Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 32

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 32
E gg má auðvitað nota ein og sér til suðu eða steikingar. Þau eru í raun tilvalin á óteljandi rétti, svo sem kjöthakks- rétti, fiskrétti og bakstur. Engifer gefur 32 matartíminn Helgin 22.-24. október 2010 M orgunmaturinn er ein mikilvægasta máltíð dagsins, enda er nauð- synlegt að borða áður en haldið er af stað út í daginn. Gott er að borða kolvetnisríkan morgunverð til að fá sem mesta orku áður en tekist er á við verkefni dagsins. Stundum er nauðsynlegt að breyta til og fá sér eitthvað annað en sama, gamla morgunkornið. Prófaðu að byrja daginn á þessum auðvelda og girnilega morgunmat. Banana-smoothe 1 banani, þroskaður 1,5 dl mjólk 1 tsk. hunang 2 msk. múslí nokkrir ísmolar Setjið allt saman í blandara og blandið vel saman. Beygla með avókadó 1 beygla, úr grófu korni 1/2 avókadó, þroskað smjör límónusafi Skerið beygluna í tvennt og ristið í brauðrist. Skerið avókadó í þunnar sneiðar. Raðið sneiðunum á beygluna og kreistið örlítinn límónusafa yfir. Egg og brauð 2 egg 2 sneiðar fjögurra korna brauð eða annað gróft brauð fræblanda, t.d. grasker, sesamfræ og sólblómafræ Setjið vatn í lítinn pott svo að rétt fljóti yfir eggin. Látið þau sjóða í 3 mín. eða þar til þau eru linsoðin. Ristið brauðið, smyrjið með örlitlu smjöri og skerið í strimla. Dýfið brauðstrimlunum í eggjarauðuna, og síðan í fræblönduna. Hafragrautur með bláberjum 50 g haframjöl 2 dl mjólk kanill, eftir smekk 50 g bláber hunang Setjið haframjöl í djúpan disk, hellið mjólk út á og stráið kanil yfir. Hitið í örbylgjuofni í 1-2 mín. eða þar til þetta er orðið að graut. Bætið bláberjum og hunangi við og setjið aftur í örbylgjuofn í 30-60 sek. Hægt er að sleppa bláberjunum og setja epli og jógúrt út á grautinn en þá er hann ekki settur aftur í örbylgjuna. Á þessu ári hafa komið út nokkrar nýjar og spennandi matreiðslubækur. Hver man ekki eftir Matreiðslubókinni minni og Mikka? Nú er komin út bók í sama dúr, Stóra Disney mat- reiðslubókin, en hún er sérsniðin fyrir krakka sem hafa gaman af að elda. Ein vinsælasta matreiðslubók ársins, Hvorki meira né minna, er með girnilegum uppskriftum sem innihalda ekki sykur, hveiti eða sterkju. Mataræði handbók um hollustu er afar áhugaverð bók eftir Michael Pollan. Hann hefur gagn- rýnt nútímaframleiðslu á matvæl- um og er með tillögur um hvernig við getum borðað hollan og góðan mat án þess að versla í stórmörk- uðum. Fiskmarkaðurinn er eftir meistarakokkinn Hrefnu R. Sætran en fiskur er hennar sérfag. Tilvalið er að skoða þá bók til að fá upp- skriftir að góðum fiskréttum. Magnaður morgunverður Óþarfi er að fylla ísskápinn af ferskmeti á hverjum degi en gott er að eiga alltaf til hráefni sem mikið er notað dagsdaglega við matreiðsluna. Hvað er gott að eiga í ísskápnum? sérstakt bragð og hentar vel í marga fram- andi rétti, pastarétti og fiskrétti. Kartöflur eru góður orkugjafi, enda ríkar af kolvetni. Þær má sjóða, steikja, baka og stappa í t.d. kartöflumús. Laukur bragðbætir flesta rétti, ferskur eða steiktur. Sítrónur gefa frískandi bragð og passa vel í fisk- og pastarétti. Gott er að nota t.d. nokkra dropa af sítrónusafa í staðinn fyrir edik í salatlög. Hvítlaukur kemur oftast að góðum notum, í heita eða kalda rétti, salöt og sósur, enda gefur hann gott bragð. Kryddjurtir setja svo punktinn yfir i-ið í flesta rétti. Nýjar matreiðslubækur Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. VEISLUBAKKAR FERSKT & ÞÆGILEGT

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.