Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 61
bíó 61Helgin 22.-24. október 2010
leikdómur Finnski hesturinn
Sögusvið Finnska hestsins er held
ur óvistleg sveit í Finnlandi þar sem
misvirk fjölskylda hírist í nokkrum
vesaldómi og leiðindum. Þarna húka
þau saman; amman, bölvandi en
skemmtilega orðheppin, sonurinn
sem seint verður kallaður annað en
lurða, fyrrum kvinna hans (sveitt og
geðstirð með afbrigðum) og börnin
tvö sem hvorugt stígur í vitið. Þeirra
helstu heimilisgestir eru síðan vin
kona stúlkunnar og ný kærasta
bóndans, stirðbusaleg tilfinninga
vera af allt öðru sauðahúsi. Þetta er
upplegg í afskaplega skemmtilega
kómedíu, sér í lagi þegar við bætist
snarbilað reglugerðarfargan Evrópu
sambandsins og mjög súrt bisness
plan sem inniber ítölsku mafíuna.
Þó er líkt og aðstandendur verks
ins treysti því ekki að aðstæðurnar
og tilsvörin séu nógu fyndin til að
bera uppi góða sýningu. Húmorinn
er rækilega skrúfaður upp á köflum
með ofleik og látum en einnig með
hraðanum. Persónurnar, sem seint
komast undan þjóðerninu, þegja til
dæmis aldrei heldur eru orðaskipti
þeirra eins og hríðskotahjal í vel
þéttum vestrænum grínþætti. Ég
skil vel þá kröfu að halda sýningar
lengd innan líkamlegra þolmarka en
Hver með sitt uppistand
þá finnst mér strokleðrið heppilegra
tæki heldur en hraðspólunartakk
inn. Það var enginn tími fyrir alvar
legar tilfinningar eða íhugun og þar
af leiðandi reyndist mér erfitt að
öðlast samúð með þessu skrautlega
persónugalleríi Peltola.
Persónurnar í verkinu virð
ast einnig í litlum samskipt
um hver við aðra. Helst eru
það amman og sonardótt
irin sem eitthvað ná
saman. Það var líkt og
meiri áhersla væri á
að viðkomandi pers
óna væri fyndin (út
í sal) heldur en að
samband hennar við
aðra væri skiljanlegt.
Þetta var meira sóló en
nokkurn tíma samleikur, hver með
sitt uppistand.
Það eru frábærir leikarar í þessari
sýningu sem margir hafa fullkomn
ar tímasetningar gamanleiksins á
valdi sínu. Ólafía Hrönn Jónsdótt
ir ber uppi sýninguna, eins og
oft áður. Hún er alveg stjarn
fræðilega fyndin. Hún er
hins vegar alltof ung og
sæt til að vera sannfær
andi háöldruð amma,
með fullri virðingu
fyrir góðum gerv
um í sýningunni.
Kjartan Guðjóns
son, sem leikur
soninn, er líka
brjálæðislega
góður grínleik
ari en allt kom fyrir ekki. Mér fannst
leikhópurinn einfaldlega úti á túni,
og ekki að leika í sama verkinu.
Í ofanálag var sviðið illa nýtt og
leikmyndin lék á reiðiskjálfi (burt
séð frá táknsæi og gegnsæi). Gerv
in og búningarnir voru vel leyst og
töff, sem og myndvinnslan sem á
köflum var eini stemningsgjafinn í
sýningunni fyrir utan hljóðmyndina.
Ljósin voru nær ekkert nýtt. Leik
húsið býr yfir ótal tólum til þess að
skapa spennandi upplifanir. Það þarf
ekki alltaf að keyra í botn á bröndur
unum.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Finnski hesturinn
eftir Sirkku Peltola
Þjóðleikhúsið
Leikstjóri: María Reyndal
w
w
w
.b
ec
kh
am
-f
ra
g
ra
n
ce
s.
co
m
Frumsýningar
Legend of the Guardians
Leikstjórinn Zack Snyder (300, Watch-
men) skiptir hér um gír og leikstýrir
teiknimynd um ævintýri uglunnar Soren
sem er rænt af vondum uglum sem
stunda heilaþvott á ungum uglum í þeim
tilgangi að breyta þeim í heruglur. Mynd-
in er byggð á fyrstu bókinni af þremur í
samnefndum bókaflokki.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,2/10
Rotten Tomatoes: 48%
Metacritic: 53/100
The Switch
Í The Switch segir frá einhleypri konu um
fertugt sem ákveður að reyna heima-
sæðingu til að verða ólétt. Síðar játar
vinur hennar að hann hafi skipt á sínu
eigin sæði og gjafasæðinu. Í helstu hlut-
verkum er öndvegisfólkið Jennifer An-
iston, Jason Bateman og Juliette Lewis.
Aðrir miðlar: Imdb: 5,9/10
Rotten Tomatoes: 51%
Metacritic: 52/100
The Kids Are All Right
Julianne Moore og Annette Bening leiða
saman hesta sína í þessari mynd sem
segir frá tveimur konum í sambúð. Þær
eiga tvö börn á unglingsaldri en þær
gengu hvor með sitt barnið. Þegar hálf-
systkinin taka sig til og finna líffræði-
legan föður sinn, en svo skemmtilega
vill til að sæði úr sama manni var notað
við getnað beggja, breytist margt á
heimilinu.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,8/10,
Rotten Tomatoes: 96%,
Metacritic: 86/100