Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 64
Sparaðu
með Siemens
Siemens er þekkt fyrir
umhverfisvæna stefnu
sína og er í fremstu röð
þegar skoðaðar eru
tækninýjungar er varða
orkusparnað á heimilum.
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.issparnaður
-50%
1995 2010
0,13 kwst.
sparnaður
-36%
1995 2010
0,11 kwst. 0,07 kwst.
sparnaður
-48%
1995 2010
Þvottavél
WM 16S770DN
Orkunotkun miðuð við
þvott á 1 kg á 60° C.
Uppþvottavél
SN 46T590SK
Orkunotkun miðuð við
borðbúnað fyrir einn.
Kæliskápur
KG 36VX74
Orkunotkun miðuð við
100 l á sólarhring.
0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst.
64 dægurmál Helgin 22.-24. október 2010
Kauptu stílinn taylor MoMsen
Rokkaraleg
og umdeild
Taylor Momsen er til fyrirmyndar
Taylor Momsen er litla skvísan úr Gossip Girl og rokksöngkona í hjáverkum. Hún hefur skapað
sinn eigin stíl þrátt fyrir ungan aldur.
Taylor er rokkaraleg og töff og bland-
ar mikið saman alls konar flíkum.
Fatastíllinn hennar er ekki allra og
hefur verið umdeildur vestanhafs en
hún lætur það ekki á sig fá og heldur
ótrauð sínu striki. Er jafn sjálfstæð í
veruleikanum og persónan sem hún
leikur í þáttunum.
Kiss 16.900 kr.
Blend 2.990 kr. Gyllti kötturinn 2.800 kr.
GS skór 18.900 kr.
Mac 3.990 kr.
Sparkz 7.990 kr.
Baráttusöngvarnir af hljómplötunni Áfram stelpur, sem
kom út á kvennafrídaginn 24. október árið 1975, eru
sjálfsagt enn mörgum þeim sem komnir voru til einhvers
vits og ára í þá daga enn í fersku minni. Þar sem nú eru
liðin 35 ár frá því íslenskar konur lögðu niður störf og
hópuðust saman í miðbæ Reykjavíkur, ætla
fimm leik- og söngkonur að flytja lögin af
plötunni Áfram stelpur í heild sinni á tón-
leikum í NemaForum (gamla Slippnum),
Mýrargötu 2, og vekja af værum blundi
hjúkkuflugfreyjuna, Þyrnirós, Gunnu og
Sigga, ánægðu ömmuna á Grund og síðasta
sumarblómið.
„Ég man hvað mér þótti tónlistin á plötunni
skemmtileg þegar ég var lítil en svo síaðist
boðskapur laganna smám saman inn og
maður varð meðvitaðri um hvað verið var
að syngja,“ segir Brynhildur Björns-
dóttir sem syngur Áfram stelpur árið 2010 ásamt Aðal-
heiði Þorsteinsdóttur, Esther Jökulsdóttur, Margréti
Pétursdóttur og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur.
„Við gerum þetta núna bæði til að heiðra þær konur sem
sungu inn á plötuna á sínum tíma og líka svolítið til að
koma þessu áfram til næstu kynslóða.“
Gullfoss er 3,6% en nær samt sígildu bjórbragði.
Léttur Gullfoss
„Okkur langaði að búa til léttari
bjór en þennan hefðbundna 5
prósentna og vorum níu mánuði
að leita að hinu eina sanna bjór-
bragði á alkóhólléttan bjór sem
er 3,6 prósent,“ segir Heimir Her-
mannsson hjá Ölgerð Reykjavíkur
um nýja Gullfoss pilsnerinn sem
kominn er í prufusölu hjá ÁTVR.
Gullfoss er bruggaður að tékk-
neskri forskrift og þykir til dæmis
henta þeim vel sem vilja fá sér
einn kaldan með mat án þess að
finna of mikið á sér.
Söngstelpur sem þora. Brynhildur segir sorglega margt í textum Áfram stelpur
passa við samfélagið í dag þannig að baráttuandi plötunnar sé enn viðeigandi.
Þora enn, geta og vilja
Fimm leik- og söngkonur ætla að syngja öll lögin af
plötunni Áfram stelpur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá
kvennafrídeginum 1975.
Tónleikarnir verða
sem hér segir:
Sunnudaginn 24.október
klukkan 18 og 20.30.
Mánudaginn 25. október
klukkan 17.30 og 19.30.
Miðaverð er 1975 krónur.