Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 61
Við styðjum Vilhjálm Þorsteinsson til stjórnlagaþings! 2325 Anna Lilja Jóhönnudóttir háskólanemi, Kópavogi Bergþóra Birgisdóttir þjónustufulltrúi, Djúpavogi Birgir Hermannsson aðjúnkt, Reykjavík Bjarni Geir Alfreðsson veitingamaður, Reykjavík Björgvin Ingi Ólafsson háskólanemi, Evanston, Bandaríkjunum Björgvin Valur Guðmundsson leiðbeinandi, Stöðvarfirði Flosi Eiríksson viðskiptafræðingur, Kópavogi Gísli Hauksson hagfræðingur, Reykjavík Guðrún Jóna Jónsdóttir tölvunarfræðingur, Reykjavík Gunnar Tryggvason verkfræðingur, Reykjavík Halldór Friðrik Þorsteinsson forstjóri, Reykjavík Herdís Björk Brynjarsdóttir háskólanemi, Dalvík Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri, Kópavogi Hlédís Sveinsdóttir athafnakona, Fossi, Snæfellsbæ Hlynur Þór Magnússon blaðamaður, Reykhólahreppi Hrafnhildur Hafberg menntaskólakennari, Ísafirði Hreinn Sigmarsson búfræðingur, Reykjavík Hulda Kristín Magnúsdóttir hönnuður, Reykjavík Ína Björk Hannesdóttir viðskiptafræðingur, Reykjavík Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari, Reykjavík Jón Steinsson hagfræðingur, New York Jónas Björgvin Antonsson framkvæmdastjóri, Kópavogi Karl Th. Birgisson ritstjóri, Reykjavík Katrín Atladóttir tölvunarfræðingur og bloggari, Reykjavík Kristín Pétursdóttir forstjóri, Hafnarfirði Kristján Björn Þórðarson myndlistarmaður, Reykjavík Lúvíg A. Halldórsson fv. skólastjóri, Stykkishólmi Örn Karlsson skógarbóndi, Sandhóli v/Kirkjubæjarklaustur Ragnheiður Jóna Jónsdóttir kennari og athafnakona, Kópavogi Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur, Reykjavík Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Kópavogi Svanhildur Sigurðardóttir skrifstofustjóri, Reykjavík Þórður Kristjánsson kerfisfræðingur, Reykjavík Þorgerður Ólafsdóttir galleristi, Reykjavík Þorlákur Axel Jónsson menntaskólakennari, Akureyri Þuríður Ottesen framkvæmdastjóri, Reykjavík Skynsamur og vandaður fulltrúi þjóðarinnar S umir deyja úr þessu en ég lifi,“ segir Eiríkur Smith listmálari en hann hefur ekki getað mundað pensilinn eftir að hann fékk vægt heila- blóðfall fyrir rúmum tveimur árum. Hann tekur þessu með stóískri ró, segist bara verða að bíða og sjá hvernig mál þróist. Verði biðin löng, sé ekkert annað að gera en að taka því. Það er að sönnu óþénugt fyrir listmálara að geta ekki málað en að öðru leyti hefur Ei- ríkur náð sér allvel eftir áfallið, „nema hvað ég hef farið andskoti illa á minn- inu, enda orðinn 85 ára,“ segir hann. „Ég var að vinna við portrett af fínum manni og var kominn áleiðis með það þegar þetta gerðist,“ segir Eiríkur, „en ég hét því að ég skyldi klára verkið þótt ég ynni ekki nema 20 mínútur í einu, vildi ekki vinna lengur í senn mál- verksins vegna. Það hafðist, enda er ég þrjóskur, en síðan hef ég ekkert málað, bara ekkert.“ Eiríkur sameinar vinnustofu og heimili á reisulegum stað í Hafnarfirði, þar sem útsýni er vítt, hvort heldur er yfir Hafnarfjörð og sjóinn eða norður til Esjunnar. „Þegar ég var yngri langaði mig til að mála Esjuna og sá enska kell- ingu sem var að mála hana frá Hamr- inum. Mig langaði að fara hingað upp eftir og mála fjallið héðan, vera heldur nær því. Ég fór því með allt krakka- stóðið á eftir mér og málaði akkúrat frá þessum stað. Ég sá að þetta var mjög góður staður til að vera á, hafði hann fyrir augunum á mér þegar kvöldsólin skein á hann, miklu lengur en niðri í bæ. Það var allt glitrandi í sólskini.“ Draumur Eiríks rættist síðar þegar hann byggði hús sitt og vinnustofu þarna efst í Setbergslandinu. Fjarri lagi er að Eiríkur hafi lagt árar í bát þrátt fyrir áfallið. Að frátaldri mál- arakúnstinni hefur golfið verið hans ástríða um áratugaskeið. Þar lætur málarinn ekki deigan síga, leigir sér bíl björtustu mánuði ársins, frá maí fram í september, og fer 18 holur, lætur minna ekki duga. „Við erum fjórir karlar sem spilum saman þegar vel viðrar,“ segir Eiríkur. „Ég var helvíti grobbinn þegar ég kynntist þessari íþrótt, fór vítt og breitt í keppni og var helst með Gísla heitnum Sigurðssyni lesbókarritstjóra og Kjartani L. Pálssyni, blaðamanni og leiðsögumanni. Þegar best lét var ég kominn með 6 í forgjöf og komst í meistaraflokk eitt sumar, sem að vísu var ekkert keppikefli. En fljótlega eftir þetta átti ég heima í elliflokki í golfinu. Við fórum víða þar sem Kjartan L. var aðalgæinn. Málverk Eiríks frá ýmsum skeiðum eru í rekkum á vinnustofunni. „Ég var sitt á hvað abstrakt eða fígúratívur,“ segir málarinn þegar hann handleikur nokkur verk sín. Verk Eiríks eru sýnd reglulega enda gaf hann Hafnarborg drjúgan hluta safns síns, nær 400 mál- verk. „Þar voru sýnd gömul geómetrísk verk í fyrra og væntanlega taka þeir annað skeið fyrir næst,“ segir Eiríkur og hrósar stjórnendum Hafnarborgar, menningarmiðstöðvar Hafnarfjarðar. „Þeir vönduðu sig mjög við að velja úr safninu, það hefur mikið að segja.“ Þótt Eiríkur Smith máli ekki lengur sér hann allt eins fyrir sér að hann haldi áfram um pensil á öðru tilveru- stigi. Hann hefur grúskað í eilífðarmál- unum. „Annað hvort eflist ég sem málari eða fer út í eitthvað allt annað,“ segir hann og nefnir áhuga sinn á flugi. „Eitt sinn langaði mig að verða flug- maður,“ segir listmálarinn en hann var meðal frumherja í svifflugi á stríðsár- unum, „og ásamt öðrum sá fyrsti sem lærði fallhlífarpökkun. Ég er svona dellukall í ýmsu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  LiStmáLun Eiríkur Smith tEkur örLögum Sínum af æðruLEySi Hefur ekki málað eftir heilablóðfall Hafnfirski listmálarinn lætur ekki deigan síga í áhugmáli sínu, golfinu, þrátt fyrir áfallið en snertir ekki pensilinn lengur. Sér allt eins fyrir sér að standa við trönurnar á öðru tilverustigi. Olíumálverk og vatnslita- myndir jöfnum höndum Eiríkur Smith fæddist í Hafnarfirði árið 1925. Hann stundaði nám við Handíðaskólann 1946-48 og í einkaskóla Rostrup Böyesens í Kaupmannahöfn 1949-50 og fór í námsferð til Parísar 195-51. Eiríkur hélt sína fyrstu málverkasýningu í Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði 1948 og hélt stóra sýningu í Lista- mannaskálanum eftir að hann kom frá námi 1952. Síðan hefur Eiríkur haldið allmargar stærri sýningar á Kjarvalsstöðum og í Listasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, en hann gaf því safni veglega málverkagjöf. Eiríkur málaði jöfnum höndum stór og smá olíumálverk og vatnslitamyndir og hefur verið óhræddur við að fara inn á nýjar brautir í listsköpun sinni. Eiríkur er menntaður prentsmiður og vann til margra ára í þeirri iðn með myndlistinni. -jh Lj ós m yn d/ H ar i viðtal 37 Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.