Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 94
70 dægurmál Helgin 26.-28. nóvember 2010 V ala Grand hefur slegið í gegn í netsjónvarpsþáttunum Veröld Völu Grand á mbl.is. Þættirnir, sem eru orðnir fjórir talsins, hafa notið mikilla vinsælda meðal lesenda vinsæl- asta vefsvæðis landsins. Vala segist þó ekki vera orðin sjónvarpsstjarna. „Ég horfi ekki á mig í sjónvarpinu, aldrei. Ég tek þetta upp, segi frá minni lífsreynslu og skila af mér,“ segir Vala og þvertekur fyrir að kunna vel við athyglina sem hún nýtur. „Glætan! Ég er ekki athyglissjúk eða glamúrdrottning. Ég kann bara að klæða mig og bera mig vel,“ segir Vala ákveðin. Veröld Völu Grand er mjög persónu- legur þáttur þar sem Vala opnar sig algjörlega. „Það er svo yndislegt að endurfæðast. Það er fullt af leiðindum í kringum mig og þessi þáttur er leið fyrir mig til að stoppa kjaftasögurnar,“ segir Vala. Hún verður vör við mikla dómhörku frá þeim sem þekkja hana ekki. „Pældu í því; fólk dæmir mann kannski bara án þess að vita neitt. Svo kynnist það manni og segir: Hei! Þú ert geðveikt fín, allt öðruvísi en ég hélt að þú værir. Ég er að reyna að byggja sjálfa mig upp eftir erfið sambandsslit og er sátt við að vera ein. Ég er ekki að leita að hinum eina rétta.“ Aðgerðin stóra tók sinn toll og hún segist enn vera að safna orku og þreki eftir hana. „Það er svo geðveikislega margt sem mig langar að gera. Ég stefni að því að verða flugfreyja. Ég er góð í tungumálum og kann markaðssetningu og sölu. Ég tala meira að segja smá í pólsku eftir að hafa unnið með Pól- verjum „in my former life“. Svo langar mig til að verða sálfræðingur. Mér líður svona eins og sálfræðingi núna þegar ég er að svara aðdáendum mínum sem senda mér póst. Ég er rosalega hæfi- leikarík, búin með förðun, á smá eftir í hárgreiðslu og langar í fatahönnun. Sjitt hvað ég á eftir að gera margt,“ segir Vala og hlær. Lokamarkmiðið er þó skýrt: „Eftir fimm ár ætla ég að vera búin að brjóta klakann og kenna Íslendingum að virða hver annan.“ oskar@frettatiminn.is  Vala Grand Safnar orku fyrir framtíðina  SönGSkemmtun íSlenSku euroViSion-bomburnar orðnar útflutninGSVara Stefnir á flugfreyjuna Lúðrasveit við inngang- inn, glæsileg þriggja rétta máltíð og söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson yfir matnum, skemmti- atriðum og dansinum á skemmtistaðnum Cirkus í Kaupmannahöfn í maí. Icelandair ætlar aftur að flytja Íslendinga út fyrir landsteinana á íslenska skemmtun í dönsku höfuð- borginni – svona rétt eins og landinn elti Sálina, Stuðmenn og Björgvin Halldórs um meginland Evrópu á þensluárunum. „Já, pínu 2007,“ viður- kennir Páll Óskar sposkur: „En spennandi, enda allar íslensku Eurovision-bomb- urnar á staðnum.“ Meðal þeirra eru Stebbi og Eyfi, Selma, Sigga Beinteins og Sigrún Eva, Hera og Icy-hópurinn um Gleði- bankann. Einnig Friðrik Ómar, Regína og Jó- hanna. Vantar einhvern til- finnanlega? Kannski Jónsa. „Þetta er um helmingur íslensku keppendanna frá upphafi,“ segir Páll Óskar. „Og tímasetningin, 5. maí, er engin tilviljun. Þá er aðeins vika í Eurovision í Þýskalandi.“ Þangað ætlar hann þó ekki. „Ég sé alltaf um mitt eigið partí á Nasa á Eurovision – nú áttunda árið í röð.“ Páll Óskar fær ekki nóg af Eurovision. „Þetta er eins og að spyrja fótboltabullu hvort hún fái leið á bolt- anum. Leikurinn er alltaf jafnspennandi.“ Ný keppni, ný lög. „90% laganna eru drasl sem maður gleymir og sturtar niður. 5% eru áhugaverð og í lagi og svo eru 5% þeirra gull og svín- virka enn þann dag í dag.“ Gullin frá síðasta ári eru að hans mati lög Frakka, Þjóð- verja og Grikkja. - gag Páll Óskar tryllir landann í Kaupmannahöfn Fréttavefirnir dv.is og pressan.is hafa á liðnum mánuðum bitist hart um 3. sætið á lista Modernus yfir mest sóttu vefi landsins. Pressan velti DV úr þriðja sætinu fyrir nokkrum vikum og hefur setið þar sem fastast þar til í síðustu viku að dv.is tók 11% stökk á meðan pressan.is dalaði um 0,8% og vefirnir höfðu sætaskipti. Stjórnlagaþingsvefur DV hefur notið mikilla vinsælda og reið baggamuninn í baráttunni. 29.657 manns lásu vefinn í síðustu viku og standa að mestu á bak við aukninguna. Stjórnlagaþingskosningunni lýkur á laugardags- kvöld og Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Press- unnar, útilokar því ekki að hans vefur skríði aftur upp fyrir dv.is fljótlega. Pressan hafi líka þrátt fyrir þetta fagnað enn einni metvikunni auk þess sem hann sé stoltur af þeim félagsskap sem Pressan hafi af gamalgrónum miðlum í efstu lögum listans. Hörð toppbarátta Skjaldborg um Skaupið Ingólfi Júlíussyni frétta- ljósmyndara var illa brugðið þegar fólk úr tökuliði Áramótaskaupsins reyndi að meina honum að taka myndir á Austurvelli á þriðjudag. Upptökur á atriði fyrir Skaupið, þar sem mótmælendur stóðu með skilti við Alþingishúsið, voru í gangi þegar Ingólfur kom aðvífandi og lyfti mynda- vélinni. Tökuliðið freistaði þess þá að stöðva hann á þeirri forsendu að þjóðin vildi ekki vita fyrir fram hvað væri í Skaupinu. Þegar farið var fram á að hann eyddi myndum úr vél sinni var Ingólfi öllum lokið en tók slíkt ekki í mál. Ingólfur hefur meðal annars myndað fyrir Reuters og fylgdist vel með Búsáhaldabyltingunni og gosinu í Eyjafjallajökli og segist aldrei hafa lent í öðru eins. Að vera bannað að taka myndir í „opinberu rými“. Arnaldur rýfur 12.000 eintaka múrinn Flest bendir til þess að stöðugar vinsældir Arnaldar Indriðasonar á íslenskum bókamarkaði undanfarin ár séu enn að aukast því samkvæmt heimildum Fréttatímans eru 12.000 eintök af nýjustu glæpasögu hans, Furðustrandir, seld. Þrátt fyrir yfirburði Arnaldar á liðnum árum hefur hann ekki rofið þennan 12.000 eintaka múr jafn snemma árs og nú. Það sem helst telst til tíðinda við þennan árangur er að enn er eftir vika af nóvember en bóksal- an fyrir jólin hefst alla jafna ekki fyrr en í desember. Ég er rosalega hæfileikarík, búin með förðun, á smá eftir í hárgreiðslu og langar í fatahönnun. Sjitt hvað ég á eftir að gera margt. 5% eru áhuga- verð og í lagi og svo eru 5% þeirra gull og svínvirka enn þann dag í dag.“ Hlynur Sigurðsson, yfir- maður netsjónvarps mbl.is, er himinlifandi yfir viðtökunum sem þáttur Völu, Veröld Völu Grand, hefur fengið hjá lesendum mbl.is. „Það er eitt- hvað við hana sem virkar. Hún er mjög opin og hreinskilin og svoleiðis fólk er heppilegt í sjónvarpsþátt sem fjallar um líf þess. Allt sem Vala tekur sér fyrir hendur vekur athygli og þessir sjónvarpsþættir eru ekki öðruvísi,“ segir Hlynur. Spurður hvernig leiðir Völu og mbl.is hafi legið saman segir Hlynur að menn hafi fylgst með Völu í rúmt ár og séð hversu áberandi hún var og hversu vinsælar fréttir um hana voru. Hann segir að þættinum hafi verið frábærlega vel tekið. „Við höfum lítið skipt okkur af þessu. Ég sagði við hana að taka ekki upp neitt nema henni liði vel með það. Hún er með þetta tæki frá okkur og tekur upp þegar við á,“ segir Hlynur. Síðasti þáttur, þar sem Vala greindi frá því að henni hefði verið boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland, hefur verið gríðarlega vinsæll en Hlynur segist gera sér grein fyrir því að þættirnir hennar muni fara upp og niður í vinsældum. „Við sjáum þetta fyrir okkur í nokkrar vikur í það minnsta.“ Eitthvað við hana sem virkar Páll Óskar verður kynnir, skífuþeytir og flytur lögin sín á Eurovision- gleði í Kaup- mannahöfn í maí ásamt fjölda annarra íslenskra Eurovision- bomba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.