Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 25
5. sæti Birgir Andrésson – Í íslenskum litum eftir Þröst Helgason „Þetta er kannski ósann- gjarnt val en þessi kápa er bara svo helvíti flott! Textalýsing á manninum sem bókin fjallar um sem kallast fullkomlega á við viðfangsefnið. Auðvitað!“ – Stefán Snær Grétarsson. „Kápuhönnunin er eins og tilbrigði við verk Birgis Andréssonar. Strigaáferð falleg. Heitið, káputexti og strikamerki sett á lausprentaðan borða, svo bókin sjálf verður listaverk. Snilld.“ – Elsa María Ólafsdóttir. 6. sæti Þjóðgildin eftir Gunnar Hersvein „Skýrt myndmál sem gefur góða hugmynd um innihaldið án þess að fara í einhverjar flækjur eða of mikið ljósmyndamix.“ – Arnór Bogason. 7. sæti Áttablaðarósin eftir Óttar M. Norðfjörð „Ákaflega falleg kápa og forvitnileg, maður getur starað á hana í óratíma, eins og fiskabúr. Gleður augað og passar skrifum Óttars.“ – Halldór E. 8. sæti Sturlunga ritstjóri Örnólfur Thorsson „Flott hönnun á öskju utan um þrjú bindi Sturlungu. Gerir bókina einstaklega eigulega.“ – Dögg Hjaltalín. 9. sæti Ég sé ekkert svona gleraugnalaus eftir Óskar Magnússon „Dásamleg kápa. Þegar ég lít á hana finnst mér eins og ég hafi sjálfur fleygt skónum upp í rafmagns- línuna og liggi nú í grasinu, mökk sama um allt og alla.“ – Halldór E. 10. sæti Kjarni málsins eftir Hannes H. Gissurarson „Einstaklega klassísk og flott kápa. Það gefast ekki mörg tækifæri til að eignast málverk eftir Þránd Þórarinsson.“ – Dögg Hjaltalín. Aðrar góðar Mér er skemmt eftir Einar Kárason „Hugmynd sem búið er að nota nokkrum sinnum en sjaldan eins smekklega og hér.“ - Halldór E. Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson „Kápan sjálf er einföld og það er kannski það sem heillar mig mest. Til- hneigingin hefur verið að hafa kápurnar „bissí“ til að þær standi út úr en ég er á því að einföld letur- og lita- meðferð skili meiru en lag ofan á lag af ljósmyndum af skítugum pappír. Hér er enginn óþarfi, bara gömul ljósmynd og snyrtileg handskrift. Ég hef alltaf verið hrifinn af svona gamalli tengiskrift, kannski af því að ég hef aldrei þurft að læra hana. Það er eitthvað svo klassískt við hana. – Arnór Bogason. Þóra biskups og raunir íslenskrar embættis- mannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttur „Myndin af Þóru er flott þar sem hún horfir dreymin á svipinn, og einmitt ekki nauðsynlegt að sýna allt andlitið, heldur láta það ná út yfir kjölinn. Velútfært litasamspil í myndum og texta. Kápan er í senn yfirveguð og sést af löngu færi.“ – Elsa María Ólafsdóttir. Versta bókar- kápa ársins Biðukollur útum allt eftir Kleopötru Kristbjörgu „Þetta er svona þegar smekkleysan gengur alla leið. Svo langt að það er spurning hvort versta kápan sé ekki líka kandídat í bestu kápuna. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þessari kápu alla vega. Myndmálið kemur úr teiknimynd eftir Walt Disney og Salvador Dalí.“ – Guðmundur Oddur Magnússon. „Sögunni er lýst sem átakanlegri, og kápan slær henni algjörlega við í þeim efnum. Algjört fótósjopp- fyllirí og húrrandi slæmir timburmenn. Ein sú allra smekklausasta kápa sem ég hef nokkru sinni séð.“ – Bergþóra Jónsdóttir. „Það er einhvern veginn allt rangt við þetta, bæði hugmynd og tæknileg útfærsla. Samt einhvern veginn stutt í sturlaða snilld. Hvers á Cooper Black að gjalda?“ – Stefán Snær Grétarsson. „Ég er eiginlega bara gáttaður. Hvað er þetta eiginlega? Hverjum dettur svona skrípaleikur í hug? Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Eru þetta Adam og Eva að bíða? Eru þau að koma eða fara ... og verða þau hauslaus þegar blæs? Ég á ekki til orð.“ – Arnór Bogason. 2. sæti Loksins Sex- bomba á sextugsaldri eftir Helgu Thorberg „Lítur út eins og hulstur á danskri unglingamynd. Letrið og myndin eiga að endurspegla blússandi lífsgleði söguhetju en gera nákvæmlega ekkert fyrir kápuna. Sýp hveljur með söguhetjunni í fjöruborð- inu.“ – Bergþóra Jónsdóttir. „Vond mynd af sögu- hetjunni í flæðarmálinu. Hún virkar eins og hún sé að flýja undan hákarli en ekki að skemmta sér sem sexbomba á sólarströnd.“ – Elsa María Ólafsdóttir. 3. sæti Allt fínt ... en þú? eftir Jónínu Leósdóttir „Alltof erlendis kápa sem segir ekki neitt um innihaldið en líklegasta ágiskun er unglingabók.“ – Dögg Hjaltalín. „Skelfingarsvipurinn á konunni sem hangir þarna á bláþræði finnst mér eyðileggja kápuna. Ef andlit konunnar væri ekki, einungis hendurnar, þá væri þetta góð kápa. Óþarfi að sýna andlit aðal- persónunnar, synd að leyfa ekki lesandanum að njóta þess að ímynda sér það sjálfur.“ – Elsa María Ólafsdóttir. 4. sæti 10.10.10 eftir Henry Birgi Gunnarsson „Kápa sem á að selja ákveðna ímynd sem virkar ekki.“ – Dögg Hjaltalín. 5. sæti Útlagar eftir Sigurjón Magnússon „Myndmálið virðist eiga að sýna einhverja austur-evr- ópska stemningu á sjötta áratugnum en ekkert er hins vegar pælt í leturvali eða meðferð mynda eins og hún var þá, nema rétt á yfirborðinu. Eitthvað sem hefði getað orðið mjög gott en varð það ekki.“ – Arnór Bogason. Álitsgjafar: Guðmundur Oddur Magnús- son prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands Elsa María Ólafsdóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson á Skólavörðustíg Stefán Snær Grétarsson teiknistofustjóri á Fíton Bergþóra Jóns- dóttir nemi á lokaári í grafískri hönnun við LHÍ Halldór E. smásagna- höfundur og högurður Dögg Hjaltalín verslunarstjóri bókabúðar Máls og menningar Arnór Bogason nemi á lokaári í grafískri hönnun við LHÍ FLEYG ORÐ Á ÍSLENSKU E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 7 7 Farsíminn hluti af Símavist Fyrirtæki Í Símavist eru farsímar hluti af IP símkerfinu og er greitt fast mánaðar gjald á hvern notanda. Við erum sérfræðingar í rekstri símkerfa Öll símtö l innan fyr irtækis á 0 kr. Það er 800 4000 • siminn.is úttekt 25 Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.