Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 8

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 8
www.tandur.is ∙ sími 510 1200 Sótthreinsun hesthúsa FUMISPORE OPP Eftir góða hreinsun á h esthúsinu þá er einfalt að sótthreinsa í kjölfarið með „dós“ a f reyksótthreinsiefninu FUMISPORE OPP Sótthreinsiefnið smýgur með reyknum um allt hesthúsið og ekkert svæði „gleymist“. Vinnur vel á bakteríum og myglu. i i i i l i í l i i i i i i i ll i i l i i l í l Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Er von á barni? Glaðleg íslensk hönnun fyrir börnin Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd Úrval nuddsæta - verð frá 23.750 kr. Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Skattleysi eingreiðslubóta sjúkdómatrygginga réttlætismál Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til að taka af allan vafa, með breytingu á lögum um tekjuskatt, um að eignaauki vegna eingreiðslubóta úr sjúkdómatryggingum skuli vera undanþeginn tekjuskatti, að því er fram kemur á síðu samtakanna. „Með skattlagn- ingu bótanna,“ segir m.a., „er verið að sækja fjármagn til þeirra sem lenda í alvarlegum heilsufarsvanda og hafa keypt sér að því þeir töldu skattfrjálsa tryggingu til að mæta slíkum vanda. Skattskylda bóta er tvísköttun og felur í sér auknar álögur á þá sem eiga um sárt að binda vegna alvarlegra sjúkdóma eða fötlunar.“ Reikna með að laun standi í stað Ný könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins leiðir í ljós að 52% stjórnenda telja að laun muni standa í stað á næstu sex mánuðum en 45% telja að laun muni hækka. Samanvegið reikna stjórnendur með að laun hækki um 1,4% að meðaltali á næstu sex mánuðum. Í flestum atvinnugreinum er reiknað með hækkunum á bilinu 1-1,5%, nema í byggingariðnaði þar sem ekki er reiknað með neinum hækkunum. Líkt og í fyrri könnunum telja nær allir aðspurðra sig hafa nægt starfsfólk og einungis 8% búa við skort á starfsfólki. Ráðningará- form stjórnenda benda til þess að það syrti í álinn á næstu sex mánuðum þar sem 25% þeirra hyggjast fækka starfs- mönnum en 17% fjölga. Skilyrði fyrir frekara afnámi gjaldeyrishafta fyrir árslok Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að öll skilyrði séu fyrir frekara afnámi gjaldeyrishafta fyrir áramót. Þetta kom fram í ræðu hans á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í fyrradag. Standa þarf þannig að afnámi haftanna, að mati bankastjórans, að umrót á fjármálamarkaði verði eins lítið og mögulegt er, sem og sveiflur á gengi krónunnar. Már telur gjaldeyrisforða full- nægjandi sem og stöðugleika í efnahagslífi en ná þurfi tökum á fjármálakerfinu. Ræða seðlabankastjóra er birt í heild á vef bankans. -jh KaupmáttarhæKKun Vísitala kaupmáttar launa í september 2010 er 107,7 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mán- uði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaup- máttar launa hækkað um 2,2%, að því er Hag- stofa Íslands greinir frá. Launavísitala í septem- ber 2010 var 380,7 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðast- liðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,0%. 2,2% HækkuN LauNaVÍSitöLu SÍðaStLiða 12 MáNuði Hagstofa Íslands V innubrögð Sparisjóðs Vest-mannaeyja voru óábyrg í máli konu á áttræðisaldri sem bankinn samþykkti sem ábyrgð- armann. Þau eiga ekki að tíðkast, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Ekki verði séð að Sparisjóðurinn hafi kannað hvort konan gæti staðið undir greiðslum láns dóttur sinnar, félli það á hana, heldur hafi bankinn vitað að hann gæti gengið að húseign hennar og það hafi nægt honum. „Ábyrgðarmannakerfið er búið að valda nægu tjóni og erfiðleikum í ís- lensku samfélagi,“ segir Árni Páll. Alþingi hafi með lagasetningum sett því stólinn fyrir dyrnar að hægt væri að ganga að ábyrgðarmönnum eftir að skuldir hafi verið felldar niður í greiðsluaðlögun, en með dómi Hér- aðsdóms Suðurlands sé úreltu kerfi viðhaldið. Forsaga málsins er sú að ung kona fékk móður sína og bróður til að ábyrgjast milljón króna skuld samkvæmt skuldabréfi. Sparisjóður Vestmannaeyja samþykkti móður konunnar sem ábyrgðarmann þrátt fyrir að hún gæti ekki greitt af lán- inu, félli það á hana. Hann hafi ver- ið með í bakhöndinni að hann gæti gengið að húseign hennar. Héraðs- dómurinn dæmdi Sparisjóðnum í hag og staðfesti Hæstiréttur dóminn verður konan, sem er á áttræðisaldri, borin út og húsið selt ofan af henni. Málið verður rekið í Hæstarétti um miðjan nóvembermánuð. „Ég spyr mig: Hvaða viðskipta- legu sjónarmið liggja að baki ákvörð- un Sparisjóðsins? Hann er aðeins að reyna að setja hendur á eitthvert veð sem hann vill geta innleyst með því að bera viðkomandi út,“ segir Árni Páll og finnst dómurinn lýsa úreltum hugsunarhætti. Staðfesti Hæstirétt- ur hann verði landsmenn fangar úr- eltrar lögfræðihugsunar. Áhrif hans nú séu þau að mál standi föst í kerf- inu og ein helsta ástæða þess að ekki fleiri hafi fengið úrlausn sinna mála hjá umboðsmanni skuldara, því þótt skuldarar fái létt af sér skuldafarg- inu geti bankar gengið á ábyrgðar- menn. „Með dómnum skilur á milli hvort fáein eða mörg þúsund manns lenda í fjárhagsvanda. Þetta getur haft slík áhrif.“ Dómurinn taki þá afstöðu að eignarréttur bankanna standi framar rétti einstaklings til friðhelgi heimilis og einkalífs. „Bankar hafa fengið svigrúm til að fella niður skuldir,“ segir hann og bendir á að það hafi þeir fengið þegar lánasöfnin þeirra voru færð niður milli gömlu og nýju bank- anna. „Þeir eiga því ekki að eltast við ábyrgðarmenn heldur horfast í augu við staðreyndir og óábyrga hegðun sína í gegnum tíðina. Sama gildir um Sparisjóði sem starfa á grunni þess að gegna samfélagslega mikil- vægu hlutverki.“ Ábyrgðarmanna- kerfið og takmarkaður réttur þeirra sem hafi lent í fjárhagsvanda hafi ýtt undir vitleysu í útlánastarfsemi síð- asta áratug. „Það gerði bankamönn- um kleift að lána eins og óðir menn út um allar trissur því þeir töldu sig geta náð inn fyrir lánunum hjá ábyrgðarmönnum skuldara. Vegna lagasetningarinnar verða banka- menn héðan í frá að horfast í augu við áhættuna sem þeir taka með útlánum.“ Alþingi hafi nú sett lögin en ljóst sé að verði héraðsdómurinn staðfestur í Hæstarétti, nái þau ekki þeim markmiðum sínum að auðvelda uppgjör eldri skulda með eðlilegum og siðferðislega réttum hætti. Árni Páll neitar því að með orð- um sínum sé hann sem ráðherra að þrýsta á Hæstarétt að hnekkja dómnum: „Nei. Ég er að segja mína skoðun á einu mikilvægasta máli í skuldaskilum á okkar tímum. Hæsti- réttur hlýtur að dæma eftir lögum en við þurfum að leysa erfiðan vanda og finna leið til að komast út úr honum með lágmarkstjóni fyrir samfélagið í heild. Það er mjög vont ef lagatúlkun héraðsdóms er svo einsleit að virði krafna fjármálastofnana sé meira en húsnæðisöryggi fólks. Þá hlýtur að vera hugmyndafræðileg skekkja í gangi sem er alvarlegt áhyggjuefni í samfélaginu.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  ráðherra óttast að landinn sé fangi úreltrar lögfræði Bankar horfist í augu við óábyrga hegðun Ábyrgðarmannakerfið er búið að valda nægu tjóni á íslensku samfélagi, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er úrelt lögfræði og þvert á lagasetningar alþingis. tími bankamanna, sem lánuðu eins og óðir væru, er liðinn. ég spyr mig: hvaða viðskiptalegu sjón- armið liggja að baki ákvörðun spari- sjóðsins? hann er aðeins að reyna að setja hendur á eitt- hvert veð sem hann vill geta innleyst með því að bera viðkomandi út. 8 fréttir Helgin 22.-24. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.