helgin 26.-28. nóvember 2010