Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 50
H ugmyndin að þeirri stjórn peningamála sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að skraddarasauma fyrir íslenskt efna­ hagslíf byggist á sögu H.C. Andersen og heitir „Nýja flotkróna keisarans“. Aðferðin gengur út á að taka gríðar­ legt fé að láni í erlendri mynt til þess að láta líta svo út að til sé nægur gjald­ eyrisforði þar sem markaðsaðilar viti ekki að þjóðin hefur ekki ráð á að fórna lánsfé til að halda uppi gengi gjaldmiðils sem nýtur ekki trausts. Vaxtakostnaður af hinum gagnsæja gjaldeyrisforða er um 25 milljarðar á ári sem kannski telst ekki mikið í sam­ anburði við kostnað skattgreiðenda af rekstri Seðlabankans hingað til. Til viðbótar ætlar keisarinn að skarta axlaböndum (þótt buxurn­ ar vanti) með því að halda vöxtum háum svo að hægt sé að laða að nýja viðskiptavini í vaxtamunarviðskipti. Þessi stefna byggist á hinni margróm­ uðu jöklabréfastefnu. Íslenskum stjórnvöldum og AGS er einnig ákaflega mikið í mun að vel sé veitt til eigenda jöklabréfa sem nú sitja fastir inni, svo að þessir aðilar sýni velvild og hoppi ekki burt úr vaxta­ paradís norðursins um leið og höftum er aflétt. Með þessari stefnu er líka verið að hlúa að útflutningi vaxta sem var orðinn stærsta útflutningsafurð Ís­ lendinga fyrir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla­ bankastjóri sendi nýlega frá sér tíma­ mótaritið „Leiðin úr viðjum gjaldeyris­ hafta“. Arnór er án efa einhver helsti fræði­ maður landsins á sviði vaxtamunar­ viðskipta og eini starfsmaður seðla­ banka innan OECD sem hlotið hefur hinn eftirsótta Drobny­bikar frá spá­ kaupmönnum í viðurkenningarskyni fyrir útfærslu bankans á jöklabréfa­ stefnunni. Ótal gullmola rekur á fjörur lesenda í framangreindu riti, eins og: „Seðlabankinn getur hins vegar ekki skapað meiri vissu á mörkuðum en hann býr við sjálfur“ og „þá bendir margt til þess að botni samdráttarins sé u.þ.b. náð og að vöxtur hefjist á síð­ ari helmingi þessa árs.“ Það sem þó ber hæst er að loksins er komið að því að við fáum aftur nýja upp­ sveiflu með jöklabréfastefnunni, sbr: „Það fjármagn sem nú bíður átekta í skjóli lágvaxtalanda mun um síðir leita á gjöfulli mið. Þegar dregur úr flótta fjárfesta í öryggi lágvaxtalanda og þeir fara að horfa eftir betri ávöxtun þurfa íslensk stjórnvöld að vera reiðubúin að beina augum þeirra að Íslandi.“ Þess ber að geta að fleyting krón­ unnar verður mikilvægt framlag okkar til alheimsviðskipta þar sem íslenska krónan verður sextánda alheimsvið­ skiptamyntin sem sett verður á flot. Varast ber að hlusta á úrtöluraddir manna sem benda á smæð myntar­ innar, hrun gjaldmiðilsins 2001 vegna sjómannaverkfalls og 2008 vegna þess að Lehman­bankinn fór á hausinn eða aðra slíka vankanta enda hefur ver­ ið margsannað að léttustu tapparnir fljóta best. 50 viðhorf Helgin 22.-24. október 2010 Karlar eiga að borða spergilkál, hnetur, ómalaða kornvöru, sojabaunir, ber og rauða eða appelsínulita garðávexti. Svo segir að minnsta kosti Heilsutíminn, sérblað Frétta­ tímans, og varla lýgur hann. Minn betri helmingur er sama sinnis og vill að ég setji í mig gulrætur, rófur, radísur, grænkál, hvít­ kál, kínakál og aðrar þær káltegundir sem ég kann ekki að nefna. Einkum og sérílagi tekur hún undir með Heilsutímanum hvað varðar spergilkálið. „Þú verður að borða brokkólí,“ segir hún, og hirðir ekki um að nota spergilkálsnafnið, „það er svo gott fyrir blöðruhálskirtilinn.“ Þetta er vel meint hjá konunni og ég er henni þakklátur fyrir hugulsemina. Blöðru­ hálskirtillinn er að sönnu magnað fyrir­ brigði sem aldrei skal vanmeta. Krankleiki í þessu merkilega líffæri karlskepnunnar er því bagalegur og leggur raunar margan góð­ an drenginn að velli fyrir aldur fram. Karlar ættu því sjálfir að hugsa um hvað kirtlinum kemur best í stað þess að treysta á að aðrir, þ.e. konur, hafi vit fyrir þeim. Vitið hjá sumum er þó ekki meira en Guð gaf. Það þekkir konan og kaupir því græn­ fóðrið, hvað sem tautar og raular, setur listilega saman í skál og býður mér og öðr­ um sem til borðs sitja hverju sinni. Hún er dugleg í kálinu. Ég er síðri, hvað sem líður blöðruhálskirtlinum, enda aldrei náð al­ mennilega tengslum við þessa tegund fæðu. Þegar ég var yngri talaði ég óvirðulega um kálmetið, af hreinum barnaskap auðvitað, og sagði konunni að það væri fremur fyrir jórturdýr en menn. Hún tók tuðinu með þol­ inmæði, vissi af reynslu að karlar eru sein­ þroska, og hélt áfram að framreiða græn­ fóðrið eftir kúnstarinnar reglum. „Fáðu þér grænmeti, elskan?“ var jafnan viðkvæði hennar þegar hún sá bónda sinn sniðganga kálskálina. „Já,“ tuldraði ég og skaut kálblaði á diskbarminn og geymdi það þar um hríð, þ.e. meðan ég kláraði það sem mér líkaði betur. Með því taldi ég mig blekkja konuna. Diskurinn virtist grænn, svona fljótt á litið. Hún lét gott heita. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og enn er kjötið mín deild fremur en grænmetið, hvort heldur kemur af lambi, nauti eða svíni. Að því leyti finn ég til sam­ stöðu með Mikka ref í Dýrunum í Hálsa­ skógi sem ganga verður gegn eðli sínu og éta gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og hrá­ meti, eins og þar segir í ljóði, í stað þess að éta dýr skógarins. Konan var einmitt að lesa um ævintýri Lilla klifurmúsar og Mikka refs fyrir son­ arson okkar þegar hann átti að fara að sofa eftir ljúfan kvöldverð. Hann hafði borðað vel af grænmeti, eins og amma, en afi sporðrenndi keti, stundi og strauk kvið­ inn. Eftir því tók barnið. „Syngdu amma,“ bað drengurinn þeg­ ar kom að Grænmetisvísunum Dýranna í Hálsaskógi. Amman varð við þeirri frómu ósk og söng með drengnum: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga.“ Hún var rétt að byrja á næsta erindi þegar drengurinn reis skyndilega upp við dogg, stoppaði hana áhyggjufullur af og horfði til hennar stórum spurnaraugum: „Amma,” er afi þá feitt flón?“ Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga Gjaldmiðillinn og stjórn peningamála Nýja flotkróna keisarans Arnar Sigurðsson starfar á fjármálamarkaði Te ik ni ng /H ar i  Vikan sem Var Davíð ráðleggur sólbrúnum jafnaðarmönnum „Er ekki rétt að þjóðin efni nú til sam- skota svo Árni Páll Árnason geti tekið næstu flugvél til Indlands svo hann geti tekið nokkrar holur á golfvellinum með Sigmundi Erni flokksbróður sínum, sem þar er að leysa vanda landsbyggðarinn- ar. Þar skín sólin. Það sparar krem.“ Leiðari Morgunblaðsins á miðvikudag- inn. Leyfið börnunum að koma til mín „Nú eru 80% barna og unglinga 17 ára og yngri skráð í Þjóðkirkjuna. Árið 2000 var þetta hlutfall 90%. Fækkunin nemur því 12,5%.“ Talning Hagstofu Íslands. Hvað þá með bílinn og einkabílstjórann? „Útilokar ekki að Dagur verði borgar- stjóri.“ Jón Gnarr í umræðum um breytingar á starfi borgarstjóra. Ríkisstarfsmaður með hálsríg „Maður bara horfir upp í himininn.“ Sigmar Jónsson, hafnarvörður í Landeyjahöfn, aðspurður í Eyjafréttum um hvað hann fáist við á meðan ferjan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sandburðar. Lausn á atvinnuleysisvandanum „Stjórnarráðið of fámennt.“ Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra, segir Stjórnar- ráðið of fámennt og starfsliðið svo störfum hlaðið að varla sé á bætandi. Hverjir eru bestir – hverjir eru langbestir?! „Það er mat vinnuhópsins að í öllum aðalatriðum sé viðhöfð góð stjórnsýsla í ráðuneytinu.“ Vinnuhópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði til að kanna hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is kallaði á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins hefur lokið störfum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HeLGarPisTiLL Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Næsta listmunauppboð 8. nóvember Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.