Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 70
70 dægurmál Helgin 22.-24. október 2010 Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali H rund Ósk er í stuttri heimsókn á Íslandi núna og syngur með Sin-fóníuhljómsveit Íslands á laugar- daginn þegar sveitin flytur klukkustund- ar langa fjölskylduútgáfu af Töfraflautu Mozarts. Þegar Hrund Ósk snýr aftur til Berlínar stekkur hún svo beint úr heimi óperunnar yfir í stuð og sveiflu þar sem hún mun þá syngja með þýsku big-bandi. „Óperunámið hefur styrkt mig sem blús- söngkonu. Ég hef miklu meira vald á rödd- inni núna og syng með meiri vissu en ég gerði fyrir nokkrum árum. Það má vissulega segja að það sé ansi breitt bil á milli blússins og óperunnar en þar sem ég hef ástríðu fyrir báðum tegund- um leyfi ég mér að fara á víxl, að minnsta kosti eins og stendur, en ég gæti þurft að velja á milli síðar,“ segir Hrund Ósk sem sló í gegn ekki alls fyrir löngu þegar hún söng lög Billie Holiday á djasshátíð í Reykjavík. „Þarna eru hápunktar úr Töfraflautunni teknir saman í barnvæna lengd og svo flytj- um við þetta á íslensku sem gerir óperuna ennþá aðgengilegri,“ segir Hrund Ósk um tónleikana á laugardaginn. Öll vinsælustu lögin úr óperunni fljóta með, þar á meðal aría Næturdrottningarinnar sem Hrund  Hrund Ósk: syngur Mozart fyrir börn og unglinga  JÓlatÓnleikar frostrÓsa – 20 þúsund Miðar seldir Blúsaða óperusöngkonan Söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir hefur haft í nógu að snúast eftir sigur í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir nokkrum árum. Hún syngur blús af innlifun og stundar einkanám í óperusöng í Þýskalandi. Ástríða Hrundar Óskar fyrir blús og óperu gerir það að verkum að hún stekkur á milli Billie Holiday og Næturdrottningarinnar. „Þetta eru algjörlega meiriháttar viðtökur. Ég er bjart- sýnn maður en ég hefði ekki þorað að trúa þessu,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa- tónleikanna, um viðtökurnar við tónleikunum. Miðasala hófst á miðvikudagsmorguninn klukkan tíu og á hádegi í gær, fimmtudag, höfðu átján þúsund miðar verið seldir. Samúel sagðist búast við því að yfir tuttugu þúsund miðar yrðu seldir í dag, föstudag. Í fyrra seldust 22 þúsund miðar á tónleika Frostrósa en fátt getur komið í veg fyrir að þeir verði enn fleiri í ár. „Okkar háleitasta markmið var að jafna metið frá því í fyrra en mér sýnist á öllu að við náum að selja þá 24 þúsund miða sem í boði eru þetta árið. Það er frábært,“ segir Samúel en Frost- rósir munu halda rúmlega 25 tónleika um landið allt. Aðspurður um vinsældir Frostrósanna segir hann skýr- inguna sennilega vera blöndu af góðu orðspori og síðan því að þessir tónleikar eru orðnir fastur punktur í lífi fólks fyrir jólin. „Við erum það heppin að hafa einvalalið söngv- ara með okkur og fólk veit nákvæmlega hvað það er að fá,“ segir Samúel. Og hann einskorðar sig ekki við Ísland því hann vinnur hörðum höndum að því að skipuleggja Frostrósatónleika í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er allt í ferli. Ég hef átt fundi með mönnum og við stefnum að því að halda tónleika í þessum löndum fyrir jólin 2011. Markmiðið er að halda tónleika í þremur borgum í Noregi, fjórum í Sví- þjóð og tveimur í Finnlandi,“ segir Samúel. -óhþ Frostrósir í útrás til Skandinavíu Óperunámið hefur styrkt mig sem blús- söngkonu. Ég hef miklu meira vald á röddinni núna. Ósk syngur. „Sinfónían fékk unga og upp- rennandi söngvara í helstu hlutverkin og ég sló til og ákvað að skreppa aðeins heim.“ Herdís Anna Jónasdóttir, Sveinn Hjörleifs- son, Jón Svavar Jósefsson og Tinna Árna- dóttir syngja Töfraflautuna ásamt Hrund. Hrund Ósk sigraði í Söngvakeppni fram- haldsskólanna fyrir MR árið 2005 og ferill hennar sem söngkona tók flugið fyrir al- vöru ári síðar þegar hún tróð aftur upp í söngvakeppninni sem sigurvegari ársins á undan. „Þá sá Pálmi Gunnarsson mig í sjónvarpinu og í framhaldinu byrjaði ég að syngja með Pálma og Magnúsi Eiríks- syni. Þá var mér bara hent beint út í djúpu laugina og ég lærði ótrúlega mikið af því að fara beint að vinna með svona reynd- um tónlistarmönnum. Þeir eru ekki mikið fyrir æfingar og fara meira eftir tilfinning- unni og leyfa þessu að flæða. Nú eru það bara við Pálmi sem erum að blúsast og við reynum að nota tækifærin þegar ég er á Íslandi til þess að gera eitthvað skemmti- legt og það er á dagskrá hjá okkur að taka eitthvað upp.“ Hrund Ósk syngur í Töfra- flautunni með Sinfóníunni á laugardaginn á tvennum tónleikum, klukkan 14 og svo aftur klukkan 17. Feðgarnir Jóhann Páll Valdi- marsson og Egill Örn Jóhanns- son hjá Forlaginu eru í bobba. Nú líður að útkomu Furðustranda, fjórtándu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Bækur Arnaldar hafa komið út 1. nóvember undan- farin ár en þar gæti orðið breyting á. 1. nóvember ber upp á mánu- dag en feðgarnir hafa hingað til, hjátrúar vegna, ekki gefið út bækur á þeim degi. Ekki er enn komið í ljós hvernig þeir feðgar munu bregðast við þessu en heyrst hefur að þeir muni jafnvel opna bókaútgáfuna á sunnudeginum, 31. október, til að ferja bókina í búðir. Áhorf á Hringekjuna, skemmtiþátt RÚV, á laugardagskvöldum hríðfellur ef mið er tekið af áhorfstölum frá því fyrir tveimur vikum þegar Spaugstofan var ekki byrjuð. Áhorfið á Hringekjuna hefur fallið um 13 prósentustig á þessum tveimur vikum og er nú 22,8%. Spaug- stofan, sem sýnd er í lokaðri dagskrá á Stöð 2, var með 19,2% áhorf. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Guð- jón Davíð Karlsson, stjórnanda Hringekj- unnar og kannski ekki síður Pál Magnússon útvarpsstjóra sem skipti Spaugstofunni út fyrir Hringekjuna. Egill Gillzenegger Einarsson er ekki ánægður með þá ákvörðun Hafsteins Snædal að vilja láta taka nafn sitt úr síma- skránni á meðan Gillz hefur yfirumsjón með forsíðu og baksíðu bókarinnar. Hafsteinn lét hafa það eftir sér í DV að Gillz væri ofvaxið kjötfall og honum fyndist hann gjörsamlega óþolandi. Gillz svarar Hafsteini á bloggi sínu og segir að vöðvatröllin lendi oft í því að fólk haldi að þau hafi ekki tilfinningar. Jafnframt lofar hann Hafsteini því að nafn hans muni ef til vill birtast á tíu stöðum feitletrað og mögulega með mynd af rassgati fyrir aftan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.