Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 62

Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 62
Ég fæ innblásturinn helst frá fólkinu í kringum mig. Og svo eru það auðvitað tískublöðin sem hafa mikil áhrif,“ segir Þórdís sem reynir að blanda alls konar fötum saman. „Ég reyni svo að festa mig ekki endilega í einhverjum einum stíl. Blanda fötunum saman og reyni að gera sem flottast úr því.“ Hún elskar að versla eins og flestar stelpur og eru það erlendu búðirnar sem draga hana mest að sér. „Uppáhalds búðirnar mínar eru líklega Urban Outfit- ters og American Apparel. Svo eru það líka markaðir sem ég leita mikið í. Ætli það sé ekki svo Spútnik sem ég er duglegust að versla í hérna heima,“ segir Þórdís Björk. -kp Mánudagur: Skór: Steve Madden, New York. Buxur: Monki. Bolur: H&M. Peysa: Zara. Trefill: Prjónaður af ömmu. Þórdís Björk er 19 ára nemi á sínu síðasta ári í Verslunarskóla Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tónlist, söng, leiklist og tísku og segist ferðast mjög mikið. Reyni að festa mig ekki í ákveðnum stíl Lj ó SM YN d ir / H a r i Leyfum hárinu að fjúka í rokinu Við Íslendingar reynum alltaf að halda sem lengst í sumarið. Það er staðreynd. Förum léttklædd út á haustin, í afneitun um að kuldinn er farinn að gera vart við sig. Bíðum eftir að fyrsti snjórinn falli og þurfum fyrst þá að játa okkur sigraða. Förum þá að dúða okkur áður en út er farið. Klæðum okkur í þykkar peysur, vefjum treflinum þétt um hálsinn og kuldaskórnir fylgja svo með. Viljum helst sleppa húfunni og leyfa hárinu að fjúka í rokinu. Nú þegar veturinn er kominn enn einu sinni og kuldinn farinn að sækja að okkur, hendum við treglega litríku kjólunum og sandölunum sem við fjárfestum í í sumar inn í skáp þar sem þeir munu bíða okkar þangað til þörf er fyrir þá aftur. Í staðinn gröfum við upp hlýju sokkana, peysurnar og kuldaskóna, tilbúna til notkunar. Það hafa svo sannarlega orðið árstíðaskipti. Það er alveg ljóst. Á veturna eru raunverulega gerðar mun minni kröfur í tískunni en á öðrum árstíðum. Það stafar af því að minni fjölbreytni liggur í þeirri árstíð. Þó er tískan auðvitað alltaf til staðar. Úlpurnar sem allir verða að eiga, kuldaskórnir sem eru nýkomnir á markað eða þá flottustu vetrarstígvélin sem hafa gert allt vitlaust. Þetta mun líklega aldrei breytast. Fylgjum tískunni í blindni og leitum uppi alls konar föt sem við klæðumst. Alltaf flott föt, sama hvaða árstíð er. 62 tíska Helgin 22.-24. október 2010 Föstudagur: Skór: Bossanova. Sokkabuxur: Pólsk sokka- búð. Kjóll: american apparel. Skyrta: Urban Outfitters. Hárband: H&M Þriðjudagur: Skór: Keyptir í Barcelona. Buxur: Fatamark- aður í miðbænum. Jakki: rokk og rósir. Bolur: american apparel. Miðvikudagur: Skór: Vagabond í Kaupmannahöfn. Bolur: american apparel. Sokkabuxur: Topshop. Leðurbuxur: Spútnik. Jakki: Vintage-búð í New York Fimmtudagur: Skór: Skóbúð á Ítalíu. Samfestingur: Spútnik. Jakki: Topshop tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Hefðbundin indversk athöfn Nú er allt á síðasta snúningi hjá söngkonunni Katy Perry fyrir stóru helgina hennar sem er fram undan. Hún er komin til Indlands ásamt unnusta sínum, leikaran- um Russel Brand, þar sem þau munu ganga í það heilaga nú um helgina. Undirbúningurinn er að klárast og þetta verður heljar- innar veisla. Athöfnin verður að hefðbundnum indverskum sið, fimm daga brúðkaupsveisla, en líka safari-leiðangrar um Indland með vinum og fjölskyldu. Krepputíska Fimm sentimetra dökkar hársrætur og ljósir endar eru ekki lengur merki um leti eða hirðuleysi. Þvert á móti er þetta merki um að viðkomandi hugsar um lúkkið. Hárhönnuðir tengja þetta kreppunni. Nú er ekki lengur svalt að útlitið sé óaðfinnanlegt. Þetta vita til dæmis Kate Moss, Rachel Bilson og Drew Barrymore. Selur flíkur af sjálfri sér Söngkonan Lily Allen hefur margt á sínum höndum þessa dagana. Auk þess að vera ólétt að sínu fyrsta barni opnaði hún ásamt systur sinni fatabúðina Lucy in Disguise í London á dögunum. Verslunin selur hágæða tískuvörur, Chanel og Prada, og einnig notaðar flíkur og aukahluti frá söngkonunni sjálfri. Ekki er aðeins boðið upp á að kaupa vörurnar, það er einnig hægt að leigja fötin og fylgihlutina.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.