Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 90
Raxi er langt fyrir ofan heimskautsbaug, í fylgd með veiðimönn- um í köldum heimi langra skugga norður- hjarans, sem hann fangar á sinn einstaka hátt í svarthvítu. 66 dægurmál Helgin 26.-28. nóvember 2010  Plötuhorn Dr. Gunna allt er eitthvað  Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar Á annarri sólóplötu Jónasar mynda drífandi og ákveðnir tramp-taktar, kraft- mikill blástur og safarík smáatriði mjög sterka heild. Tónlistin liggur einhvers staðar á milli lífrænnar soul- tónlistar og blúsrokks Mugisons. Jónas flytur nútímafirringartexta af sömu ákefð og Suðurríkja-predikari, en er líka lífsglaðari inn á milli. Þrátt fyrir einstaka miðjumoð á plötunni hefur Jónas sannarlega stimplað sig inn sem einn af áhugaverðari popp- urum landsins með þessari flottu plötu. undraland  Valdimar Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar Valdimars. Þar er söngvarinn Valdimar Guð- mundsson í fararbroddi og semur lögin ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni. Innihaldið er milt popp á íslensku með reggí- og djassblæ og koma Hjálmar og Moses Hightower upp í hugann sem skipsfélagar á þessar leið. Dulúðugustu lög Valdimars eru best – titillagið og „Yfirgefinn“ – bæði frábærar laga- smíðar. Annað er gott en sumt minna frábært, eins og gengur. Þetta er góð frumraun og greinilega eru hér mikil efni á ferð. Kingston Keflavík  Hjálmar Lopapeysureggí Hjálma hefur nú fengið að grassera og fullkomnast á fjórum stúdíóplötum. Bandið er stórhuga og lítur yfir farin veg fyrir þessi jól, hefur gefið út hnaus- þykka ljósmyndabók og þennan safndisk, þar sem safnað er saman tíu aukalögum frá ferlinum. Hér má finna reggíútgáfur af íslenskri poppklassík, spikfeitar döbb-til- raunir og traust pop- plög eins og hressandi smellinn Gakktu alla leið. Hjálmar er frábært band og þetta er fínn millibiti þar til næsta plata dettur í hús. Kristín Ólafsdóttir er margfaldur Íslands- og bikar meistari í frjálsum. Mark Johnson er bikarmeistari í stangarstökki og í hópi 15 bestu stanga- stökkvara í Bandaríkjunum. Þau stefna bæði á ÓL 2012. Jónatan er sá eini sem heldur sig alfarið í stúdíóinu og býður upp á bók með fyrst og fremst svart- hvítum port- rettum af lista- mönnum. Meira um þá bók má sjá á blaðsíðu 22.  bæKur Veisla á stofuborðinu Magnað ár í útgáfu ljós- myndabóka Fimm eðalbækur á ólíkum slóðum. Þ að eru engar ýkjur að segja að aldrei áður í útgáfusögu landsins hafi komið út jafn margar öflugar ljósmyndabækur og á þessu ári. Fjórir af reyndustu og virtustu ljósmyndurum Íslands sendu allir frá sér bækur. Þetta eru þeir Páll Stefánsson, Einar Falur Ing- ólfsson, Ragnar Aðalsteinsson (Rax) og Sigurgeir Sigur- jónsson, allt þrautþjálfaðir og margsigldir menn sem kunna öðrum betur að fanga ljósið hvort sem það er á filmu eða stafrænan kubb. Í þennan hóp blandar sér Jónatan Grétars- son, sem er unglingur miðað við hina, en þó alls enginn nýgræðingur. -jk Það allra skemmti- legasta við þessa ljós- myndabókabyltingu – þetta er ekkert annað – er að bækurnar eru mjög á ólíkum slóð- um. Páll Stefánsson er á ferð fyrir ofan og neðan funheitan mið- baug, í bjartri birtu Afríku, og skrásetur í djúpum og safaríkum litum fótboltafárið sem hefur heltekið þessa dásamlegu álfu. Sigurgeir Sigurjóns- son stekkur aftur í tímann og dregur fram úr safni sínu aldeilis frábærar myndir af popphetjum, listamönn- um og glöðum æskulýð frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar; glæsileg heimild um andrúm liðins tíma. Einar Falur heldur sig við heima- hagana og teflir saman málverkum Englendingsins W.G. Collingwood sem fór um vestanvert Ísland árið 1897. Rúmlega hundrað árum síðar fór Einar Falur á sömu staði og tók myndir af sömu mótívum og úr verður einstaklega skemmtileg blanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.