Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 16

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 16
Eftirgjöf skulda er eins og eitrað epli. Þú vilt ekki verða fyrstur til að narta í það því bitinn getur staðið í þér. Hjá hverjum eru skuldir felldar niður? Hverj- um er gefið eftir? Það er hjá þeim sem síst eiga það skilið. Það er vandamálið. H æstu afskriftir fyrirtækja á árinu 2009 nema milljörðum. Skemmst er að minnast af- skrifta dótturfyrirtækis útgerðarfyrir- tækisins Skinneyjar-Þinganess, Nónu, upp á 2,6 milljarða króna – fyrirtækis í eigu fjölskyldu fyrrum forsætisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar. Af- skriftir á skuldum fyrirtækja eru ekki margar eða almennar, segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri láns- trausts- og upplýsingafyrirtækisins Creditinfo, sem rýnir í ársreikninga 32 þúsund fyrirtækja landsins. „Flest íslensk fyrirtæki teljast lítil og meðalstór. Þau eru ekki meðal fyr- irtækjanna sem hafa fengið afskrifað heldur eru það upp til hópa óþekkt fyrirtæki með litla starfsemi. Lítið er um að fyrirtæki fái lágar upphæðir af- skrifaðar, að sögn Rakelar og hún býst við að það verði ekki fyrr en á næsta ári, fyrir árið 2010, sem afskriftir fari að sjást á ársreikningum fyrirtækja með hefðbundna stafsemi. Spurð hverju það sæti að óþekktu fyrirtæk- in fái frekar afskrifað vill Rakel ekki leggja mat á það. „Við þurfum að safna saman öllum upplýsingunum áður en við getum birt niðurstöðu á greiningu þeirra.“ Afskriftir verða ekki faldar Allt uppi á borðum er krafa sam- félagsins en bankarnir bera fyrir sig bankaleynd þegar kemur að því að upplýsa hvaða fyrirtæki fá afskrifað. Menn hafa því hræðst að ekki sé hægt að sjá hvaða fyrirtæki fá létt af sér skuldum. Rakel segir hins vegar að enginn þurfi að hafa áhyggjur, það sjáist hverjir fái afskrifað. „Upplýsingarnar birtast í ársreikn- ingum,“ segir Rakel. „Það eina sem við rekumst á núna er að birtingar- mynd afskriftanna kemur upp með mismunandi hætti. Það er þannig að við sjáum ársreikninga sem segja þetta berum orðum en síðan eru ein- hverjir reikningar þar sem menn velta fyrir sér hvers vegna farnar eru þessar leiðir við skrásetn- inguna. Við hjá Credit- info höfum hins vegar byggt upp kerfi sem sigtar upplýsingarnar út. Eftir tvö til þrjú ár getum við reiknað út meðaltal afskriftanna, séð hæstu og lægstu afskrift- irnar og greint hvers konar fyrir- tæki fengu mest afskrifað. Þá sjáum við einnig hvort fyrirtækin fara í þrot þrátt fyrir skuldaniðurfellingarnar.“ Uppfæra þarf reglurnar Bjarni Frímann Karlsson, lektor í reikningsskilum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að skerpa á lögum þegar kemur að eftirgjöf skulda, því eins og staðan sé nú sé stuðst við gamlar og sumpart úr sér gengnar reglur. Bjarni segir að ástandið nú minni á þann tíma þegar kvótakerfið var sett á. „Þá voru menn í fyrstu í miklum vafa um hvernig ætti að færa kvótann inn í bókhaldið. Hann var færður út og suður. Á tveimur árum slípuðust reglurnar til. Reglur eiga það nefnilega til að haltra eftir á.“ Þá bendir Bjarni á að til að mynda banni ekkert að þau fyrirtæki sem fá afskrifað greiði sér út arð, verði skuldaeftirgjöfin til þess að þau skili hagnaði það árið. „Það er hins veg- ar algerlega siðlaust,“ segir Bjarni. Undir það tekur Ásmundur Vil- hjálmsson, lögmaður og aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og segir að breyta þurfi lögum, eigi að banna þetta. Ásmundur hefur staðið í stappi við fjármálaráðuneytið um hvað teljist til tekna. Hann gagnrýnir að bókfæra eigi afskriftir skulda sem tekjur í bókhaldi, sama hvaða niðurstöðu afskriftirnar skila. „Ef ekki skapast greiðslugeta með afskrift þá telst hún ekki til tekna að mínu mati,“ segir Ásmundur, sem heldur í byrjun nóvember fyrirlestur í Endurmenntunarstofnun Háskólans um túlkun sína með dönskum sér- fræðingi, Jane Bolander, en hann vill að farið verði að dönskum lögum hér. Deilt um tekjuhugtakið „Danir hafa breytt sínum reglum eftir að Hæstiréttur fór fram á að skerpt yrði á þeim,“ segir hann. Það geti ekki verið áhöld um hvað séu tekjur milli landa. „Þannig er hins vegar staðan núna. Það er dæmigert fyrir okkur Ís- lendinga að rífast um hvað séu tekjur. Þeir í fjármálaráðuneytinu segja að af- skriftir færist alltaf sem tekjur en væri þá ekki hægt að nota lækkun eftirgjafa í laun? Það er skrýtið að rífast um aug- ljósa hluti.“ Hugmyndir Ásmundar og Samtaka atvinnulífsins fara saman í þessum efnum og kynnti Ásmundur túlkun sína fyrir skattanefnd Alþingis fyrir um ári. Hver voru viðbrögðin? „Eftirgjöf skulda er eins og eitrað epli. Þú vilt ekki verða fyrstur til að narta í það því bitinn getur staðið í þér. Hjá hverjum eru skuldir felldar niður? Hverjum er gefið eftir? Það er hjá þeim sem síst eiga það skilið. Það er vanda- málið.“ Þeir hafi tekið mestu lánin, tapað mestu og eigi minnst, margir hverjir, eins og staðan sé núna. Nauðsynlegt að draga úr tortryggni Þingmaður Framsóknarflokksins vill sjá Ráðgjafarstofu fyrirtækja í greiðsluerfiðleikum setta á stofn D raga þarf úr tortryggni og hafa af-skriftir fyrirtækja uppi á borðum, segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins. „Það ríkir mikið vantraust hvort sem við lítum á opinberar stofnanir, Alþingi eða til bankanna. Eina leiðin er því að vera með eins miklar upplýsingar frammi og hægt er,“ segir hún. „Ég vona að fram undan séu afskriftir hjá minni fyrirtækjum. Bankarnir hafa nú fyrst og fremst meðhöndlað stærri fyrirtækin og hafa þá jafnvel tekið rekstur þeirra yfir, eins og Húsasmiðjan er gott dæmi um. En erfitt getur verið að taka rekstur minni fyrirtækja yfir því hann er svo nátengdur eigendunum og þeim sem þar starfa. Því þarf að finna þeim farveg svo hægt sé að verðmeta fyrir- tækin á hlutlausan hátt áður en komi að afskriftum skulda þeirra,“ segir hún og sér fyrir sér að fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum gætu sótt slíkt mat til sérstakrar ráðgjafar- stofu, rétt eins og einstaklingar sækja til umboðsmanns skuldara. Eygló hefur, ásamt fleirum, fjórum sinnum lagt fram frumvarp um slíka stofnun. „Ég sé svo fyrir mér að birta eigi upp- lýsingar um afskriftir fyrirtækja rétt eins og við birtum álagningarseðla hjá skatt- stjórum,“ segir Eygló og telur að með þessu væri hægt að birta upplýsingarnar fyrr en þær birtist í ársreikningum. „Það hefur ekki verið hægt að stóla á ársreikn- ingana því sum fyrirtæki skila þeim ekki einu sinni.“ Þá sé oft langt liðið frá niðurfellingu skulda þegar ársreikning- urinn komi út.  Lög um eftirgjöf skuLDa sögð þurfa yfirHaLningu Afskriftir – eitruð epli samfélagsins Óþekktu fyrirtækin fá afskrifað á meðan þau sem landinn þekkir úr atvinnulífinu hafa enga lausn fengið. Hundruð milljóna og milljarðar eru strikaðir út og færðir með misjöfnum hætti í bókhald fyrirtækjanna. Tekjur eða ekki, afskrifuðu skuldirnar eru eitruð epli samfélagsins, segir aðjunkt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, því þeir sem fái afskrifað hafi færst of mikið í fang. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ógagnsæi og undanskot? Afar mismunandi er hvernig fyrirtæki færa afskriftir í bókhaldi. Creditinfo tíndi til nokkur dæmi fyrir Fréttatímann sem fékk Bjarni Frímann Karlsson, lektor í reikningsskilum við Háskóla Íslands, til að meta þau út frá þeim takmörkuðu gögnum sem gefin eru upp, þó ívið ítarlegri en hér er greint frá. Dæmi 1: Fyrirtæki færir 624 milljóna króna afskrift og tilgreint er að hún sé tilkomin vegna hlutafjárkaupa. Afskriftin leiðir síðan af sér að félagið skilar 577 milljónum í hagnað í stað 577 milljóna króna tapi árið á undan. Rekstrarkostnaður sýnir að umfang félagsins er greinilega mjög lítið en tæplega 20 þúsund krónum munar á upphæðum hagnaðar og taps á milli ára. „Fyrst má nefna að það er sérkennileg tilviljun að hagnaður milli ára sé sá sami. Sjá má að umsvifin eru sáralítil í rekstrinum þannig að ég met það út frá þessum upplýsingum að þetta fyrirtæki sé líklega eignarhaldsfélag. Skuldaniðurfellingin er hér færð sem fjármagns- tekjur. Hafandi ekki annað í höndunum virðist þetta ekki rétt. Fyrirtæki greiða ekki fjár- magnstekjuskatt og því er spurningin hvort félagið ætlar að skjóta sér á bak við það, því það hefur verið gefið út að eftirgjöf skulda hjá fyrirtækjum sé skattskyld,“ segir Bjarni. Dæmi 2: Ársreikningur birtir upplýsingar um að fjármagnsgjöld séu jákvæð um 2,3 milljarða, sem telst harla óvenjulegt með tilliti til þess að hér er um að ræða GJALDA-lið rekstrarreiknings. Þetta gerir það að verkum að ársniðurstaðan er rúmlega 2,1 milljarður í hagnað. Við nánari skoðun á reikningnum má hins vegar sjá að umrædd upphæð byggist á eftirgjöf skulda um 2,6 milljarða. „Hér heitir skuldaniðurfellingin sínu rétta nafni. Þessi frágangur er til fyrirmyndar enda eftirgjöfin mjög skýr,“ segir Bjarni. 16 fréttir Helgin 22.-24. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.