Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 52

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 52
16 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010 . 10 R. R. hálsi 3 - 110 R . .. F lestir njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar en Jón Ragn-ar Jónsson læknanemi ætl- ar að vinna um hátíðarnar. Hann mun leysa af lækninn í Búðardal og finnst ekkert tiltökumál að vera aleinn um jólin, fjarri fjölskyldu og vinum. „Ég sá auglýst eftir lækna- nema í afleysingar á heimasíðu læknanema og ákvað að sækja um. Maður stekkur nú á hvert tækifæri til að safna í reynslubankann, og mér fannst kominn tími til að bæta ferð út í hérað undir beltið. En það verður bakvakt reynslumeiri heim- ilislæknis sem ég get reitt mig á ef þörf krefur. Að auki verður gott að vinna sér inn pening,“ segir Jón Ragnar sem verður á vakt öll jól- in. „Ég verð að vera tiltækur allan Á vaktinni um jólin Jón Ragnar Jónsson læknanemi verður að vinna um jól og áramót sólarhringinn og fæ íbúð á vegum heilsugæslunnar,“ segir hann. Hvernig leggst þetta í þig? „Mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég er heldur ekki bú- inn að stofna eigin fjölskyldu og finnst sjálfsagt að fórna mér fyrir þá sem hafa meiru að tapa. Þetta verður kannski ekki eins gaman og að vera með fjölskyldunni en ég hef litlar áhyggjur af því.“ Ætlar þú að gera þér einhvern dagamun yfir hátíðarnar? „Góð spurning. Ég hef ekki hugs- að út í það. Ætli ég reyni ekki að elda góðan mat og svo er aldrei að vita nema félagi minn, sem er frá Búðardal, verði á staðnum og ég get þá litið við hjá honum ef tækifæri gefst til.“ Hefur þú ákveðið hvort þú opnar jólapakkana þína í Búðardal eða bíður með það? „Ég ætla að láta það ráðast. Senni- lega er skemmtilegra að opna þá með fjölskyldunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er fjarri heima- högum um jólin. Í hittiðfyrra var ég á ferðalagi um Suður-Ameríku og eyddi jólunum í Perú. Þá bað ég sérstaklega um að það yrðu haldin litlu jólin þegar ég kæmi heim. Það er aldrei að vita nema ég biðji um það aftur, þ.e.a.s. ef mamma verður búin að fyrirgefa mér að yfirgefa hana aftur um jólin.“ Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Hress heilsurækt „Einfaldaðu líf þitt, njóttu hvers augnabliks og skipuleggðu þig. Ekki eyða um efni fram því það veldur oft áhyggjum. Notaðu til dæmis gamla jólaskrautið, það laðar oft fram hinn eina sanna jólaanda. Láttu gott af þér leiða fyrir aðra og fyrir líkama þinn og sál. Ekki gleyma þér í öllu jólaamstrinu.“ Ráð við jólastRessi Í hittiðfyrra var ég á ferða- lagi um Suður-Ameríku og eyddi jólunum í Perú. Þá bað ég sérstaklega um að það yrðu haldin litlu jólin þegar ég kæmi heim. Jón Ragnar er barnlaus og finnst sjálfsagt að fórna sér fyrir þá sem hafa meiru að tapa með því að vinna þegar aðrir eru að taka upp pakkana. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.