Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 88
Ég get
kokhraust
lofað góðri
skemmtun
INNBYGGÐ
KVÖRN!
KRYDDAÐU
UPP Á NÝJUNGUM
KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST
Sölustaðir : N1, Bónus, Hagkaup, Pósturinn, Katár,Te og ka, Epal, Hrím,
Kraum, Sirka, Melabúðin, Valfoss, Rauðakrossbúðirnar, Mál og menning,
Debenhams, Mýrin, Minja, Iða, Vínberið, Háma, Hrafnistubúðin Laugarási,
Garðheimar, Oce1, Galleri Sautján-Kringlunni og Smáralind
Allur ágóði af sölunni rennur
til Krabbameinsfélags Íslands
tb
r h
ön
nu
n
„Fáðu þér
gott fyrir gott“
D agur rauða nefsins verður hald-inn hátíðlegur 3. desember næst-komandi og lýkur með glæsi-
legri beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð
2. Leikstjórinn Silja Hauksdóttir hefur
verið viðloðandi starfsemi Unicef allt
frá árinu 2006 og ferðast fyrir samtökin
heimshorna á milli. Silja segir að hlutverk
hennar fyrir samtökin sé tvenns konar.
Annars vegar að fara til útlanda og mynda
ástandið þar ásamt tökumanni. Hins veg-
ar hafi hún tekið hluta af grínefninu sem
notað hefur verið í beinum sjónvarpsút-
sendingum undanfarinna ára.
„Hugsunin með þessum degi er að
grína til góðs. Það er skýr verkaskipting
innan útsendingarinnar. Annars vegar al-
vara málsins sem verið er að fjalla um og
síðan skemmtilegi þátturinn, ef svo má að
orði komast,“ segir Silja um það hvernig
það gangi upp að blanda gríni saman við
jafn alvarleg mál og Unicef berst fyrir.
Silja segir það forréttindi að fá að
ferðast um heiminn með Unicef og koma
á staði sem hún myndi sennilega aldrei
hafa farið til. „Þetta er mögnuð lífsreynsla
og maður fær mikla innsýn í erfiða hluti
sem fólk á þessum stöðum glímir við. Það
tekur á og er eitthvað sem maður kemur
með heim með sér,“ segir Silja. Aðspurð
hvaða ferð standi upp úr segir hún erfitt
að gera upp á milli en þó sé það kannski
síðasta ferðin, til Jemen nú í október, sem
rísi hæst. „Það var erfitt og flókið að vera
kona þarna. Kúltúrinn er ekki hliðhollur
konum. Ég las það í skýrslu um daginn að
þetta væri erfiðasti staður fyrir konur að
vera á en Ísland væri sá besti. Þannig að
ég fékk það besta og versta á skömmum
tíma,“ segir Silja.
Og hún lofar fjöri næsta föstudag. „Ég
get kokhraust lofað góðri skemmtun. Við
erum með landslið grínara sem semur og
leikur í grínatriðunum. Allir gefa vinnu
sína fyrir þetta góða málefni,“ segir Silja.
oskar@frettatiminn.is
Oksana lærir lög eftir að
hafa rekið 42 lögfræðinga
Oksana Grigorieva, fyrrverandi eiginkona stórleikar-
ans Mels Gibson, er byrjuð að læra lögfræði, nánar
tiltekið fjölskyldurétt, samkvæmt vefsíðunni tmz.com,
til að vera betur undirbúin í málaferlum sínum við
Gibson. Það kemur þó ekki til af góðu að Oksana hefur
sest yfir lögfræðibækurnar því hún hefur nú rekið 42
lögfræðinga sem hafa unnið fyrir hana. Sá síðasti sem
fékk að fjúka, Roland A. Litz, dugði í tvær vikur en
hann sagði við fjölmiðla að hann vonaðist til að koma
á friði á milli stríðandi fylkinga – sem honum tókst
greinilega ekki.
Samkvæmt vefsíðunni les Oksana nú bókina Cali
fornia Practice Guide – Family Law sem hún fékk að
gjöf frá Daniel Horowitz, lögfræðingi númer 39 í
röðinni hjá þessari rússnesku þokkadís.
silja HauksDóttir Á ferð og flugi með unicef
Silja Hauksdóttir hefur unnið með Unicef undanfarin fimm ár. Ljósmynd/Hari
Grínar til góðs á degi
rauða nefsins
Dagur rauða nefsins var fyrst haldinn á Íslandi árið 2006. Hann var
síðan aftur haldinn í fyrra. Hugmyndin kemur frá bresku góðgerðasamtök-
unum Comic Relief sem héldu fyrst upp á daginn árið 1988.
64 dægurmál Helgin 26.-28. nóvember 2010