Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 40

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 40
40 matartíminn Helgin 22.-24. október 2010 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is Snyrtivörur 20%afsláttur Kynning í dag frá kl. 13:00-18:00 og á morgun, laugardaginn 23. október frá kl. 11:00-16:00. Ekki missa af okkar landsfræga og margrómaða jólahlaðborði. Pantið tímanlega í síma 567 2020 eða á skidaskali@skidaskali.is www.skidaskali.is Veisluhöld allt árið Skíðaskálinn í Hveradölum B jarni Gunnar Kristinsson hefur keppt í matreiðslu í meira en áratug fyrir Íslands hönd. Hann segir tíma kominn á að yngri kynslóðin taki við keflinu en ætlar þó ekki að segja alveg skilið við kokkalandsliðið. Fram undan er heimsmeistarakeppni í matreiðslu og Bjarni kemur að undirbúningi og þjálfun liðsins. Bjarni Gunnar hefur í mörg horn að líta. Hann er yfirkokkur á Grillinu og þarf því að fylgjast vel með nýjum straumum og stefnum í matargerð. Undanfarin ár hefur hann verið fyrirliði íslenska kokka- landsliðsins en nú eru tímamót hjá honum. „Það eru kynslóðaskipti hjá liðinu. Við, þessir gömlu, erum að stíga til hliðar. Við viljum alltaf hafa þá hæfustu í liðinu hverju sinni en þeir sem eru að hætta vilja samt miðla af sinni reynslu og þekkingu. Við ætlum því að fylgja landsliðinu í næstu keppni sem verður í Lúx- emborg 20. nóvember. Þar verður keppt í ýmsum flokkum, allt frá pinnamat og upp í heita rétti. Eld- aður verður dýrindismatur fyrir 110 manns á fimm tímum svo að hver mínúta verður að vera vel skipulögð. Liðið stefnir að því að fá verðlaun, helst fyrir heita matinn sem er sér- svið þess,“ segir Bjarni en fyrir tveimur árum hreppti liðið einmitt gullverðlaun í þeim flokki á ólymp- íumóti matreiðslumanna. Aðallega er eldað úr íslensku hráefni, fiski og lambakjöti, og á næstu dögum verða tvö tonn af hráefni, tækjum og tólum send til Lúxemborgar. Kepp- endur koma frá um fjörutíu löndum og búast má við harðri keppni. Bjarni segir vinnuna og áhuga- málið fara saman hjá sér og það geti ekki verið annað en gaman. ,,Þetta er hálfgerð matarást. Ég byrjaði að læra á Grillinu 1994. Eftir útskrift fór ég til Suður-Frakklands og vann á Michelin-veitingastað í eitt ár. Það var stórfín reynsla. Hvort sem mað- ur er að byggja hús eða búa til mat er mikilvægt að hafa góðan grunn og læra að bera virðingu fyrir hrá- efninu.“ Undanfarið hefur kokkalands- liðið unnið saman að nýrri mat- reiðslubók sem hefur hlotið heitið Einfalt með kokkalandsliðinu. Eins og nafnið ber með sér eru uppskrift- irnar einfaldar, og í hvern rétt þarf aðeins fjórar gerðir af hráefni, fyrir utan hveiti, salt og olíu. En hvers vegna er kokkalandslið- ið að gefa út bók? „Við viljum endi- lega losna við þann stimpil að við eldum bara flókinn mat sem ekki henti neinum nema útlærðum kokk- um. Við viljum komast inn í eldhús  Hefur keppt í matreiðslu í meira en áratug með kokkalandsliðinuMikilvægt í matarskápinn Balsamedik. Ekki er verra að eiga líka rauðvínsedik og hvítvínsedik. Basmati- hrísgrjón. Alltaf góð sem meðlæti. Grautar-hrísgrjón. Gott að grípa í þegar lítill tími er til að elda og búa til gamla, góða grjónagrautinn. Hveiti. Svo er fínt að eiga líka heilhveiti eða spelt. Kakóduft. Nausynlegt í baksturinn. Lyftiduft og/eða matarsóda. Þessi tvenna er í flestum kökum. Matarolía. Sólblóma, jurta, isio ... bara hvaða olía sem er, að ógleymdri ólífuolíunni sem er fín til steikingar eða í salötin. Pasta, slaufur, skrúfur, fiðrildi, spaghetti. Salt og pipar. Sígilt par. Margir komast vel af án annarra kryddtegunda. Sykur, hvort sem er hvítur, brúnn, púðursykur eða flórsykur. Tómatar í dós eru síðan ómissandi á hverju heimili. Hálfgerð matarást Sinnepsgljáður lax 800 g roðflettur og beinhreinsaður lax 1 poki spínat sæt sojasósa 3 msk. dijon-sinnep Sojasósa og lax eru fullkomið hjónaband. Skerum laxinn niður í steikur og skerum síðan fínar skorur í steikurnar (dýptin er um ¾ hlutar af þykkt steik- arinnar). Smjörsteikjum svo spínat og röðum því í skorurnar. Blöndum loks saman sojasósu og sinnepi og búum þannig til steikarsósu sem við berum á laxinn (gott að pensla einu sinni eða tvisvar þegar fiskurinn er kominn í ofninn). Steikjum undir grilli í ofni við 200 gráður í um 10 mínútur. Berum fram með salati og kartöflum. M yn d/ Ár ni T or fa so n

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.