Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 22
L jósmyndirnar í nýrri bók Jónatans Grétarssonar ljós­myndara, Íslenskir lista­ menn, eru ekki svipmyndir sem fanga eitt augnablik, heldur út­ hugsuð og þaulunnin myndverk. „Áður en ég byrjaði að mynda settist ég yfirleitt niður með hverjum og einum í hálftíma, eða klukkutíma, drakk með þeim kaffi og spjallaði. Sumt af þessu fólki hafði ég aldrei hitt augliti til augliti áðurs. Ég þurfti að stúdera andlitin, kynnast þeim betur áður en ég gat byrjað.“ Jónatan segir að hann hafi notað allt að fimm ljós til að lýsa við­ fangsefni sín. Og lýsingin er hörð og óvægin, hér er enginn glamúr á ferðinni. Hver hrukka, skora og misfella er dregin fram í andlit­ um þeirra sem eru fyrir framan linsuna. Aðspurður hvernig fyrir­ sæturnar hafi tekið þessu mis­ kunnarlausa ljósi, segir Jónatan viðbrögðin ekki hafa verið vanda­ mál. „Það kvartaði að minnsta kosti enginn,“ segir hann og glottir. Bók Jónatans er þykk og veg­ leg enda hefur Jónatan verið að vinna að henni í nokkur ár. „Elsta myndin er tekin 2004, en ég fór markvisst að mynda fyrir bókina árið 2007. Að sögn Jónatans hefur hann myndað yfir 100 íslenska listamenn úr öllum listgreinum og á ýmsum aldri á þessu tímabili. Jónatan er fæddur 1979. Hann lauk sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík 2002 og hefur einnig stundað nám við International Center of Photo­ graphy í New York. Hann hefur tekið þátt í samsýningum blaða­ og ljósmyndarafélagsins og unnið sem ljósmyndari fyrir tímarit auk þess að reka eigið stúdíó. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður opnuð á morgun, laugardag, sýning með nokkrum myndum úr henni á 2. hæð Iðuhússins við Lækjargötu. -jk Í ljósi og skugga Jónatans Ný og metnaðarfull ljósmyndabók með andlitum íslenskra listamanna. 22 ljósmyndir Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.