Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 52
16 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010 . 10 R. R. hálsi 3 - 110 R . .. F lestir njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar en Jón Ragn-ar Jónsson læknanemi ætl- ar að vinna um hátíðarnar. Hann mun leysa af lækninn í Búðardal og finnst ekkert tiltökumál að vera aleinn um jólin, fjarri fjölskyldu og vinum. „Ég sá auglýst eftir lækna- nema í afleysingar á heimasíðu læknanema og ákvað að sækja um. Maður stekkur nú á hvert tækifæri til að safna í reynslubankann, og mér fannst kominn tími til að bæta ferð út í hérað undir beltið. En það verður bakvakt reynslumeiri heim- ilislæknis sem ég get reitt mig á ef þörf krefur. Að auki verður gott að vinna sér inn pening,“ segir Jón Ragnar sem verður á vakt öll jól- in. „Ég verð að vera tiltækur allan Á vaktinni um jólin Jón Ragnar Jónsson læknanemi verður að vinna um jól og áramót sólarhringinn og fæ íbúð á vegum heilsugæslunnar,“ segir hann. Hvernig leggst þetta í þig? „Mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég er heldur ekki bú- inn að stofna eigin fjölskyldu og finnst sjálfsagt að fórna mér fyrir þá sem hafa meiru að tapa. Þetta verður kannski ekki eins gaman og að vera með fjölskyldunni en ég hef litlar áhyggjur af því.“ Ætlar þú að gera þér einhvern dagamun yfir hátíðarnar? „Góð spurning. Ég hef ekki hugs- að út í það. Ætli ég reyni ekki að elda góðan mat og svo er aldrei að vita nema félagi minn, sem er frá Búðardal, verði á staðnum og ég get þá litið við hjá honum ef tækifæri gefst til.“ Hefur þú ákveðið hvort þú opnar jólapakkana þína í Búðardal eða bíður með það? „Ég ætla að láta það ráðast. Senni- lega er skemmtilegra að opna þá með fjölskyldunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er fjarri heima- högum um jólin. Í hittiðfyrra var ég á ferðalagi um Suður-Ameríku og eyddi jólunum í Perú. Þá bað ég sérstaklega um að það yrðu haldin litlu jólin þegar ég kæmi heim. Það er aldrei að vita nema ég biðji um það aftur, þ.e.a.s. ef mamma verður búin að fyrirgefa mér að yfirgefa hana aftur um jólin.“ Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Hress heilsurækt „Einfaldaðu líf þitt, njóttu hvers augnabliks og skipuleggðu þig. Ekki eyða um efni fram því það veldur oft áhyggjum. Notaðu til dæmis gamla jólaskrautið, það laðar oft fram hinn eina sanna jólaanda. Láttu gott af þér leiða fyrir aðra og fyrir líkama þinn og sál. Ekki gleyma þér í öllu jólaamstrinu.“ Ráð við jólastRessi Í hittiðfyrra var ég á ferða- lagi um Suður-Ameríku og eyddi jólunum í Perú. Þá bað ég sérstaklega um að það yrðu haldin litlu jólin þegar ég kæmi heim. Jón Ragnar er barnlaus og finnst sjálfsagt að fórna sér fyrir þá sem hafa meiru að tapa með því að vinna þegar aðrir eru að taka upp pakkana. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.