Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 20
skaðað hagsmuni almennings um milljarða með ákvörðunum sínum í málinu. Ég hélt að slík vinnubrögð tíðkuðust ekki á Íslandi í dag, hinu nýja Íslandi sem menn hafa kallað; að menn hefðu ekki efni á því að láta persónulegar skoðanir sínar eða ófaglega nálgun kosta almenning milljarða króna,“ segir Heiðar Már. Seðlabankastjóri stjórnvald Síðan kemur fram hjá Heiðari Má að hann hafi með lögmönnum sínum átt fund með Má Guðmundssyni í Seðlabankanum og með honum hafi verið Sigríður Logadóttir, aðallög- fræðingur bankans, og Arnór Sig- hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. „Þetta var eftir að herferð DV gegn mér hófst,“ segir Heiðar Már. Á fundinum sagði seðlabankastjóri, að sögn Heiðars Más: „Ég vil ekki að það komi fram í DV að ég hafi selt Sjóvá fyrir aflandskrónur.“ „Ég kvaðst,“ segir Heiðar Már, „ekki skilja hvað hann væri að fara. Það eru engar aflandskrónur, það er ekkert um slíkt að ræða. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður, sem er mjög vandaður lögmaður og hefur skoðað mál Ursus ofan í kjölinn, sagði við seðlabankastjóra: Ég fullyrði að það er ekkert í þess- um viðskiptum sem stangast á við nokkurn lagabókstaf, nokkrar regl- ur eða leiðbeiningar eða annað sem gildir hér á Íslandi. Már lét sér ekki segjast og sagði: „Ég er að velta fyr- ir mér að vísa þessu til lögreglunnar á mánudaginn.“ Svona byrjaði þessi fundur sérkennilega; hann vitnar í mögulega umfjöllun DV og er svo bara að hóta mér, hann er að hóta að siga á mig lögreglunni á meðan ég sjálfur er að berjast fyrir mannorði mínu út af einhverjum staðlausum árásum í DV. Ég hef starfað á fjármálamarkaði sem tengist Íslandi í 15 ár. Það hefur aldrei nokkur maður afskrifað neitt á mig persónulega, ekki á neitt félag sem ég á né neitt félag þar sem ég hef verið í stjórn, hvergi, ekki eina krónu. Ég hef ekkert óhreint á sam- viskunni og hélt að ég gæti tekið þátt í endurreisn á Íslandi en þarna á fundinum, eftir að DV var byrjað að ráðast gegn mér, að því er virðist vegna þess að ég var að reyna að kaupa félagið, var seðlabankastjóri að hóta mér að vísa málum mér tengdum, sem eru bara tilbúningur, til lögreglu. Ég trúði því bara ekki að þetta væri að gerast, mér hafði aldrei hugkvæmst að þátttaka mín í opnu og gagnsæju söluferli gæti leitt til þessarar niðurstöðu. Á fundinum benti hæstaréttar- lögmaðurinn seðlabankastjóra á að hann færi með opinbert vald og að um beitingu þess giltu lög, m.a. um andmælarétt. Már reyndi að leið- rétta þetta og sagði að ekkert slíkt ætti við. „Fyrirgefðu,“ sagði lögmað- urinn, „þú ert stjórnvald og um með- ferð valds þíns gilda þau lög, m.a., að þú verður að gera okkur grein fyrir því í hverju meint brot felast, hvað var brotið, hvaða lög og hvaða reglugerðir, á hverju byggist sú skoðun og hvaða úrræði er hugsun- in að beita? Þú getur ekki bara búið til eitthvert mál og sent það til lög- reglunnar án þess að nokkur máls- meðferð fari fram.“ Már hlustaði á lögmanninn og sagði síðan: „Ég gef ekkert fyrir þitt álit.“ Átti kannski ekki að koma á óvart Svona fór þessi fundur fram og Már nefndi ekki á þessum fundi, eins og haldið var fram í DV í vikunni, að ef ég drægi mig út úr kaupenda- hópnum væri hægt að klára þessi viðskipti. Því er hins vegar haldið fram í DV, sem mér sýnist þannig greinilega beint frá Seðlabankanum komið, að á þessum fundi hafi verið lagt hart að mér að fara úr kaup- endahópnum. Það eina sem gert var á þessum fundi var að hóta mér því að taka af mér æruna endanlega – seðlabankastjóri að gefa sterklega í skyn, mér liggur við að segja hóta því, að það kæmi á mánudaginn í DV að Heiðari Guðjónssyni og krónuviðskiptum hefði verið vísað til lögreglu, ef ég ætlaði að reyna að kaupa félagið. Mér virðist reyndar DV merkilega oft birta fréttir sem gagnast seðlabankastjóra í málinu, einhverra hluta vegna. Seðlabankastjóri er yfir gjaldeyr- iseftirlitinu og því fylgja ákveðnar reglur. Hvorki hann né neinn starfs- maður bankans má tjá sig um ein- stök mál sem eru til rannsóknar. Hann og starfsmenn hans svara hins vegar fjölmiðlum ýmsu og m.a. DV, þannig að auðvelt er fyrir blaða- menn að rekja slóðina í málum sem eru til athugunar í bankanum. Við höfum sent um það fyrirspurn hvort seðlabankastjóri ætli að rannsaka það innandyra hjá sér hver svari tölvupóstum frá t.d. blaðamanni DV í sambandi við þetta mál. Það birt- ust í blaðinu tvær síður og helming- ur annarrar var tekinn undir bein svör frá Seðlabankanum í sambandi við hugsanleg aflandsviðskipti Ur- sus, sem er alger tilbúningur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már segir að sér hafi kom- ið óþægilega á óvart að heyra það eftir símtal Más Guðmundssonar við Birgi Tjörva, lögmann kaup- endahópsins, að henda ætti sér út úr hópnum en það hefði kannski ekki átt að koma á óvart. Þar vísar Heið- ar Már til orða seðlabankastjóra á Hótel Holti sem getið er um í tölvu- póstsamskiptum sem sjá má annars staðar í þessari samantekt. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Lögmanni kaupenda kynnt ástæða afstöðu Seðla- bankans Þegar Fréttatíminn leitaði eftir afstöðu Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra og lagði fyrir hann ákveðnar spurningar er snerta söluferli Sjóvár, vísaði bankinn til til- kynningar sem hann sendi til fjölmiðla fyrr í vikunni vegna umfjöllunar um sölu á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í henni segir: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um ofangreinda sölu vill Seðlabanki Íslands koma því á framfæri að hann hefur verið upplýstur um að kaupendahópur sem gert hafði tilboð í hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hafi ákveðið að hætta þátttöku sinni í söluferli félagsins. Staðfest er að ekki var mögulegt að taka afstöðu til sölunnar á Sjóvá fyrir 22. október s.l., sem var frestur sem kaupendahópurinn gaf seljanda. Áður en fresturinn rann út var lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðla- banka Íslands. Almennt gildir sú regla að Seðlabanka Íslands er óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hefur til umfjöllunar. Því getur Seðlabankinn að svo stöddu ekki tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita svar fyrir ofan- greindan tímafrest.“ -jh Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Lára V. Júlíusdóttir, for- maður bankaráðs Seðla- bankans, staðfestir að erindi lögmanns Ursusar ehf., félags Heiðars Más Guðjónssonar, hafi borist. „Það verður fundur um þetta mál í bankaráðinu þar sem tekin verður afstaða til þessarar kröfu sem hefur verið komið formlega á framfæri,“ segir Lára. Í tilkynningu Heiðars Más Guðjónssonar í fyrradag átaldi hann ófagleg vinnubrögð Seðlabankans og taldi að bankinn hefði ekki farið að lögum við ákvarðanatöku í söluferlinu. Þar var óskað eftir því að bankaráð Seðlabankans tæki málið til sjálfstæðrar skoðunar. Aðspurð um það hvort bankaráð Seðlabankans hafi komið að ákvörð- unum varðandi söluferli Sjóvár segir Lára að ein- stök mál í bankanum komi ekki inn á borð bankaráðs. „Bankaráðið er upplýst um hluti enda er eftirlits- skylda á því, en það fylgist ekki með framkvæmd einstakra mála frá degi til dags,“ segir hún. „Bankaráðið fylgist bara með þessu í fréttum, bætir Lára við, „en það kemur saman mánaðar- lega og þar er oft varpað fram fyrirspurnum um svona mál og við upplýst á þeim fundum bankaráðs- ins.“ -jh Bankaráðið tekur afstöðu til erindis Ursus Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Ljósmynd/Hari Heiðar Már Ég hef starfað á fjármálamarkaði sem tengist Íslandi í 15 ár. Það hefur aldrei nokkur maður afskrifað neitt á mig persónulega, ekki á neitt félag sem ég á né neitt félag þar sem ég hef verið í stjórn. Ljósmynd/Hari 20 úttekt Helgin 26.-28. nóvember 2010 Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is JÓLAANDINN Á GEYSI 4 gerðir af grafl axi með mangódill- sósu, kryddbrauði og klettasalati. Seljurótarsmakk með truffl uolíu. Appelsínu önd með eplasósu, sæt- kartöfumauki, döðlum og eplum. Heitur súkkulaðibrunnur með ris a la mande. Verð kr. 5.900 Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 HÁTÍÐAMATSEÐILL4 rétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.