Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 46

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 46
Við lifum heldur undarlega tíma. Í land- inu og í höfuðborginni, stærsta sveitar- félaginu, eru við stjórn flokkar sem eru vinstra megin við miðjuna. Þeirra megin- hlutverk um þessar mundir er að ná tök- um á fjármálunum. Til að svo megi verða er aðeins einn kostur í stöðunni: niður- skurður á útgjöldum, og það stórtækari en dæmi eru um í sögu landsins. Í forystu fyrir stjórnarandstöðunni, bæði á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hins vegar eini hægri flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, sem einmitt ber höfuðábyrgð á því að umfang ríkisrekst- ursins jókst um tugi prósentna á tiltölu- lega fáum árum. Fólkið sem sagðist vilja báknið burt, var sem sagt á sama tíma að blása það stórkost- lega út þegar það stýrði landinu. Sú öfugsnúna, og allt að því súrrealíska, staða er því komin upp að fólkið sem er hlynnt meiri ríkisrekstri, í vinstri flokkunum, er að skera hann niður, undir háværum gagnrýnisröddum þeirra sem þó vilja umfang ríkisins minna. Svona er þetta í landsmálunum, en í borginni eru málin örlítið flóknari. Þar eiga gömlu fjórflokkarnir allir sinn hlut í hversu kostnaður við rekstur borgar- innar, og umfram allt fyrirtækja í hennar eigu, óx ört. Þar er hins vegar sama uppi á teningnum þegar kemur að því að skera niður. Fulltrúar hægri flokksins virðast standa í þeirri trú að fjárhagsvandi borg- arinnar sé tímabundið ástand, eitthvað sem hægt er að bíða af sér um stund, og halda svo áfram sama gullslegna veginn og var markaður fyrir kreppu. Tæplega er hægt að komast að annarri niðurstöðu, sé horft til viðbragða þar á bæ, til dæmis við sparnaðaraðgerðum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hugmyndir í ætt við þær að lækka starfshlutfall, og aðrar sem ganga út á að komast hjá uppsögnum, lýsa ekki öðru en tilhneigingu til að fresta því að takast á við við vandann. Það þarf að minnka um- fang Orkuveitunnar hratt og til frambúð- ar. Sú aðgerð er sársaukafull og ömurleg fyrir þá sem fá uppsögn, en það þarf að framkvæma hana. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki efni á að reka fyrirtækið með sama hætti og fjórflokkurinn hefur leyft sér hingað til. Í fjármálum ríkisins er ástandið enn svartara. Á ársfundi Alþýðusambands Ís- lands í gær sagði Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, að ríkið tapaði 270 milljónum króna á dag. Það hlýtur að vera sameiginleg vinna allra flokka á Alþingi að stoppa í þetta gat eins fljótt og auðið er. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 46 viðhorf Helgin 22.-24. október 2010 Öfugsnúin tilvera Báknið skorið niður Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn. is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sérhvern dag í meira en tvö ár hafa neikvæðar fréttir glumið í eyr- um okkar. Ekkert lát virðist á frásögnum af skuldum, skatta- hækkunum, gjald- þrotum, atvinnuleysi og nauðungarsölum. Sem betur fer er veru- leikinn þó ekki svo einhliða. Þótt það fari ekki hátt er fjölmargt í íslensku atvinnulífi sem gefur tilefni til bjartsýni. Fyrirtæki víða um land og í fjöl- breyttum greinum eru að laga sig að sí- breytilegum og erfið- um aðstæðum, breyta ógnunum í tækifæri og stunda nýsköpun í stóru og smáu. Össur, Actavis og Marel eru dæmi um stórfyrirtæki á ís- lenska vísu, sem öll eru á fleygiferð. Sum fyrirtæki í líftækni, umhverfistækni, upplýsingatækni og hönnun tölvuleikja búa við það velmeg- unarvandamál að ná vart að ráða til starfa fólkið sem það þarfn- ast. En nýsköpun á sér ekki bara stað í sprotafyrirtækjum, þótt þar sé hún aug- ljóslega lífsspursmál. Nýsköpun er einnig samkeppnisvopn í ráðsettari greinum, s.s. matvælaiðnaði, stóriðju, heilsurækt, húsgagnahönnun, hljóðverum, mann- virkjagreinum, plastiðnaði og þjón- ustu við orkuiðnað og sjávarútveg. Nýsköpun er því ekki einhvers kon- ar galdur sem eingöngu tölvufræð- ingar eða hátæknifyrirtæki stunda, heldur sífellt viðfangsefni, eins kon- ar lífsstíll fjölmargra fyrirtækja. Af- raksturinn getur verið nýjar vörur, viðskiptaferli, framleiðsluaðferðir, gæðastjórnun, fjármögnun, umhverf- ismál, starfsmannastjórnun eða ör- yggisatriði. Finna má urmul dæma úr íslensku atvinnulífi sem gefa góð fyrirheit um sköpun fleiri starfa og aukin varanleg verðmæti. Samtök iðnaðarins ætla, ásamt félagsmönnum sínum og fjölmörg- um samstarfsaðilum, að efna til átaks sem kallast Ár nýsköpunar og mun það standa í heilt ár frá upphafi nóvem- ber 2010. Markmið verkefnisins er að efla nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi, að kynna það sem vel er gert og hvetja sem flesta til dáða í verð- mætasköpun. Þannig viljum við m.a. efla útflutning íslenskra fyrirtækja og festa í sessi samstarf um þróunarstarf á lykil- sviðum. Þetta gerist m.a. í formi svokall- aðra klasa og þróun lausna fyrir opinbera innkaupaaðila. Þá vilj- um við auka framboð á fólki til nýsköpunar- starfa í fyrirtækjum til langs tíma, treysta mennta- og þekking- arstig í atvinnulífinu. Við viljum vinna með fjármálastofnunum í að leiðrétta ranga efnahagsreikninga í hagkerfinu og með Seðlabankanum, eins og okkur er fært, í af- námi gjaldeyrishafta. Við viljum aðstoða fyrirtæki í að finna tækifæri í hinu alþjóð- lega viðskipta- og fjár- mögnunarumhverfi. Grundvallaratriði er enn fremur að innlent stoðkerfi atvinnulífs- ins, skattkerfið og um- hverfi fjárfestinga sé aðgengilegt, skýrt og traustvekjandi. Átakið Ár nýsköp- unar mun eiga sér stað í formi opinna funda, með kynningu á félagsmönnum SI og þeim leiðum sem þeir hafa valið til að halda starfsemi sinni í framþró- un. Það verða haldnar ráðstefnur og efnt til fjölmiðlaumfjöllunar. Unnið verður með hinu opinbera og að til- lögugerð handan opinberrar umfjöll- unar. Efnt verður til langtímaverk- efna og eins sett minni aðgengilegri markmið til skemmri tíma. Nú er lag að auka skilning á því hvernig framfarir verða til og hvern- ig verðmæti eru sköpuð. Það þarf að halda áfram og leysa miklu meiri kraft úr læðingi og þá þarf umhverfi atvinnurekstrar og nýsköpunar að vera hagfellt og fyrir- sjáanlegt. Frumkvæði, fjárfesting, farsæld Ár nýsköpunar Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samantaka iðnaðarins F yrir skemmstu ritaði ég grein hér í Fréttatímann sem fjallaði um mikilvægi þess að þing- menn mörkuðu framtíðarsýn í stað þess að takast á um skammtímaað- gerðir og sérhagsmuni. En hvað er framtíðarsýn og hvers vegna er hún mikilvæg? Framtíðarsýn er í raun það sama og langtímamarkmið. Langtímamarkmið allra þeirra sem búa á Íslandi hlýtur að vera að hér verði mögulegt að búa áfram. Hlutverk Alþingis er að leggja línurnar og skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Innan þessa mikilvæga langtíma- markmiðs, að hér verði áfram byggi- legt, eru svo fjölmargir málaflokkar. Fyrir hvern málaflokk þarf að skil- greina langtímamarkmið. Það er því hlutverk Alþingis að setja stefnu um hina ýmsu þætti. Sem dæmi um þá má nefna: 1) Hvernig samskiptum við aðr- ar þjóðir skuli háttað. 2) Hver stefnan skuli vera í uppbyggingu atvinnuvega. 3) Hvernig tryggja skuli efnahagsstöð- ugleika þannig að raunhæft sé að reka hér fyrirtæki og heimili. 4) Hversu um- fangsmikil starfsemi ríkisins skuli vera og hvernig skattaumhverfi við viljum búa við. 5) Hvernig tryggja skuli að við búum við menntakerfi sem byggir upp mannauð sem getur skapað verðmæti. 6) Hver markmið okkar eru í eflingu heilbrigðis þjóðarinnar og hvaða verðmætum þau eiga að skila. 7) Hvernig náttúruauðlindir skuli nýttar og varðveittar. 8) Hvernig eigi að tryggja að einstaklingar njóti mannréttinda. Langtímamarkmið allra málaflokka þurfa síðan að vera í takt við þá stefnu að á Íslandi verði áfram hægt að búa. Í dag er því miður afar óskýrt hver langtímamarkmið innan flestra þess- ara málaflokka eru. Við eigum til að mynda hvorki atvinnustefnu né stefnu um að viðhalda efnahagsstöðugleika. Afleiðingin er sú að allar ákvarðanir sem teknar eru verða ómarkvissar og allt eins líklegar til að skapa fleiri vandamál en þau leysa, hvort sem um er að ræða fjárlög næsta árs eða skuldavanda heimilanna. Skamm- tímamarkmið og tafarlausar úrlausn- ir þess vanda sem við búum við verða að taka mið af langtímamarkmiðum. Þegar langtímamarkmið eru óskýr eða hafa ekki verið skilgreind er óger- legt að setja fram skynsamleg skamm- tímamarkmið. Ef langtímamarkmið skortir geta þingmenn varið mánuðum og árum í að karpa um ráðagerðir og úrlausnir í austur og vestur án þess að nokkrar úrbætur fáist. Því höfum við ekki efni á. Máltækið segir að ágreiningur snú- ist gjarna um leiðir frekar en markmið. Þó að stjórnmálaflokkar telji sig standa fyrir mismunandi stefnur og hagsmuni hljóta þeir að geta sameinast um þá stefnu að hér verði áfram hægt að búa. Að því búnu mætti taka upp umræður um hverjir lykilþættir helstu málaflokka eru og þá er mun líklegra að átök um leiðir byggist á málefnalegum umræðum sem skili sér í framförum. Ég bið þingmenn vinsamlega að snúa sér að aðalat- riðum sem allra fyrst og leggja línur um hvernig við tryggjum að hér verði áfram hægt að búa. Það eru hagsmunir okkar allra. Hlutverk Alþingis Langtímamarkmið óskast Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri samskipta og viðskiptaþróunar Auðar Capital Nýsköpun er því ekki einhvers konar galdur sem eingöngu tölvufræðingar eða hátæknifyr- irtæki stunda, heldur sífellt viðfangsefni, eins konar lífs- stíll fjölmargra fyrirtækja. Ég bið þingmenn vinsamlega að snúa sér að aðalatriðum sem allra fyrst. Sú allt að því súrrealíska staða er komin upp að fólkið sem er hlynnt meiri ríkisrekstri, í vinstri flokkunum, er að skera hann niður, undir háværum gagnrýnisröddum þeirra sem þó vilja umfang ríkisins minna. V

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.