Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 23

Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 23
Skoðaðu hvað hægt er að gera í þínu hverfi á www.itr.is Ævintýri á heimaslóð www.itr.is • sími 411 5000 Allskonar fyrir alla! Fjölskyldustemning í Diskósund Wipeout Pappírsbrot Sjósund Kaffihús Útieldun Gleðisund Klifur Frisbígolf Heitur pottur Afa- og ömmustund Njótum frítímans saman! 22., 25. og 26. október verða vetrarfrí í flestum grunnskólum Reykjavíkur. Á heimasíðu ÍTR er að finna upplýsingar um alls konar skemmtilegar uppákomur sem ÍTR býður fjölskyldum upp á í vetrarfríinu, t.d.: „Kjarninn í hugmyndafræðinni um fjölmenningu er gagnkvæm aðlögun,“ segir Helga Ólafs doktorsnemi. „Þá er reynt að koma til móts við þarfir innflytj- enda til að gera þeim kleift að vera virkir þátttakendur í sam- félaginu. Þannig er lögð áhersla á að þeir missi ekki tengslin við menningu sína og tungu- mál, heldur eigi þessir þættir að fá notið sín í samfélaginu. Í mörgum löndum hefur átt sér stað visst bakslag við fjölmenn- ingarlegum stefnum og um- ræðan færst í þá átt að tímabili umburðarlyndis sé lokið. Fjöl- menning er talin vera of mikil hugsjónastefna og aukin krafa er nú um að minnihlutahópar verði að aðlagast gildum og hefðum meirihlutans.“ Settust að á Íslandi Ísland hefur nokkra sérstöðu miðað við nágrannalöndin, þar sem hér voru mjög fáir innflytj- endur þar til fyrir 10-15 árum. Helga segir að þótt flestir inn- flytjendur beri Íslendingum vel söguna, hafi aðrir fundið fyrir minnkandi velvild þegar góðær- inu lauk. „Sumir vinnuveitendur litu á innflytjendur sem vinnu- afl sem nýttist vel í góðærinu en ekki væri lengur þörf fyrir þegar fór að halla undan fæti. En stað- reyndin er sú að það er ekki svo einfalt. Margir hafa aðlagast ís- lensku samfélagi, eiga börn í skóla og komnir með fjárhags- legar skuldbindingar sem gerir þeim illa kleift að rífa sig aftur upp með rótum.“ Þessu viðmóti vinnuveitenda svipar til Þýskalands á sjöunda og áttunda áratugnum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ræðu um síðustu helgi að Þjóðverjar hefðu almennt talið að innflytjendurnir myndu fara heim þegar þeirra verkefni væri lokið, en sú væri ekki raunin. Það sama hefur gerst á Íslandi. Helga segir að efnahagsleg staða heimalands innflytjenda hafi meira að segja um hvort inn- flytjendur snúi aftur eða ekki. austurríska Jörgs Haider náði yfir 20 prósenta fylgi árið 1994 og fékk hæst 26,9 prósent í þingkosningun- um árið 1999. Fylgi flokksins hrap- aði hins vegar niður í tíu prósent í kosningunum þar á eftir og hann hefur ekki komist í stjórn síðan. Fjölmenningin lifir góðu lífi Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir að skilningur öfgaþjóðernis- sinna á þjóðerni og menningu sam- ræmist ekki fyllilega veruleikanum. „Í fyrsta lagi var það aldrei veruleik- inn að einhvern tímann hafi öll sam- félög verið aðskilin og einkennst af skýrum landamærum. Í öðru lagi felur þetta í sér þá sýn að fólk af ólíkum uppruna geti ekki búið saman. Ef við skoðum það einnig sögulega og í samtímanum er það augljóslega heldur ekki rétt, því víða um allan heim býr fólk saman sem hefur mjög ólíkan bakgrunn.“ Hún bendir á að fordómar gangi í bylgjum en atburðir á borð við hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber skerpi á þeim. „Þeir fordómar voru vissulega fyrir hendi áður, en þeir fá allt í einu skarpari fókus og ákveðna réttlætingu.“ Margir sem komið hafa til Íslands koma frá löndum þar sem atvinnu- leysi er mikið og því ekki eftirsókn- arvert fyrir þá að snúa aftur. Tungumálakennsla skorin niður Kreppan hefur gert það að verkum að innflytjendur hafa færri úrræði sem hjálpa þeim að aðlagast ís- lensku samfélagi. „Aðgangur að upplýsingum á erlendum tungumál- um er orðinn verri eftir að hætt var að halda úti miðlum eins og pólsku síðunni á dv.is og fréttablaði Al- þjóðahússins. Að auki hafa atvinnu- rekendur dregið úr íslenskukennslu fyrir starfsmenn sína af erlendum uppruna. Innflytjendur urðu hluti af íslensku samfélagi, unnu hörð- um höndum í uppsveiflunni en það vill oft gleymast að þeir þjást einnig vegna niðursveiflunnar.“ Innflytjendurnir komnir til að vera á Íslandi FJÖLMENNING Helga Ólafs rann- sakar umfjöllun fjölmiðla í doktors- námi sínu við Háskóla Íslands. Herdís Sigurgrímsdóttir H.Sigurgrimsdottir @lse.ac.uk fréttaskýring 23 Helgin 22.-24. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.