Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 6
Frábærar
barnabækur
www.forlagid.is
KíKtu við
fyrsta vetrardag!
Sýning á myndum Sigrúnar Eldjárn
úr bókunum tveimur verður opnuð
í Þjóðminjasafninu laugardaginn
23. október kl. 15.
Þórarinn og Sigrún kynna bækurnar
og lesa upp. Verið velkomin!
Forngripasafnið er fyrsta bókin í nýjum
þríleik eftir Sigrúnu Eldjárn, ríkulega mynd-
skreytt og spennandi saga fyrir krakka á
aldrinum 8–12 ára.
árstíðirnar er bráðskemmtileg ný vísnabók
eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn. Bók sem
börnin lesa aftur og aftur!
Þótt ég prenti ekki mikið með tölvuprent-
aranum mínum finnst mér hann alltaf vera
að senda mér þau skilaboð að það þurfi að
skipta um blekhylki. Þetta er auðvitað hið
versta mál því með falli krónunnar hafa
þessi prentarablekhylki orðið rándýr.
Prentarinn minn heitir Canon Pixma
IP4000. Það eru fimm blekhylki í honum,
tvö svört, blátt, rautt og gult. Kaupi ég öll
þessi hylki af upprunalegu framleiðslu-
tegundinni Canon þarf ég að punga út í
kringum 10.000 krónum. Það er smávegis
munur á verðinu á milli búða; þegar ég
hef gáð hafa Tölvutek, Elko og Griffill verið
með besta verðið.
Annar möguleiki er að kaupa „samhæft“-
blekhylki, þ.e.a.s. ekki orgínal Canon-hylki
heldur ódýrari hylki frá öðrum fram-
leiðendum. Hér eru nokkrir möguleikar
í stöðunni: Prentvörur heitir póstverslun
sem einnig er með verslun í Skútuvogi 1.
Þar get ég keypt samhæfð hylki í prent-
arann minn fyrir helmingi minna, eða á
um 5.000 krónur fyrir hylkin fimm. Enn
ódýrari möguleika fann ég hjá Mynd-
bandavinnslunni, Hátúni 6b. Þar eru seld
samhæfð blekhylki frá hinu aldna þýska
fyrirtæki Agfa fyrir ýmsar gerðir prentara.
Verðið er glettilega gott. Ég get fengið öll
fimm hylkin sem ég þarf í einum pakka
fyrir 3.190 kr.
En eru samhæfð hylki eins góð og orgínal?
Kemur ekki sparnaðurinn niður á gæð-
unum? Auðvitað eru til bæði góð og slæm
samhæfð hylki. Ekki kaupa hylki þar sem
nafn framleiðanda kemur hvergi fram.
Ég keypti einu sinni hræbillegt kínverskt
blekhylki sem reyndist algjör martröð, það
míglak og var næstum búið að eyðileggja
prentarann minn.
Það skiptir mestu í hvað þú notar prentar-
ann þinn. Ef þú prentar mikið og aðallega
myndir í lit, þá er affarasælast að splæsa í
orgínal hylki. Ef þú prentar mest texta og
skjöl eru samhæfð hylki góður kostur. Því
eldri sem prentarinn er, því auðveldara
er að finna samhæfð hylki. Ef þú ert með
glænýja týpu af prentara er séns á að
engin hylki séu í boði nema upprunaleg
hylki frá framleiðanda.
Það er hundrað prósent öruggt að þú færð
það besta út úr prentaranum með blek-
hylki frá upprunalega framleiðandanum.
Samhæfð hylki eru hins vegar ódýrari
– geta verið meira en 200% ódýrari – en
þú getur verið að taka óþarfa sénsa. Ef þú
vandar hins vegar valið og notar góðan
pappír til að prenta á, þá er allt eins líklegt
að þú sjáir engan mun.
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is
Um prentarablekhylki
Gunnar
Hjálmarsson
drgunni@centrum.is
Canon Pixma IP4000 prentari
Hægt er að skipta um öll prent-
arahylkin fyrir 10.000
krónur eða 3.190
krónur, eftir því
hvort valin eru
upprunaleg
eða
sam-
hæfð
hylki.
i KEA hefur fjarlægt stól starfsmanns úr barnagæslu og sett upp plexigler eftir að þriggja ára gutti stökk yfir
afgreiðsluborðið, reif af sér merkimiða
og gekk út úr versluninni óséður, skó-
og úlpulaus.
„Þetta er í fyrsta skipti sem barn hverf-
ur úr barnagæslunni,“ segir Þórarinn
Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.
Því sé nú einnig unnið að því að setja
upp aukavegg sem stöðva eigi börn sem
nái að stökkva yfir afgreiðsluborðið eða
lauma sér út með öðrum sem verið sé
að sækja.
„Við erum með mjög góðar myndir af
því þegar drengurinn stökk yfir vegginn.
Hann fer upp á stól og um leið og starfs-
maðurinn lítur undan stekkur hann ein-
beittur yfir borðið og rífur af sér merki-
miða. Hann fer beint út á bílaplan þar
sem kona stöðvar för hans og kemur með
hann aftur inn í verslunina.“ Þegar inn
var komið sagði konan að svo virtist sem
drengurinn hefði sloppið út úr bíl. „Ör-
yggisverðir tóku það trúanlegt og því tók
nokkurn tíma að átta sig á því að dreng-
urinn hafði sloppið úr barnagæslunni.“
Ýr Róbertsdóttir, móðir drengsins, og
amma voru með hann í IKEA þennan
dag. „Við stóðum við afgreiðsluborðið til
að sækja hann og starfsmaðurinn, ung
stúlka, kallar og kallar á hann en hann
kemur ekki. Sú fór því að afgreiða aðra. Í
því gengur að okkur lögreglumaður. Mér
brá og hélt að búið væri að ræna barninu
mínu,“ segir hún. „Konan sem stöðvaði
strákinn á bílastæðinu kom þá með hann
í fanginu. Hann hafði verið hjá henni all-
an tímann og þau beðið á matsölustaðn-
um,“ segir Ýr og lýsir því hvernig hún
hafi áttað sig á málinu þegar lögreglu-
maðurinn hóf að taka af henni skýrslu
fyrir vanrækslu, en hún útskýrt að barn-
ið hafi verið í barnagæslunni. „Úti var
dimmt og það rigndi. Hann hefði getað
hlaupið upp á hraðbraut og orðið fyrir bíl,
já eða gengið út í hraunið og orðið úti.“
Þórarinn segir málið litið mjög alvar-
legum augum, enda barnið í stórhættu á
bílastæðinu. „Það er guðsmildi að ekki
fór verr.“ Starfsmenn hafi verið í upp-
námi yfir atvikinu. „Við viljum að foreldr-
ar geti treyst okkur 100% fyrir börnunum
og því setjum við nú upp þennan tvöfalda
vegg,“ segir Þórarinn. „Ég er sjálfur for-
Úti var dimmt
og það rigndi.
Hann hefði
getað hlaupið
upp á hrað-
braut og orðið
fyrir bíl, já
eða gengið út
í hraunið og
orðið úti.
ikea ÖryggisreglUrnar hertar
Þriggja ára drengur
hvarf úr barnagæslunni
Guðsmildi að ekki fór verr, segir framkvæmdastjóri IKEA, sem fjarlægði stól af svæðinu, setti upp
plexigler og reisir aukavegg. Móðir drengsins hugsar með hryllingi til þess að hann var úlpulaus og
á sokkunum á dimmu bílastæðinu. Aldrei gerst áður, segir framkvæmdastjóri verslunarinnar.
Þórarinn við nýja vegginn sem eykur öryggið í IKEA. Verslunin bregst við
eftir að þriggja ára snáði stökk yfir afgreiðsluborðið og hljóp út á bílastæði.
Ljósmynd/Hari
eldri og get ekki hugsað þá hugsun til
enda hefði farið verr.“
Faðir litla drengsins, Gylfi Steinn
Gunnarsson, segir hann f jörugan,
óhræddan og góðan að klifra og vilji
kanna heiminn. Honum hafi tekist að
opna hliðið á leikskólanum sínum en
náðst í tíma. Móðir hans segir þó með
ólíkindum að honum hafi tekist að kom-
ast óséður yfir afgreiðsluborðið.
„Þetta eru einfaldlega hlutir sem
þurfa að vera í topplagi. Ég viðurkenni
að ég hefði viljað segja margt þegar ég
fékk drenginn í hendurnar en var bara
svo slegin,“ segir hún enda margt betur
mátt fara í ferlinu þennan dag og í kjöl-
farið, þegar hún leitaði skýringa á atvik-
inu. „Við erum þó ánægð með að IKEA
bregðist við þegar út af bregður.“ Ánægð-
ust séu þau foreldrarnir þó með konuna
sem passaði litla pjakkinn þennan dag
og færðu þau henni blóm og ostakörfu
nokkrum dögum eftir björgunin. „Þetta
er áminning um að hafa alltaf augun á
börnunum, það er ekki hægt að segja
annað.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
6 fréttir Helgin 22.-24. október 2010