Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 64
40 viðhorf Helgin 26.-28. nóvember 2010 Aðventan byrjar á sunnudaginn, rétt si svona. Það þýðir að jólin nálgast óðfluga, svo ótrúlegt sem það er enda virðist svo sem síðustu jól hafi nánast verið í fyrradag. Áður kveið ég svolítið fyrir þessari fyrstu að­ ventuhelgi. Það er breytt eftir að við hjóna­ kornin fluttum okkur um set. Í garðinum hjá gamla húsinu okkar voru áratugagömul tré, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað konan vildi skreyta stærsta tréð með jólaljósum, akkúrat þessa fyrstu að­ ventuhelgi. Skipti þá öngvu hversu kalt var í veðri. Hún benti bónda sínum á nágrannana, gríð­ arlega skreytingamenn sem víluðu ekki fyr­ ir sér að klifra eftir mænum húsa sinna svo koma mætti fyrir jólaljósalengjum í ufsum. Ég neitaði að fara í þakskeggið en gaf eftir með tréð. Sú jólaiðja varð með árunum síst hættuminni en að klifra upp á bratt þak því tréð hækkaði um metra á ári, að minnsta kosti, líklega vegna gróðurhúsaáhrifanna. Í upphafi dugði að tylla sér á tær, síðan þurfti koll, loks tröppu en mörg undanfarin ár var ekki um neitt annað að ræða en stóran stiga. Tré veita stigum takmarkaða viðspyrnu þegar jólaseríur eru hengdar á þau. Það má því búast við talsverðri sveiflu, einkum þegar hátt er komið í stigann. Þegar við bætist bítandi kuldi aðventunnar er þetta hið versta starf og lukkan ein ræður hvort menn komast óskaddaðir frá. En hvað gerir maður ekki til þess að standast samanburð við nágrannana – og gleðja konuna. Það sem fer upp kemur niður, það er regl­ an. Eins er með jólaseríur. Þær þarf að taka niður þegar jólaorgíunni lýkur. Yfirleitt voru ekki liðnir margir dagar frá þrettánda þegar myndarlegu nágrannarnir klifruðu upp á svalir og þök og fjarlægðu ljósaskreyting­ arnar. Mér var tamara að láta janúar líða og febrúar líka. Konan fór yfirleitt ekki að ókyrrast verulega fyrr en kominn var mars og jólaljósin enn í stóra trénu. Lengst var bið hennar fram í apríl áður en bóndinn dratt­ halaðist út með stigann og tók niður jóla­ ljósin. Þá lá við að trén laufguðust kringum perurnar. Eftir að við fluttumst á nýja staðinn undr­ aðist konan áhuga minn á skipulagi garða. Slíku hafði hún aldrei kynnst áður í langri sambúð okkar hjóna. Í ár og áratugi hafði ég fallist á það með semingi að fara í garðabúð­ ir, kynna mér hellulagnir og jarðargróður. Lét minn betri helming að mestu um það. Nú var allt breytt. Skyndilega hafði ég skoð­ un á frágangi garða og gróðursamsetningu. Konan fagnaði þessu, batnandi manni var best að lifa. „Eigum við ekki að athuga með möl í garð­ inn í staðinn fyrir gras?“ sagði ég um leið og ég kynnti henni mismunandi grófleika mal­ arinnar. „Mölin myndar svo skemmtilegan kontrast við hvítan útvegginn,“ sagði ég og hljómaði eins og margreyndur landslags­ arkitekt. Svipur konunnar var svolítið und­ arlegur þegar þarna var komið ræðu eigin­ mannsins en lét gott heita. „Svo gætum við sett lággróður í mölina. Græni liturinn fer svo vel við gráar völurnar,“ bætti ég við og kaus að nota ekki orðið kontrast aftur þegar kom að litasamsetningum. Það var óþarfi að leggja of mikið á frúna. Kát með endurbættan eiginmann geng­ um við frá pöntun á möl í garðholuna. „Þetta er ekki sem verst,“ sagði konan þegar við vorum búin að dreifa úr malarbingnum. Þegar við bættust grænar skriðjurtir í möl­ ina gladdist hún enn frekar. „Þér er ekki alls varnað,“ bætti hún við, „þetta passar bara vel saman, en ættum við ekki að koma fyrir fallegum trám líka, að minnsta kosti einu góðu fyrir jólaseríuna?“ „Víst væri gaman að gróðursetja fallegt tré,“ sagði ég, þvert um hug mér, „en við verðum að sætta okkur við að hávaxinn trjágróður fellur bara ekki að svo mínímal­ ískum garði,“ bætti ég við og tók séns á að nota þessa lýsingu á garðinum, rétt eins og ég hefði legið í fræðibókum um garðaarki­ tektúr. „Jæja, elskan,“ sagði konan, „við sjáum til með það. Þetta er kannski ágætt eins og það er.“ Það verður því ekkert tr jákl i f ­ ur um helgina, engin jólasería í tíu metra hátt tré, hvorki gegnkaldir fingur né kalið nef. Létti mínum verður ekki með orðum lýst. Sigurinn var í höfn, meintur áhugi á garðaskipulagi hafði borgað sig. „ Ættum við að renna fram hjá gamla húsinu okkar um helgina og athuga hvort nýi eigandinn setur seríu í stóra tréð eins og við gerðum?“ sagði konan. „Þú gætir kannski leið­ beint honum og hjálpað,“ bætti hún við, „það er ekki víst að hann eigi stiga!“ Fullur sigur – eða hvað? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Markaðssetning á upplifun Morgunverðarfundur ÍMARK og Íslandsstofu 3. desember kl. 8.15-11.30 á Grand Hótel Reykjavík B. Joseph Pine II B. Joseph pine ii, meðhöfundur metsölubókarinnar „The Experience Economy: Work Is Theatre & Every Business a Stage“, sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta nýtt sér upplifun sem markaðstæki til að ná forskoti á keppinautana. Pine segir fyrirtæki geta nýtt sér allt umhverfi sitt til að láta viðskiptavini sína verða fyrir upplifun sem sé svo sterk að athygli þeirra fylgi kaup á hverju því sem þau kjósa að bjóða upp á. Meðal fyrirtækja sem hann hefur unnið með eru Nike, AT&T, P&G, Shell, Kraft Foods, 3M, Adidas o.fl. Hilmar Veigar pétursson, framkvæmdastjóri CCP og guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair flytja erindi um upplifun í markaðssetningu. Marina Candi, dósent við Viðskiptadeild HR, segir frá rannsókn á því hvernig þjónustufyrirtæki geta nýtt sér upplifun til að skapa sér samkeppnisforskot, en hún fékk nýverið styrk frá ESB til þeirrar rannsóknar. Fundarstjóri er Jón ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu Verð 5.000 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK Almennt verð 7.500 kr. Athugið að greitt er við innganginn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 13:00, fimmtudaginn 2. desember. skráning á imark@imark.is Nánari upplýsingar veita: Hermann Ottósson, Íslandsstofa, hermann@islandsstofa.is og ninja Ómarsdóttir, ÍMARK, imark@imark.is.  VIkAn SEm VAR Skjaldborgin flutt út „Reyndi að hughreysta Íra“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk- ingarinnar, reyndi að hughreysta írska þingmenn sem eru á bresk-írska þinginu á eyjunni Mön. Hann sagði írsku þing- mönnunum að það fælust einnig ákveðin tækifæri í kreppunni. Meðal annars að endurskipuleggja hlutina, að gera betur. Fyrst pabbi og afi gátu þetta „Sigmundur á matseðli Guðmundar“ Kostir Guðmundar [Steingrímssonar Hermannssonar] eru annaðhvort þeir að fara í formanninn eða fara úr flokknum og aftur til sinna fyrrum samherja í Sam- fylkingu ... Er það ekki ofrausn? „Geir á rétt á verjanda“ Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, á rétt á að fá skipaðan verjanda í kjölfar ákvörð- unar Alþingis um málshöfðun á hendur honum fyrir landsdómi. Þetta er mat Eiríks Tómassonar, lagaprófessors við Háskóla Íslands. Verður þetta tekið til annarrar umræðu? „Þingmenn þvoi sér í framan“ Umræður voru á Alþingi um fundarstjórn forseta þingsins, þar sem m.a. var fjallað um hvort þingmenn væru hreinir í framan eða ekki. Siðbót eða Árbót? „Ekki í „hankí-pankí“ með ráðherra“ Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjör- dæmi, sagðist á Alþingi vísa því á bug að hafa verið í einhverju „hankí-pankí” með fjármálaráðherra varðandi bætur til stjórnenda meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal. En þjóðargjaldþrotið – var það nokkuð álitshnekkir? „Fór með síðasta gjaldeyrinn“ Árni M. Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, fór nánast með síðasta gjaldeyrinn úr Seðlabankanum með sér á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, vikuna sem íslensku bank- arnir hrundu. „Til öryggis varð ég ... að hafa með mér reiðufé, því að það hefði orðið óbærilegur álitshnekkir fyrir Ísland ef fjármálaráðherra landsins gæti ekki borgað [hótel]reikninginn sinn af því kortið hans virkaði ekki!“ Kim Il Sung, Brésnéff og Stein- grímur J. „Líkjast kommúnistaflokkunum“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG: Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. n ú um helgina verður gengið til kosn­inga um fulltrúa á stjórnlagaþingi. Verkefni stjórnlagaþingsins, endur­ skoðun stjórnarskrárinnar, er bæði þarft og tímabært verkefni. Það er verkefni sem getur skipt sköpum varðandi framtíð okkar sem lýðveldis og lýðræðislegs samfélags. Stjórnarskráin er langt frá því að vera úr­ eltur og ómerkilegur pappír sem skiptir litlu máli í daglegu lífi. Stjórnarskráin kveður í grundvallaratriðum á um það hvernig stjórn­ skipun landsins skuli háttað. Hún kveður á um mannréttindi, hlutverk og valdmörk dómstóla, svo og framkvæmdavald og lög­ gjafarvald. Enn fremur er stjórnarskráin grundvallar­réttarheimild og setur sem slík löggjafanum og öðrum greinum ríkisvaldsins ákveðnar skorður og veitir aðhald. Stjórnar­ skráin er afar mikilvæg stoð í uppbyggingu samfélagsins og því hvernig samskiptum stjórnvalda og borgaranna skuli háttað. Stjórnarskránni er ætlað að vernda hagsmuni og réttindi borgaranna og því skiptir hún okkur mjög miklu máli. Það er því afar brýnt að við látum okkur varða jafn mikilvægt verkefni og að kjósa fulltrúa til stjórnlagaþings. Mikilvægt er að þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings verði góð. Ekki einungis vegna þess að það sýnir að við sem borgarar höfum áhuga á því að láta okkur varða um okkar eigin hagsmuni, heldur líka vegna þess að góð þátttaka mun gefa stjórn lagaþingi skýrara umboð til að koma fram með úrbætur. Tillögur stjórnlagaþings verða ekki hluti af stjórnarskránni fyrr en þær hafa hlotið umræðu og atkvæðagreiðslu tveggja þinga. Ef kosningaþátttaka verður dræm má líta þannig á að umboð stjórnlagaþings sé veikt og því verður Alþingi í lófa lagið að breyta tillögum þess. Ef kosningaþátttaka verður hins vegar góð er um­ boðið frá þjóðinni sterkt og þá eru minni líkur á því að tillögur stjórnlagaþingsins verði virtar að vettugi. Framkvæmd og fyrirkomulag kosninga er nokkuð annað en við eigum að venjast og því hætta á að margir veigri sér við þátttöku. Þegar betur er að gáð er málið þó alls ekki svo flókið að það ætti að hindra nokkurn mann í því að nýta kosningarétt sinn. Hafa ber í huga að það þarf ekki að fylla í öll 25 sætin. Mestu máli skiptir að raða efst þeim sem maður vill helst greiða atkvæði sitt og bæta við nokkrum sem í raun eru valdir „til vara“ ef vera kynni að sá sem settur er efst hafi þegar nægilegt atkvæðamagn til að komast inn eða nái ekki tilskildum lágmarks­ fjölda. Það er full ástæða til að mæta á kjörstað nú um helgina og hafa þannig áhrif á framtíð okkar allra. Kosið til stjórnlagaþings Við getum haft áhrif á framtíðina Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Auði Capital Te ik ni ng /H ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.