Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 8

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 8
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd Úrval nuddsæta - verð frá 29.750 kr. Verið velkomin í verslun okkar og prófið. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R V indvirkjun, þ.e. notkun vindmyllna til raforku-framleiðslu, er kostur sem Landsvirkjun skoðar af alvöru. Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir athuganir hafa leitt í ljós að Suðurlandsundirlendið henti best til framleiðslunnar en ekki sé tímabært að gefa upp nákvæm- lega hvar á svæðinu. Þá séu aðrir staðir á landinu einnig til skoð- unar en víða á annesjum sé vinda- samt. Úlfar segir staðarval miðað við það að myllurnar verði aldrei settar ofan í byggð. Byrja þarf á frekari rannsókn- um á Suðurlandsundirlendi sem taka minnst eitt ár. Að því loknu er hægt að skoða hvers konar vind- myllur henta, þ.e. stærð mastra og spaða. Þegar það liggi fyrir sé hægt að huga að tækjakaupum en það ferli taki ár til viðbótar. Gangi allt upp taka frekari undirbúnings- rannsóknir og myllukaupin um tvö ár en Úlfar segir nauðsynlegt að fara í tilraunaframleiðslu áður en ákvörðun verði tekin um stærri vindvirkjun. Ef reynslan verður góð og raf- orkuverðspá gengur upp, þ.e. að raforkuverð fylgi raforkuverði í Evrópu, gæti vindvirkjun verið við- bót við það raforkukerfi sem fyrir er hérlendis. Í kynningu Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkj- unar, á haustfundi fyrirtækisins var kynnt raforkuverðspá fyrir Norður-Evrópu til ársins 2030. Þar var gert ráð fyrir tvöföldun á verði á föstu verðlagi. Úlfar tekur fram að ekki sé verið að tala um hækkun á raforkuverði til almenn- ings hér á landi í tengslum við vindvirkjun. Þegar litið er til staðsetningar vindmyllugarðs koma þeir staðir fyrst til greina þar sem stutt er í tengivirki. Rafmagn yrði flutt með jarðstreng þangað. Úlfar segir vindvirkjun dýrari kost en þann sem við þekkjum best, þ.e. virkjun vatnsorku. Nýtingartími á vindmyllum sé ekki hár, hafi að meðaltali verið 25% í heiminum á liðnu ári. „Við sjáum fyrir okkur að hann geti verið hærri hér, kannski á bilinu 30-40% en hann er ennþá lágur. Þróist þetta þannig að tæknin verði ódýrari og orkuverð hækki, þ.e. til stóriðnaðar, þá skapar það hagstæð skilyrði fyrir því að vindorka verði að veruleika hér á landi, en það er ekki hægt að fara út í þetta af alvöru nema að gera tilraun fyrst,“ segir Úlfar. Ytra eru vindmyllur gjarna á hæðum eða hólum. Úlfar segir  Vindmyllur SuðurlandSundirlendið hentar VindVirkjun beSt Vindorka vinnur vel á móti sveigjanlegri vatnsorku Landsvirkjun skoðar notkun vindmylla til raforkuframleiðslu af alvöru. Tilraunavinnsla, sem er for- senda stærri virkjunar, gæti hafist eftir tvö ár í kjölfar frekari rannsókna og tækjakaupa. Þegar litið er til staðsetningar vindmyllugarðs koma þeir staðir fyrst til greina þar sem stutt er í tengivirki. Athuganir hafa leitt í ljós að Suðurlandsundirlendið hentat best til framleiðslunnar en ekki er tímabært að gefa upp nákvæmlega hvar á svæðinu. of kviðusamt á fjöllum og auk þess meiri ísingarhætta þar. Hann segir vindmyll- urnar þó þola ótrúlega mikinn vind, venjulegar myllur geti unnið orku upp í 25 metra vindhraða á sekúndu og hægt sé að fá myllur sem vinni orku í 30 metra vind- hraða. Lágmarks vindhraði til orkuvinnslu er 4 metrar á sekúndu. Athuga verður að vindhraði er gjarna meiri í 100 metra hæð en við jörðu en algeng hæð masturs getur verið 70-80 metrar og hástaða spaða t.d. 50 metrum ofar. Úlfar segir miklu dýrara að staðsetja vindmyllur á sjó en landi. Erlendis sé slík staðsetning varin með auknum nýtingar- tíma en hérlendis sjái menn ekki annað en nýtingartími á landi sé það góður að land- myllur séu fyrsti kostur. Meðal kosta vindorkunnar hér er að hún vinnur vel á móti sveigjanlegri vatnsork- unni, auðlindin er ókeypis og loftmengun lítil. Helstu ókostir vindmyllna eru sjón- og hljóðmengun. Úlfar segir að auk þess þurfi m.a. að huga að fuglalífi þegar tekin er afstaða til staðsetningar, m.a. að myll- urnar séu ekki á leið farfugla. Slíkt hefur mikið verið rannsakað erlendis en Lands- virkjun hóf slíka rannsókn hér á landi fyrr í vikunni. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Úlfar Linnet Nauðsynlegt að fara í tilraunaframleiðslu áður en ákvörðun verður tekin um stærri vindvirkjun.  nám bjórSkólinn Stútfullur Fullbókað í einkakennslu fram í mars Stútfullt er í einkakennslu Bjór- skólans fram í mars á næsta ári. Skólinn hefur þegar útskrifað um 1.600 nemendur sem hafa drukkið í sig fróðleikinn um bjór, bruggun hans, styrkleika og lit- brigði. „Við þurfum stundum að grípa til aukakennsludaga,“ seg- ir Elva Rut Erlingsdóttir, skóla- stjóri Bjórskólans. Hún segir að það hafi komið mörgum á óvart hversu vel skóla- haldið hefur gengið frá því að skólinn var settur á stofn fyrir tæpu ári og hve ásóknin hefur verið mikil. „En ekki mér. Ég hafði fulla trú á hugmyndinni.“ Flestir nemendurnir eru karl- kyns, að sögn Elvu. „En það slæðist ein og ein kona með og þær eru að sækja á.“ Kennt er í skólanum á fimmtu- dögum fyrir einstaklinga og komast tuttugu að í hvert skipti, en á föstudags- og laugardags- kvöldum fer kennslan fram í lok- uðum hópum. Elva segist aldrei hafa fengið kvörtun eða heyrt af vonsviknum nemendum þótt þeir staulist ekki ölvaðir út. „Nei, þetta er ekkert fyllirí, heldur skemmtileg fræðsla með uppi- standi,“ segir hún og hlær. „Til drykkju eru barir betri.“ Kennt er í húsakynnum Ölgerðarinnar, enda skólinn hennar, og segir Elva það hafa komið nemendunum á óvart að drykkjarframleiðandinn hafi ekki einblínt á eigin vörur, held- ur kynni bjór hvaðan æva að. „Markmiðið er jú að opna augu landsmanna fyrir bjórmenningu og bruggferli hans.“ gag@frettatiminn.is Elva Rut, skólastjóri Bjórskólans. 8 fréttir Helgin 26.-29. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.