Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 10
Sem betur fer var sett inn í hafnalög heimild fyrir hafnirnar til að taka þessi óreiðuskip ... “ Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Reykjavíkurhöfn hafa verið með töluvert af óreiðubátum á síðustu árum en staðan sé nokkuð góð núna. Unnið hafi verið markvisst að því að losna við þá, eftir séu tveir eða þrír í höfninni og tveir trébátar hafi verið teknir á land í Sundahöfn. Gísli segir stálbátana skárri því hægt sé að losna við þá í brotajárn en talsverður kostnaður fylgi því að farga trébátum. „Við vorum búnir að taka okkar skammt af austantjaldstogurunum með hinu fræga skipi Odinkova en við losnuðum við það. Skipið var raunar gert upp í Póllandi og er nú notað sem þjónustuskip í olíuiðnaði. Sá sem er sýnu verstur hér í Reykjavík er Þór, gamla varðskipið,“ segir Gísli og bætir því við að menn taki út fyrir að horfa á skipið. Hið fornfræga skip þorska- stríðanna, sem má muna sinn fífil fegri, liggur nú við Gufunesbryggju. Sú bryggja er að vísu ekki á ábyrgð Faxaflóahafna heldur Íslenska gámafélagsins. „Þór var orðinn slæmur áður en restin fór af honum þegar hann var notaður í kvikmyndatökur myndarinnar Reykjavík Whalewatching Massacre,“ segir Gísli. -jh Taka út fyrir að horfa á Þór Þ etta er eina skipið sem er í óreiðu en það eru fleiri skip sem liggja í höfninni og eru ekki í rekstri en það er alltaf borgað af þeim,“ segir Ína Illugadóttir, skrifstofustjóri Hafnar- fjarðarhafnar. Höfnin auglýsti á dögun- um uppboð á m.v. OBSHS, „óreiðuskipi“ í Hafnarfjarðarhöfn. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði býður skipið upp á fimmtu- daginn í næstu viku, 2. desember. Ína segir að togarinn hafi verið bund- inn við bryggju í Hafnarfirði í nærfellt tvö ár. Skipið er skráð í eigu Brand- ford Commerce Ltd Í Belize City í Be- lize en Bjarni Ásgeirsson, lögmaður Hafnarfjarðarhafnar, segir að þar sé um skúffufyrirtæki og austantjaldsútgerð að ræða. Engir Íslendingar komu að útgerð skipsins utan þess sem umboðsmaður eigenda sá um viðskipti við höfnina en hann ber enga ábyrgð á rekstri skipsins. Bjarni segir að nær eingöngu hafnar- gjöld hvíli á skipinu, sennilega um fjórar milljónir króna. Hann segir þetta mikið vandamál í höfnum landsins. Hinir og þessir komi að málum og stingi svo af frá öllu saman. „Sem betur fer var sett inn í hafnalög heimild fyrir hafnirnar til að taka þessi óreiðuskip á tiltölulega einfaldan máta og selja þau. Það þarf að auglýsa og tilkynna eigendum en alveg er sama hvort þeir fá bréfið eða ekki, bara ef það hefur sannanlega verið sent. Með þessum hætti losna hafnirnar við skipin,“ segir Bjarni. Togarinn Lómur í brotajárn Kópavogshöfn losnaði nýlega við togar- ann Lóm sem legið hafði þar við frá því um sumarið 2008. „Skipið lokaðist hér inni við hrunið haustið 2008,“ segir Júl- íus Skúlason hafnarvörður. Hann segir eiganda skipsins hafa verið íslenskan en það hafi verið skráð í Eistlandi. Á sínum tíma var skipið gert út til rækjuveiða á Flæmska hattinum. Eftir að hafa landað í Grundarfirði var skipinu siglt til Kópa- vogs þar sem breyta átti vélum þess fyrir brennslu svartolíu. Júlíus segir legu togarans í Kópavogs- höfn í svo langan tíma hafa skapað höfn- inni mikinn vanda enda aðeins einn kantur fyrir svo stór skip. Borgað hafi verið af skipinu fram í febrúar 2009 en eftir það hafi hafnargjöld hlaðist upp, 300-400 þúsund krónur á mánuði. Bank- inn sem veð hafi átti í skipinu hafi loks leyst það til sín á uppboði síðastliðið vor. Það var svo dregið til Danmerkur á dög- unum og verður sett í brotajárn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  hallærisútgerð Uppboð á togara næsta fimmtUdag Hafnirnar losa sig við „óreiðuskipin“ Hafnarfjarðarhöfn langþreytt á dalli skúffufyrirtækis í Belize. Kópavogshöfn losnaði við togarann Lóm í brotajárn á dögunum. „Óreiðuskipið“ m.v.OBSHS í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd/Hari Ljósmynd/Hari Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar- maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850. 10 fréttir Helgin 26.-28. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.