Fréttatíminn - 22.10.2010, Síða 22

Fréttatíminn - 22.10.2010, Síða 22
Fyrsta sending kemur í nóvember kíktu við og kynntu þér allt það nýjasta Frá polaris. traust og örugg þjónusta. opið á laugardögum Frá kl. 10.00-14.00 Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717 H ugmyndin um að fólk með ólík-an bakgrunn geti búið í sátt og samlyndi er búin að vera. Gjör- samlega búin að vera, meira að segja. Þetta voru skilaboð þýska kanslarans Angelu Merkel til ungliðahreyfingar Kristilegra demókrata sem hélt lands- fund sinn um helgina. Á sama fundi sagði formaður systurflokksins í Bæj- aralandi, Horst Seehofer, að fjölmenn- ingarsamfélagið, multikulti eins og Þjóðverjar kalla það, væri dautt. Umræða um innflytjendamál tókst á flug í Þýskalandi í ágúst með um- deildri bók stjórnmálamannsins Thilos Sarrazin. Þar sakaði hann innflytjend- ur, sérstaklega múslíma, um að vera dragbíta á þýska velferðarkerfinu, án þess að leggja neitt að ráði til hagkerf- isins í staðinn. Nýleg skoðanakönnun Friedrich Ebert-stofnunarinnar sýnir að slíkar staðhæfingar eiga sér ríkan hljómgrunn í þýsku samfélagi. Rúmur þriðjungur aðspurðra, 34,3 prósent, sagðist telja að meirihluti innflytj- enda kæmi til Þýskalands gagngert til að notfæra sér velferðarkerfið. Litlu færri, 32 prósent, voru þeirrar skoð- unar að þegar atvinna væri af skornum skammti væri réttlætanlegt að senda útlendinga úr landi. Pólitísk hentistefna „Auðvitað hafa stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum stokkið á vagninn og tekið undir með Sarrazin,“ segir Þór- hildur Hagalín stjórnmálafræðingur, sem býr í Berlín, um yfirlýsingar lið- innar helgar í Þýskalandi. „Ég myndi túlka það sem pólitíska hentistefnu til að missa ekki af atkvæðum þeirra sem mögulega samsinna Sarrazin.“ Hún segir að slíkar hugmyndir eigi sterk- ari hljómgrunn úti á landi, sérstaklega í austurhlutanum. Fylgi þeirra haldist í hendur við mikið atvinnuleysi, lágt menntunarstig og lítinn samgang við innflytjendur; fordómarnir séu sterkari þar sem fáa innflytjendur sé að finna. Þórhildur hefur búið í Þýskalandi í sex ár og segir umræðu um málefni innflytjenda yfirleitt vera hófstillta og sanngjarna. Af og til komi gerast atburðir á við téða bókaútgáfu, sem verði til þess að skerpa á umræðunni um sinn. Hún gerir frekar ráð fyrir að þetta sé einn slíkur toppur, en að það marki varanlega stefnubreytingu í þýskum stjórnmálum. „Sarrazin hefur sætt harðri gagnrýni. Hefði hann ekki sagt af sér sem stjórnarmaður þýska seðlabankans hefði ferillinn án efa end- að með að hann hefði verið rekinn. Nú á hann yfir höfði sér að vera rekinn úr Sósíaldemókrataflokknum sem hann hefur tilheyrt áratugum saman. Þetta er mjög sjaldgæft og virkilega stórt mál. Meirihluti stjórnmálamanna hefur keppst við að sverja hann og skoðanir hans af sér, líka flokksbræður hans.“ Varanleg breyting? Öfgahægriflokkar sem leggja áherslu á innflytjendamál hafa átt vaxandi fylgi að fagna víða um Evrópu. Mörgum þótti síðasta vígið falla þegar smáflokk- urinn Svíþjóðardemókratarnir náði tuttugu mönnum inn á sænska þingið í september. Hörkuleg stefna flokksins í innflytjendamálum var ráðandi þátt- ur í ákvörðun þeirra sem höfðu áður kosið annan af stóru flokkunum. Sama gerðist í Ungverjalandi í apríl. Þar náði þjóðernisflokkurinn Jobbik 17 prósenta fylgi með því meðal annars, að höfða til andúðar á gyðingum og Roma- fólki. Þetta var þó aðeins í annað sinn sem flokkurinn bauð fram til þings. Breski þjóðarflokkurinn jók fylgi sitt í þingkosningum í maí. Frelsisflokkur Geerts Wilders náði þriðja mesta fylgi allra flokka í hollensku þingkosning- unum í júní. Þá eru bara taldar fyrir- sagnir þessa árs. Eða bara bóla? Sums staðar, líkt og til dæmis í Þýska- landi, hafa fulltrúar hófstilltari flokka fært sig nær öfgunum en það hefur oft ekki orðið þeim til annars en gagnrýni, líkt og Merkel og Seehofer hafa fengið að kenna á. Martin Kolberg, fyrrver- andi formaður norska Verkamanna- flokksins, fékk einnig að kenna á slíkri gagnrýni þegar hann sagði í fyrravor að Norðmenn yrðu að taka harðar á bókstafstrúarmúslímum. Það þótti veikluleg tilraun til að ná töpuðu fylgi til baka frá Framfaraflokknum. Hann sagði af sér formennskunni nokkru síðar en gaf aðrar ástæður. Velgengni þjóðernissinna í Svíþjóð hefur hins veg- ar haft þveröfug áhrif. Bæði stjórnar- flokkarnir og stjórnarandstöðufylk- ingin hafa neitað að eiga samstarf við Svíþjóðardemókratana og forðast allar tengingar við málstaðinn. Það er líka vert að minnast þess að rótgrónir hægriöfgaflokkar hafa misst mikið fylgi í öðrum löndum. Einn sá þekktasti, franski Front National, með Jean-Marie le Pen í broddi fylkingar, hefur dalað mikið. Frelsisflokkur hins  Innflytjendur ÖfgasveIfla í evrópu Þýski kanslarinn bættist um liðna helgi í hóp hóf­ samari stjórn­ málamanna sem krefjast strangari innflytjendalög­ gjafar. Jafnvel í Svíþjóð komust þjóðernissinnar á þing. Herdís Sigur- grímsdóttir skoðar öfgaþjóðernis­ hyggju í evrópsk­ um stjórnmálum. Er hún komin til að vera? Andlát fjölmenningarsamfélagsins FJÖLÞJÓÐLEGT LANDSLIÐ – Innflytjendur í Neuköln-hverfinu í Berlín búa sig undir að fylgjast með þýska landsliðinu spila í heimsmeist­ arakeppninni í fótbolta í sumar. Landsliðið endurspeglar fjölmenningarsamfélagið Þýskaland, því margir liðsmenn eiga ættir að rekja til annarra heimshluta. STEFNUBREYTING Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill gera strangari kröfur til inn­ flytjenda. Formaður systurflokksins, Horst Seehofer, gekk svo langt að segja að fjölmenn­ ingarsamfélagið væri dautt. 22 fréttaskýring Helgin 22.-24. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.