Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 6

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 6
Engiferdrykkir virðast vera nýjasta heilsuæðið á Íslandi. Nokkrar tegundir eru í boði og er mismikill leyndarljómi yfir tegundum. Drykkirnir eru síður en svo gefnir, sá ódýrasti er af tegundinni Zing og fæst í Bónus á 1.698 krónur, 2 l flaska. Aðrar tegundir eru dýrari, enda leyndar- dómsfyllri. Ekki veit ég hvers vegna verðið er svona hátt því innihaldslýsingin gefur ekki tilefni til þessa verðlags. Þvert á móti er hráefnið frekar ódýrt. Kíló af engifer kostar 579 krónur í Bónus, kíló af lime er á 459 kr., kíló af hrásykri á 596 kr. og 50 grömm af myntublöðum á 398 krónur. Vatnið kemur svo úr krananum. Jafnvel mestu eldhúsklaufar eins og ég geta náð upp leikni við að búa til sína eigin engiferdrykki. Ekki þori ég þó að lofa jafn miklum árangri af svona heimagerðum drykkjum og dýru drykkirnir lofa. Það eru fá meinin sem leyndardómsfyllstu engiferdrykkirnir lofa ekki að bæta. Netið er stútfullt af uppskriftum að engiferdrykkjum. Magn hráefna fer eftir því hversu sterkan drykk maður vill gera og það verður að leyfa sér smá tilraunastarf- semi í byrjun. Svona sirka býr maður til sinn eigin drykk: Engiferrót er söxuð smátt. Sjóðandi vatni hellt yfir og þetta kramið svolítið með staut til þess að ná bragðinu úr engiferinu. Lime-safa og krömdum myntulaufum bætt í eftir smekk. Hrásykri bætt í eftir smekk (eða bara sleppt). Vilji maður fá aukahjálp í baráttunni við kvef kremur maður smátt sax- aðan chili-pipar (og hvítlauk) með engiferinu. Kælt (eða drukkið heitt eins og te). En nú að öðru. Nýlega gerði ég könnun á fiskverði á höfuðborgarsvæðinu. Í fram- haldi af því fékk ég bréf frá Fiskbúðinni okkar sem sér Bónus fyrir ferskum fiski. Þeim finnst þeir alltaf verða út undan í verðkönnunum en segjast þó hafa lagt sig fram um að bjóða ódýran og góðan fisk. Kílóverð á roð- og beinlausum ýsuflökum í Bónus er 998 kr., en algengt verð í fiskbúðum er á bilinu 1500-1900 kr. Svipaða sögu má segja um fiskibollur (699 kr. – 10% afsláttur við kassa (sama verð frá árinu 1999)) og ýsuréttirnir kosta 998 kr. kg. Bónus virðist því vera með lægsta verðið á ferskum fiski, eins og svo mörgu öðru. Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is Engiferdrykkir og ódýr fiskur Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is Nístandi falleg og sönn Stuttsagan Missir eftir Guðberg Bergsson er komin í fallegri innbundinni gjafa- útgáfu í valdar verslanir. Mögnuð saga sem afhjúpar einstaklinginn gagnvart óhjákvæmilegum örlögum sínum. „… tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesandann til umhugsunar.“ Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið „... meistaraleg frásögn.” Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan Aðeins 1000 eintök, árituð og tölusett, ásamt geisladiski með upplestri höfundar á verkinu. k osið verður til stjórnlaga­þings á morgun, laugardag­inn 27. nóvember. Stjórn­ lagaþingi er ætlað að endurskoða stjórnarskrána en það kemur sam­ an í febrúar næstkomandi. Það verður skipað minnst 25 og mest 31 fulltrúa og stendur í tvo til fjóra mánuði. Þingfulltrúar eru kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi. Við vinnu sína hafa þing­ fulltrúar niðurstöðu Þjóðfundar 2010 til hliðsjónar. Alþingi fær síðan frumvarp stjórnlagaþings til endur­ bættrar stjórnarskrár til meðferðar. Kjósendur eru 232.374 og velja þeir milli 522 frambjóðenda. Allir frambjóðendur voru kynntir í riti sem borið var inn á hvert heimili fyrr í þessum mánuði. Atkvæða­ greiðslu utan kjörfundar lýkur kl. 12 á hádegi í dag, föstudaginn 26. nóvember. Klukkan 14 í gær höfðu 6.586 kosið utan kjörfundar. Fjalar Sigurðarson er talsmað­ ur hvatningarhóps frambjóðenda. Hann hvetur kjósendur til að nýta sér rétt sinn. Alþingi hafi vísað því verki til þjóðarinnar að ljúka því verki sem hófst árið 1944. Yfir 500 manns hafi boðið sig fram og notið til þess um 25 þúsund meðmælenda en nú sé komið að þjóðinni. Fjalar segir að mörgum frambjóðendum hafi þótt of mikið gert úr því að erf­ itt sé að kjósa. Það sé ekkert flókið að forgangsraða allt að 25 frambjóð­ endum á blað heima í stofu og afrita síðan eina til 25 tölur á kjörseðilinn á kjörstað. Röð frambjóðenda skiptir máli en atkvæði er fullgilt hvort sem kjós­ andi velur einungis frambjóðanda í fyrsta sætið, fyllir öll sætin 25 eða einungis að ákveðnu marki. Vægi þess efsta á listanum minnkar ekki þótt kjósandi velji fleiri á eftir hon­ um. Kosningakerfið virkar þannig að sá frambjóðandi sem kjósandi velur efst fær fyrst að nýta sér at­ kvæðið. Ef sá sem kjósandi setur  stjórnlagaþing 232.374 Á kjörskrÁ í kosningUm Á laUgardag Ekkert flókið að forgangsraða Reiknað er með að niður- stöður liggi fyrir á mánu- dagskvöld. Fjalar Sigurðarson, talsmaður hvatningarhóps frambjóðenda. Ljósmynd/Hari. í fyrsta sæti fær mjög góða kosningu, nýtist atkvæðið þeim sem kjósandi setti í annað sæti. Ef frambjóðandi í fyrsta sæti kjósanda nær ekki kjöri færist atkvæði hans á þann sem hann setti í annað sæti. Þetta heldur svo áfram koll af kolli niður eftir kjörseðlinum. Landskjörstjórn kemur saman kl. 22 ann­ að kvöld til að opna kjörkassa og undirbúa talningu en hún hefst kl. 9 á sunnudag. Tal­ ið verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir á mánudagskvöld. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fjalar Sigurðarson, talsmaður hvatningarhóps frambjóðenda, hvetur fólk til að nýta rétt sinn og ljúka því verki sem hófst 1944. 6 fréttir Helgin 26.-28. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.