Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 90

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 90
Raxi er langt fyrir ofan heimskautsbaug, í fylgd með veiðimönn- um í köldum heimi langra skugga norður- hjarans, sem hann fangar á sinn einstaka hátt í svarthvítu. 66 dægurmál Helgin 26.-28. nóvember 2010  Plötuhorn Dr. Gunna allt er eitthvað  Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar Á annarri sólóplötu Jónasar mynda drífandi og ákveðnir tramp-taktar, kraft- mikill blástur og safarík smáatriði mjög sterka heild. Tónlistin liggur einhvers staðar á milli lífrænnar soul- tónlistar og blúsrokks Mugisons. Jónas flytur nútímafirringartexta af sömu ákefð og Suðurríkja-predikari, en er líka lífsglaðari inn á milli. Þrátt fyrir einstaka miðjumoð á plötunni hefur Jónas sannarlega stimplað sig inn sem einn af áhugaverðari popp- urum landsins með þessari flottu plötu. undraland  Valdimar Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar Valdimars. Þar er söngvarinn Valdimar Guð- mundsson í fararbroddi og semur lögin ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni. Innihaldið er milt popp á íslensku með reggí- og djassblæ og koma Hjálmar og Moses Hightower upp í hugann sem skipsfélagar á þessar leið. Dulúðugustu lög Valdimars eru best – titillagið og „Yfirgefinn“ – bæði frábærar laga- smíðar. Annað er gott en sumt minna frábært, eins og gengur. Þetta er góð frumraun og greinilega eru hér mikil efni á ferð. Kingston Keflavík  Hjálmar Lopapeysureggí Hjálma hefur nú fengið að grassera og fullkomnast á fjórum stúdíóplötum. Bandið er stórhuga og lítur yfir farin veg fyrir þessi jól, hefur gefið út hnaus- þykka ljósmyndabók og þennan safndisk, þar sem safnað er saman tíu aukalögum frá ferlinum. Hér má finna reggíútgáfur af íslenskri poppklassík, spikfeitar döbb-til- raunir og traust pop- plög eins og hressandi smellinn Gakktu alla leið. Hjálmar er frábært band og þetta er fínn millibiti þar til næsta plata dettur í hús. Kristín Ólafsdóttir er margfaldur Íslands- og bikar meistari í frjálsum. Mark Johnson er bikarmeistari í stangarstökki og í hópi 15 bestu stanga- stökkvara í Bandaríkjunum. Þau stefna bæði á ÓL 2012. Jónatan er sá eini sem heldur sig alfarið í stúdíóinu og býður upp á bók með fyrst og fremst svart- hvítum port- rettum af lista- mönnum. Meira um þá bók má sjá á blaðsíðu 22.  bæKur Veisla á stofuborðinu Magnað ár í útgáfu ljós- myndabóka Fimm eðalbækur á ólíkum slóðum. Þ að eru engar ýkjur að segja að aldrei áður í útgáfusögu landsins hafi komið út jafn margar öflugar ljósmyndabækur og á þessu ári. Fjórir af reyndustu og virtustu ljósmyndurum Íslands sendu allir frá sér bækur. Þetta eru þeir Páll Stefánsson, Einar Falur Ing- ólfsson, Ragnar Aðalsteinsson (Rax) og Sigurgeir Sigur- jónsson, allt þrautþjálfaðir og margsigldir menn sem kunna öðrum betur að fanga ljósið hvort sem það er á filmu eða stafrænan kubb. Í þennan hóp blandar sér Jónatan Grétars- son, sem er unglingur miðað við hina, en þó alls enginn nýgræðingur. -jk Það allra skemmti- legasta við þessa ljós- myndabókabyltingu – þetta er ekkert annað – er að bækurnar eru mjög á ólíkum slóð- um. Páll Stefánsson er á ferð fyrir ofan og neðan funheitan mið- baug, í bjartri birtu Afríku, og skrásetur í djúpum og safaríkum litum fótboltafárið sem hefur heltekið þessa dásamlegu álfu. Sigurgeir Sigurjóns- son stekkur aftur í tímann og dregur fram úr safni sínu aldeilis frábærar myndir af popphetjum, listamönn- um og glöðum æskulýð frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar; glæsileg heimild um andrúm liðins tíma. Einar Falur heldur sig við heima- hagana og teflir saman málverkum Englendingsins W.G. Collingwood sem fór um vestanvert Ísland árið 1897. Rúmlega hundrað árum síðar fór Einar Falur á sömu staði og tók myndir af sömu mótívum og úr verður einstaklega skemmtileg blanda.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.