Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 39

Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 39
Ef þú kemur að borða á Saffran á sunnudögum með mömmu eða pabba þá máttu velja þér rétt af matseðli litla fólksins og færð hann frítt! Gildir fyrir börn 10 ára og yngri, til 15. des. og eingöngu ef borðað er á staðnum með fullorðnum. Og munið: Skrímsli borða ekki krakka sem borða hollan mat! matartíminn 39 Helgin 22.-24. október 2010 Sílíkon-umslag. Sniðug nýjung fyrir matreiðslu í örbylgjuofni. Fæst í tveimur stærðum. Duka. Lítið, 4.990 kr. Stórt, 8.590 kr. Lífgaðu upp á eldhúsið með litum Litrík eldhúsáhöld setja ekki aðeins svip á eldhúsið, það er líka gaman að nota þau. Flóran af eldhúsáhöldum er alltaf að verða fjölbreyttari og hægt er að finna áhöld til ótrúlegustu hluta. 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 4 egg 250 g sykur 60-70 g hveiti  Uppskrift frönsk súkkulaðikaka Freistandi frönsk súkkulaðikaka Frönsk súkkulaðikaka er alltaf sígild. Hún passar vel sem eftir- réttur, með kaffinu eða á veisluborðið. Bræðið saman suðusúkkulaði og smjör við lágan hita. Þeytið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Kælið súkkulaðiblönduna lítillega og blandið henni síðan varlega saman við eggin og sykurinn. Bætið hveiti saman við og hrærið varlega. Hellið í form og bakið við 180°C í 25-35 mín. Berið fram með ís eða rjóma. HELGARBLAÐ Sími 531 3300 Eva Solo–kaffikannan fæst í mörgum fall- egum litum. Kápan heldur góðum hita á kaffinu. Hún er búin til úr sama efni og kafarabúningar. Byggt og búið. 12.499 kr. Grannt mortél stendur alltaf fyrir sínu. Jamie Oliver-mortél. Byggt og búið. 8.990 kr. Grænmetisskafa/saxari. Ótrúlega hentugt til að taka upp niðurskorið grænmeti. Líka hægt að nota til að saxa grænmeti. Byggt og búið 1.999 kr. Hvernig væri að breyta til og steikja hjar- talaga egg eða lummur? Sílíkon- hjartað er sniðug nýjung sem aðeins þarf að skella á pönnuna. Duka. 1.290 kr. Platti úr sílíkoni sem þolir vel hita. Er fallegur á borði. Kúnígúnd. 1.690 kr. Skurðbretti sem tekið er eftir. Er með djúpar rákir svo að safinn af kjötinu renni ekki út á borð. Er til í svörtu og grænu. Kúnígúnd. 8.720 kr. Fagurlega lagaðir ostahnífar. Standa alltaf fyrir sínu. Kúnígúnd. 5.990 kr. Rifjárn fyrir sítrónur, límónur og appelsínur. Rífur aðeins börkinn af. Líka hægt að nota til að búa til lengjur og krullur úr berkinum. Kemur í mörgum skemmtilegum litum. Duka. 3.650 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.