Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 61

Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 61
bíó 61Helgin 22.-24. október 2010  leikdómur Finnski hesturinn  Sögusvið Finnska hestsins er held­ ur óvistleg sveit í Finnlandi þar sem misvirk fjölskylda hírist í nokkrum vesaldómi og leiðindum. Þarna húka þau saman; amman, bölvandi en skemmtilega orðheppin, sonurinn sem seint verður kallaður annað en lurða, fyrrum kvinna hans (sveitt og geðstirð með afbrigðum) og börnin tvö sem hvorugt stígur í vitið. Þeirra helstu heimilisgestir eru síðan vin­ kona stúlkunnar og ný kærasta bóndans, stirðbusaleg tilfinninga­ vera af allt öðru sauðahúsi. Þetta er upplegg í afskaplega skemmtilega kómedíu, sér í lagi þegar við bætist snarbilað reglugerðarfargan Evrópu­ sambandsins og mjög súrt bisness­ plan sem inniber ítölsku mafíuna. Þó er líkt og aðstandendur verks­ ins treysti því ekki að aðstæðurnar og tilsvörin séu nógu fyndin til að bera uppi góða sýningu. Húmorinn er rækilega skrúfaður upp á köflum með ofleik og látum en einnig með hraðanum. Persónurnar, sem seint komast undan þjóðerninu, þegja til dæmis aldrei heldur eru orðaskipti þeirra eins og hríðskotahjal í vel­ þéttum vestrænum grínþætti. Ég skil vel þá kröfu að halda sýningar­ lengd innan líkamlegra þolmarka en Hver með sitt uppistand þá finnst mér strokleðrið heppilegra tæki heldur en hraðspólunartakk­ inn. Það var enginn tími fyrir alvar­ legar tilfinningar eða íhugun og þar af leiðandi reyndist mér erfitt að öðlast samúð með þessu skrautlega persónugalleríi Peltola. Persónurnar í verkinu virð­ ast einnig í litlum samskipt­ um hver við aðra. Helst eru það amman og sonardótt­ irin sem eitthvað ná saman. Það var líkt og meiri áhersla væri á að viðkomandi pers­ óna væri fyndin (út í sal) heldur en að samband hennar við aðra væri skiljanlegt. Þetta var meira sóló en nokkurn tíma samleikur, hver með sitt uppistand. Það eru frábærir leikarar í þessari sýningu sem margir hafa fullkomn­ ar tímasetningar gamanleiksins á valdi sínu. Ólafía Hrönn Jónsdótt­ ir ber uppi sýninguna, eins og oft áður. Hún er alveg stjarn­ fræðilega fyndin. Hún er hins vegar alltof ung og sæt til að vera sannfær­ andi háöldruð amma, með fullri virðingu fyrir góðum gerv­ um í sýningunni. Kjartan Guðjóns­ son, sem leikur soninn, er líka brjálæðislega góður grínleik­ ari en allt kom fyrir ekki. Mér fannst leikhópurinn einfaldlega úti á túni, og ekki að leika í sama verkinu. Í ofanálag var sviðið illa nýtt og leikmyndin lék á reiðiskjálfi (burt­ séð frá táknsæi og gegnsæi). Gerv­ in og búningarnir voru vel leyst og töff, sem og myndvinnslan sem á köflum var eini stemningsgjafinn í sýningunni fyrir utan hljóðmyndina. Ljósin voru nær ekkert nýtt. Leik­ húsið býr yfir ótal tólum til þess að skapa spennandi upplifanir. Það þarf ekki alltaf að keyra í botn á bröndur­ unum. Kristrún Heiða Hauksdóttir Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola Þjóðleikhúsið Leikstjóri: María Reyndal w w w .b ec kh am -f ra g ra n ce s. co m Frumsýningar Legend of the Guardians Leikstjórinn Zack Snyder (300, Watch- men) skiptir hér um gír og leikstýrir teiknimynd um ævintýri uglunnar Soren sem er rænt af vondum uglum sem stunda heilaþvott á ungum uglum í þeim tilgangi að breyta þeim í heruglur. Mynd- in er byggð á fyrstu bókinni af þremur í samnefndum bókaflokki. Aðrir miðlar: Imdb: 7,2/10 Rotten Tomatoes: 48% Metacritic: 53/100 The Switch Í The Switch segir frá einhleypri konu um fertugt sem ákveður að reyna heima- sæðingu til að verða ólétt. Síðar játar vinur hennar að hann hafi skipt á sínu eigin sæði og gjafasæðinu. Í helstu hlut- verkum er öndvegisfólkið Jennifer An- iston, Jason Bateman og Juliette Lewis. Aðrir miðlar: Imdb: 5,9/10 Rotten Tomatoes: 51% Metacritic: 52/100 The Kids Are All Right Julianne Moore og Annette Bening leiða saman hesta sína í þessari mynd sem segir frá tveimur konum í sambúð. Þær eiga tvö börn á unglingsaldri en þær gengu hvor með sitt barnið. Þegar hálf- systkinin taka sig til og finna líffræði- legan föður sinn, en svo skemmtilega vill til að sæði úr sama manni var notað við getnað beggja, breytist margt á heimilinu. Aðrir miðlar: Imdb: 7,8/10, Rotten Tomatoes: 96%, Metacritic: 86/100

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.