Fréttatíminn - 22.10.2010, Síða 68

Fréttatíminn - 22.10.2010, Síða 68
68 dægurmál Helgin 22.-24. október 2010 Spennandi kynSlóðaSaga Áleitin og óvenjuleg Reykjavíkursaga eftir nýjan höfund, Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur.  Plötuhorn Dr. Gunna Kimbabwe  Retro Stefson Retro Stefson er lífsglaðasta hljóm- sveit landsins og spilar einstaka blöndu af indie-poppi og stuðtónlist frá Karabíska hafinu. Já, og alls konar öðru, því þetta band gerir bara það sem því dettur í hug. Bandið springur nú út á annarri plötunni sinni, sem er heil- steypt þrumuflykki og rosalega skemmtileg plata full af fjöri, ákefð og ilmandi fínum lögum þar sem nostrað er við smáatriðin. Frábært! Better When We’re Dead  Deep Jimi & The Zep Creams Eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er rokk- sveitin góðkunna frá Keflavík ekki að finna upp hjólið með tónlist sinni. Þeir spila frumsamda tónlist sem vísar í „klassíska rokkið“ en einnig glittir í yngri áhrifavalda – The Cult, Inxs, jafnvel Lenny Kravitz. Bandið spinnur traustan rokkþráð af innsæi og átakalausri fimi. Rokkhundar ættu að hafa jafngaman af þessari fínu plötu og hljómsveitin sjálf. Í annan heim  Rökkurró Á annarri plötu sinni heldur Rökk- urró áfram að þróa sinn rjómalegna hljóðheim, sem má segja að liggi mitt á milli Mammúts og Sigur Rósar. Rokk og strengir mætast í angurværum lögum og viðkvæmar raddir skapa ljúfa stemn- ingu. Oft er gefið í og melódísku galdragripi sáldrað yfir með glæsilegum árangri. Mjög fín plata og ég verð að lofa umslagið sérstaklega; mér finnst þetta flottasta plötuumslag ársins.  BrúðuleiKhús Gilitrutt Þ að er óvenjulegur metnaður að baki brúðuleiksýningunni um Gilitrutt, sem verður frumsýnd á sunnudag í Borgarnesi. Einn fremsti leikhúsmaður landsins leikstýrir brúðunum, eða réttara sagt brúðustjórnandanum, og búningana gerir einn fremsti búningahönnuður lands- ins. Umgjörðin jafnast sem sagt á við það besta þegar leikararnir eru af holdi og blóði. „Brúðurnar hafa persónuleika og sumt virkar og sumt ekki, búningurinn verður að fara vel á þeim og vera trúverðugur fyrir persónuna,“ segir Þórunn Elísabet Sveins- dóttir, búningahönnuður sýningarinnar. Persónuleiki brúðanna var krufinn í sam- tölum hennar við leikstjórann Benedikt Erlingsson og brúðugerðarmanninn Bernd Ogrodnik, en þeir unnu einnig leikgerð verksins. „Við sjáum bóndann til dæmis fyr- ir okkur sem svolítið kauðslegan náunga en um leið þurfum við að passa að hann verði ekki of skoplegur. Bóndakonan er í fínni fötum en bóndinn, hún er löt til verka sem verður til þess að Gilitrutt nær tangarhaldi á henni,“ segir Þórunn. Benedikt leikstýrir Bernd og brúðunum, sem Bernd stjórnar, og segir Þórunn þetta vera flókið ferli. „Bernd er búinn að þróa alls kyns aðferðir til að skapa nánast mennskar hreyfingar hjá brúðunum, hann fær þær meðal annars til að ganga þannig að þær lyfta ilinni og stíga í hælinn, og halla undir flatt, segir hún og bætir við að þetta sé bara á færi uppfinningamanna eins og Bernds. „Hann býr brúðurnar til, spilar á öll hljóð- færi, gerir leiksvið, fær spýtu til að fljúga og haga sér eins og fugl. Hann fær þessa litlu óstýrilátu leikara til að gera ótrúleg- ustu hluti og það er yndislegt að fylgjast með þeim dansa í baðstofunni við undirspil harmóníku og langspils. Það eru forréttindi fyrir fimmtuga mær eins og mig að fá að leika sér svona, sitja og sauma dúkkuföt á persónur sem svo lifna við eftir að ljósin eru slökkt í leikhúsinu.“ Gilitrutt er frumsýnd í Brúðuheimum í Borgarnesi sunnudaginn 24. október kl. 15. -jvg Fær spýtu til að haga sér eins og fugl Brúðuleikhúsið Brúðuheimar í Borgarnesi frumsýnir á sunnudag nýtt verk byggt á þjóðsögunni um tröllkonuna Gilitrutt. Bernd fær þessa litlu óstýrilátu leikara til að gera ótrúlegustu hluti Þórunn Elísabet Sveins- dóttir Búningurinn verður að fara vel á þeim og vera trúverðugur fyrir persónuna.“ Ljósmynd/Hari Nú á miðvikudaginn var 80 ára afmæli Austurbæjarskóla fagnað. Auk nemenda og starfsmanna skólans mættu foreldrar og fyrrum nemendur í geysifjölmenna afmælisveislu sem stóð allan daginn. Allir lögðust á eitt við bakstur og matargerð; meðal annars bakaði eigin- kona eins kennarans glæsilega köku sem var eftirlíking af skólabygg- ingunni. Í íþróttasalnum voru til sýnis ýmsir gamlir munir frá starfi skólans, námsbækur, kort og fleiri gersemar. Í tilefni af tímamótunum voru gerðir stuttermabolir fyrir nemendur og aðra áhugasama. Austó 80 ára Beyonce ekki ólétt Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að þokkadísin Beyonce Knowles sé ólétt. Bandaríska slúðurblaðið US Weekly greindi frá því í vikunni að hún væri komin fjórtán vikur á leið en nú hefur móðir hennar komið fram og sagt söguna uppspuna. Tina Knowles kom fram í spjallþætti Ellen De Generes í gær og sagði það alrangt að dóttir hennar væri ólétt. Hún sagðist hlakka mikið til að eignast barnabörn en það myndi einfaldlega ekki gerast á næst- unni. Ljósmynd/Getty Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjar- skóla í hópi nemenda sinna. Þeir klæðast bolum sem voru gerðir í tilefni afmælis skólans. Fram- an á þeim er mynd af Guð- mundi, sem er vel við hæfi því hann hefur verið alla sína starfsævi í Austurbæjar- skóla. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.