Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 8
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd Úrval nuddsæta - verð frá 29.750 kr. Verið velkomin í verslun okkar og prófið. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R V indvirkjun, þ.e. notkun vindmyllna til raforku-framleiðslu, er kostur sem Landsvirkjun skoðar af alvöru. Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir athuganir hafa leitt í ljós að Suðurlandsundirlendið henti best til framleiðslunnar en ekki sé tímabært að gefa upp nákvæm- lega hvar á svæðinu. Þá séu aðrir staðir á landinu einnig til skoð- unar en víða á annesjum sé vinda- samt. Úlfar segir staðarval miðað við það að myllurnar verði aldrei settar ofan í byggð. Byrja þarf á frekari rannsókn- um á Suðurlandsundirlendi sem taka minnst eitt ár. Að því loknu er hægt að skoða hvers konar vind- myllur henta, þ.e. stærð mastra og spaða. Þegar það liggi fyrir sé hægt að huga að tækjakaupum en það ferli taki ár til viðbótar. Gangi allt upp taka frekari undirbúnings- rannsóknir og myllukaupin um tvö ár en Úlfar segir nauðsynlegt að fara í tilraunaframleiðslu áður en ákvörðun verði tekin um stærri vindvirkjun. Ef reynslan verður góð og raf- orkuverðspá gengur upp, þ.e. að raforkuverð fylgi raforkuverði í Evrópu, gæti vindvirkjun verið við- bót við það raforkukerfi sem fyrir er hérlendis. Í kynningu Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkj- unar, á haustfundi fyrirtækisins var kynnt raforkuverðspá fyrir Norður-Evrópu til ársins 2030. Þar var gert ráð fyrir tvöföldun á verði á föstu verðlagi. Úlfar tekur fram að ekki sé verið að tala um hækkun á raforkuverði til almenn- ings hér á landi í tengslum við vindvirkjun. Þegar litið er til staðsetningar vindmyllugarðs koma þeir staðir fyrst til greina þar sem stutt er í tengivirki. Rafmagn yrði flutt með jarðstreng þangað. Úlfar segir vindvirkjun dýrari kost en þann sem við þekkjum best, þ.e. virkjun vatnsorku. Nýtingartími á vindmyllum sé ekki hár, hafi að meðaltali verið 25% í heiminum á liðnu ári. „Við sjáum fyrir okkur að hann geti verið hærri hér, kannski á bilinu 30-40% en hann er ennþá lágur. Þróist þetta þannig að tæknin verði ódýrari og orkuverð hækki, þ.e. til stóriðnaðar, þá skapar það hagstæð skilyrði fyrir því að vindorka verði að veruleika hér á landi, en það er ekki hægt að fara út í þetta af alvöru nema að gera tilraun fyrst,“ segir Úlfar. Ytra eru vindmyllur gjarna á hæðum eða hólum. Úlfar segir  Vindmyllur SuðurlandSundirlendið hentar VindVirkjun beSt Vindorka vinnur vel á móti sveigjanlegri vatnsorku Landsvirkjun skoðar notkun vindmylla til raforkuframleiðslu af alvöru. Tilraunavinnsla, sem er for- senda stærri virkjunar, gæti hafist eftir tvö ár í kjölfar frekari rannsókna og tækjakaupa. Þegar litið er til staðsetningar vindmyllugarðs koma þeir staðir fyrst til greina þar sem stutt er í tengivirki. Athuganir hafa leitt í ljós að Suðurlandsundirlendið hentat best til framleiðslunnar en ekki er tímabært að gefa upp nákvæmlega hvar á svæðinu. of kviðusamt á fjöllum og auk þess meiri ísingarhætta þar. Hann segir vindmyll- urnar þó þola ótrúlega mikinn vind, venjulegar myllur geti unnið orku upp í 25 metra vindhraða á sekúndu og hægt sé að fá myllur sem vinni orku í 30 metra vind- hraða. Lágmarks vindhraði til orkuvinnslu er 4 metrar á sekúndu. Athuga verður að vindhraði er gjarna meiri í 100 metra hæð en við jörðu en algeng hæð masturs getur verið 70-80 metrar og hástaða spaða t.d. 50 metrum ofar. Úlfar segir miklu dýrara að staðsetja vindmyllur á sjó en landi. Erlendis sé slík staðsetning varin með auknum nýtingar- tíma en hérlendis sjái menn ekki annað en nýtingartími á landi sé það góður að land- myllur séu fyrsti kostur. Meðal kosta vindorkunnar hér er að hún vinnur vel á móti sveigjanlegri vatnsork- unni, auðlindin er ókeypis og loftmengun lítil. Helstu ókostir vindmyllna eru sjón- og hljóðmengun. Úlfar segir að auk þess þurfi m.a. að huga að fuglalífi þegar tekin er afstaða til staðsetningar, m.a. að myll- urnar séu ekki á leið farfugla. Slíkt hefur mikið verið rannsakað erlendis en Lands- virkjun hóf slíka rannsókn hér á landi fyrr í vikunni. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Úlfar Linnet Nauðsynlegt að fara í tilraunaframleiðslu áður en ákvörðun verður tekin um stærri vindvirkjun.  nám bjórSkólinn Stútfullur Fullbókað í einkakennslu fram í mars Stútfullt er í einkakennslu Bjór- skólans fram í mars á næsta ári. Skólinn hefur þegar útskrifað um 1.600 nemendur sem hafa drukkið í sig fróðleikinn um bjór, bruggun hans, styrkleika og lit- brigði. „Við þurfum stundum að grípa til aukakennsludaga,“ seg- ir Elva Rut Erlingsdóttir, skóla- stjóri Bjórskólans. Hún segir að það hafi komið mörgum á óvart hversu vel skóla- haldið hefur gengið frá því að skólinn var settur á stofn fyrir tæpu ári og hve ásóknin hefur verið mikil. „En ekki mér. Ég hafði fulla trú á hugmyndinni.“ Flestir nemendurnir eru karl- kyns, að sögn Elvu. „En það slæðist ein og ein kona með og þær eru að sækja á.“ Kennt er í skólanum á fimmtu- dögum fyrir einstaklinga og komast tuttugu að í hvert skipti, en á föstudags- og laugardags- kvöldum fer kennslan fram í lok- uðum hópum. Elva segist aldrei hafa fengið kvörtun eða heyrt af vonsviknum nemendum þótt þeir staulist ekki ölvaðir út. „Nei, þetta er ekkert fyllirí, heldur skemmtileg fræðsla með uppi- standi,“ segir hún og hlær. „Til drykkju eru barir betri.“ Kennt er í húsakynnum Ölgerðarinnar, enda skólinn hennar, og segir Elva það hafa komið nemendunum á óvart að drykkjarframleiðandinn hafi ekki einblínt á eigin vörur, held- ur kynni bjór hvaðan æva að. „Markmiðið er jú að opna augu landsmanna fyrir bjórmenningu og bruggferli hans.“ gag@frettatiminn.is Elva Rut, skólastjóri Bjórskólans. 8 fréttir Helgin 26.-29. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.