Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 70
 MatartíMinn Það besta úr íslenskri Matarkistu Á stæða þess að rjúpnaskyttur halda upp á heiðar svo seint á haustin að næsta víst er að einhverjar þeirra lendi í háska, tengist markaðsaðstæðum. Gallinn er hins vegar sá að þessi markað- ur er löngu tapaður og gleymdur. Það er því spurning hvort ekki megi hlífa lífi ein- hverra rjúpnaskyttna og leyfa þeim að veiða rjúpuna við skaplegri og áhættuminni að- stæður síðsumars eða snemma á haustin. Rjúpunni má vera sama hvenær haustsins hún er drepin. Íslenskir bændasynir stunduðu umfangs- miklar rjúpnaveiðar frá því seint á nítjándu öld og fram undir seinna stríð og seldu rjúp- urnar til Bretlands. Rjúpu í sumarbúningi svipar um margt til lynghænu (quail) sem var og er í hávegum höfð víða um Evrópu en ekki svo mjög á Bretlandseyjum. Af þeim sökum fékkst hærra verð fyrir íslensku rjúpuna í hvítum vetrarklæðum. Enn í dag halda afkomendur bændasonanna upp á heiðar seint á haustin þegar allra veðra er von – og vita sjálfsagt fæstir að þeir hætta lífi sínu til að tryggja sér álag ofan á gang- verðið á lynghænum á markaði sem er öll- um löngu gleymdur. Nóg af kjöti á miðöldum Þótt okkur sé gjarnt að horfa til fyrri alda með hroka nútímamannsins og sjá forfeður okkar kúldrast við slæman kosti i sagga- fullum hreysum þá liggur eiginlega í aug- um uppi að Íslendingar hafa búið við nokk- uð góðan kost á fyrri tíð. Það er; þeir sem sluppu lifandi frá löngum vetri og köldu vori. Þeir sem komust yfir þann hjalla sátu að meira kjötmeti en alþýða víðast hvar í Evrópu. Vaðmál var svo til eini útflutningurinn og afleiðing þeirrar framleiðslu var kjöt af um 400 þúsund kinda stofni handa um 50 þúsund manns. Miðað við meðalfallþunga dilka í dag eru það líklega nærri 2,5 kílói á mann á viku. Ofan á sauðakjötið bættust álftir, gæsir, sjófugl og mófugl, egg og selir. Þar á ofan fiskur í sjó, ám og vötnum. Ef fólk gæti étið sig svo mett að hausti að það dygði til vors væru Íslendingar sjálfsagt fleiri en milljón í dag. Villtir fuglar veigamikill þáttur Fyrir utan mjólkurmatinn er villibráðin því ekki síður einkenni íslenska eldhússins en lambakjötið. Og eiginlega miklu fremur en sjávarfiskurinn. Það er því slæm þróun að sjófuglinn sjáist varla lengur í fiskbúðum á vorin eða hvað egg villtra fugla eru orðin lítt áberandi. Til að heiðra hefðina og upp- runann ættu kjötborðin að svigna undan gæsum og öndum seint á haustin, mófugli á sumrin og sjófugli á vorin. Einhverra hluta vegna hættu Íslending- ar að borða mófugl seint á nítjándu öld. Hugsanlega tengist það offramleiðslu á kjöti vegna sauðasölunnar til Bretlands og falli markaða þar. Ef til vill datt spóinn og hrossagaukurinn bara úr tísku. En það væri gustukaverk ef einhver veitingamaðurinn endurvekti mófuglaát undir merkjum þjóð- ernisvakningar svipað og Halldór Gröndal gerði með súrmatinn á Naustinu á sínum tíma. Hvar fást kæst egg? Íslendingar veiddu álftir og gæsir í sárum á haustin en hafa ekki farið að veiða endur fyrr en þeir eignuðust byssur. Þeir nýttu hins vegar andadún og hirtu egg. Mývetn- ingar urðu miklir snillingar í að salta egg og kæsa enda bjuggu þeir við stærstu anda- byggð í Evrópu. Því miður hafa þessar að- ferðir aldrei vaxið út fyrir heimilisvinnslu og hefur því stærsti hluti þjóðarinnar ekki hugmynd um hvernig söltuð eða kæst egg smakkast. Það er líklegra að Íslendingar rekist á svona mat í útlöndum en hér heima. Söltuð eða kæst egg þekkjast í svo til öllum matarhefðum veraldar og eru langt í frá þingeyskur ósiður.  af góðuM önduM og villtuM gæsuM  villibrÁð Hvaðan koMu fuglarnir seM flugu HjÁ í gær? Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 46 matur Helgin 26.-28. nóvember 2010 Í Einföldu matreiðslu- kveri fyrir heldri manna húsfreyjur frá 1800 segir Marta María Stephensen (eða Magnús Stephen- sen, sem flestir eigna verkið, landshöfð- ingi og mágur Mörtu Maríu) frá villtum fugli í mörgum greinum og fleiri en til dæmis hænsnum, kálfum eða kindaslátri. Í fyrstu nútímamatreiðslubók- inni, Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka, eftir Jóninnu Sigurðardóttur frá 1915, eru bara þrír réttir úr villtum fugli; steikt rjúpa, gæs og sjófugl. Annars eru mat- reiðslubækur ekki alltaf góðar heimildir og einna síst um villi- bráð. Hún er oftast elduð á einfaldan hátt sem þarf ekki langar útlistanir um. Matreiðslubækur fyrri tíma nefna af sömu ástæðum yfirleitt ekki annan fisk en saltaðan eða hertan. Það geta allir eldað nýjan fisk. Magnús Stephensen braut reyndar þessa hefð. Hann eyddi nokkrum orðum í að fá Íslendinga ofan af því að sjóða fiskinn of lengi. Í haust bárust fréttir af gæsahræjum sem veiðimenn höfðu skilið eftir þegar þeir voru búnir að hirða bringurnar. Þetta hafa ekki verið smekk- menn. Þótt lærin þurfi lengri eldun eru þau bragðmeiri en bringur. Hægelduð læri, confit, skipa veglegan sess í franskri matar- gerð – næstum jafn virðulegan og foie gras, gæsalifur. Ostabúðin við Skólavörðustíg selur bæði heitreyktar gæsabringur, gæsa- lifrarkæfu og gæsa- confit eða hægelduð gæsalæri – allt unnið á staðnum. Jóhann Jónsson eigandi bæði viðheldur þannig hefðum og spinnur þær áfram í búð sinni. Þær gæsir og endur sem við höfum eldað í haust höfum við steikt heilar. Til að ná því besta úr bæði lærum og bringum höfum við steikt þær við vægan hita, 80 til 90 gráð- ur, í langan tíma (12 til 18 klukkustundir). Með því að snúa bring- unum niður er óþarft að ausa yfir þær. Fitan í fuglinum sér um að halda bringunum safa- ríkum. Þetta er einkar góð eldunaraðferð þegar maður veit ekki hversu gamall fuglinn er. Gamall fugl, sem verður ólseigur við sneggri og heitari hitun, verður ungur aftur við hægan og vægan eld. Geymið fituna sem þið fleytið ofan af soð- inu. Gæsa- og andafita er besta fita sem þið fáið til að steikja jafnt kartöflur sem kjöt. Risotto soðið í gæsa- soði með nokkrum bitum af gæsalæri og villtum sveppum er svo gott að maður getur grátið ofan í diskinn. Íslendingar hafa veitt grágæs þegar hún er í sárum um hásum- arið. Fuglinn er þá styggur og flýr út á vötn ef hann telur sér ógnað. Menn hafa fljótt komist upp á lag með að smala ófleygum fugli og þá einkum ungum. Þetta hafa verið uppgrip; menn hafa veitt miklu meira af fugli en þeir gátu torgað. Eflaust hefur þá hluti aflans verið saltaður eða súrsaður. En besta leiðin til að geyma gæsaunga er að tjóðra þá eða vængstífa og ala heima við bæ. Gæsir eru ekki kersknar á fóður. Þær bíta gras. Þetta hefur án efa verið sú aðferð sem menn notuðu víðast um heim. Menn ólu gæsir ekki nema frá því þær voru fang- aðar um mitt sumar og fram að því að þeim var slátrað þegar fennti og líða tók að jólum. Þess á milli sá náttúran um gæsirnar. Það er ekki langt síðan menn fóru að ala upp sérstakar aligæsir. Og þótt þær séu miklu kjötmeiri og þyngri í dag eru þær ekki fjar- skyldari grágæsinni en svo að þær blandast ágætlega. Um það er saga sem bandaríski kokkurinn Dan Barber segir í fyrirlestri á Ted.com. Hann segir frá Eduardo Sousa, gæsabónda í Extremadura á Spáni. Eduardo ræktar gæsir vegna lifrarinnar, foie gras. En hann neyðir ekki mat ofan í sínar gæsir og verður því ekki sakaður um illa meðferð af Roger Moore og öðrum baráttu- mönnum gegn foie gras. Eduardo ræktar upp landið sitt svo að þar sé allt það besta sem gæsir geta hugsað sér. Og gæsirnar hans eru alsælar. Þær fylgja eðlishvöt sinni og éta og éta allt haustið til að búa sig undir langt flug suður á bóginn. Og hluti af fitunni safnast saman í lifrinni, sem tútnar út og verður silkimjúk og óguðlega góð á bragðið. Foie gras er uppgötvun frekar en uppfinning. Einhvern tímann í fyrndinni upp- götvuðu Egyptar að fátt var betra en feit gæsalifur að hausti. Og þeir fundu leiðir til að laða gæsir að högum sem fituðu þær enn meir. Það var ekki fyrr en löngu seinna að foie gras varð að iðnaði þar sem trektir voru reknar ofan í gæsirnar og korni dælt niður svo lifrin blési út. Eduardo Sousa vill hlaupa yfir þennan kafla og halda áfram að vinna með náttúrunni. Og að sögn Dans Barber hefur honum tekist svo vel að þegar villtar gæsir fljúga yfir landið á leið suður kalla gæsirnar hans Eduardos upp til þeirra og lýsa munaðinum sem þær lifa við. Og það bregst ekki að fleiri en ein villt gæs ákveður að sleppa ferðinni suður og blandast hópnum hans Eduardos. Án efa átti ein þeirra sumarævin- týri á Íslandi. Það væri gustuka- verk ef einhver veitinga- maðurinn endur- vekti mó- fuglaát undir merkjum þjóðern- isvakn- ingar. Einn aðal- kostur villtra fugla er að þeir eru ekki alifuglar. Það hefur ekki verið rækt- aður úr þeim fjölbreyti- leikinn, þeir hreyfa sig og þeir lifa ekki á einhæfu fóðri sem gefur dauft bragð. Villtir fuglar hafa verið ein af undir- stöðum ís- lenska eld- hússins ásamt mjólkurmat og kindakjöti – og miklu fremur en sjó- fiskur. Sumt af þessum fugli er enn í hávegum haft, annað friðað en sumt féll einfaldlega úr tísku. Íslensk háklassík bíður endurreisnar Villtar gæsir gefa sig fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.