Læknablaðið - 15.05.1984, Page 6
'W Núerhægt
aó meóhöndla erfióustu
psoriasistilfellin meó
Tigason (etretinat).
Þetta er fyrsta retinoiðið*) frá Roche, sem hægt er að taka inn.
Enn einu sinni framför, sem rekja má til rannsókna hjá Roche.
53-ára maður með umfangsmiðkið
psoriasis.
Sami sjúklingur eftir 3 mánaða
meðferð með Tigason.
Hylki: D 11 A G 04. Hvert hylki inniheldur: Etretina-
tum INN 10 mg eða 25 mg. Eiginleikar: Etretinat
tilheyrir flokki retínóiða og er efnafræðilega skylt
tretínóíni og A-vítamíni. Efnið hefur áhrif á keratín-
myndun í húð og fleiri þætti í starfsemi húðfrumna.
Verkunarmáti lyfsins er ekki þekktur í smáatriðum.
Bætandi áhrif lyfsins koma fram eftir nokkurra vikna
notkun, en einkenni sjúkdómsins koma aftur í ljós,
þegar töku lyfsins er hætt. Lyfið frásogast hratt en
ófullkomið (40-50% frá meltingarvegi. Próteinbinding
í plasma er um 98%. Helmingunartími í blóði cr um
100 dagar og mælanlegt magn getur verið í blóði einu
ári eftir að lyfjagjöf var hætt. Útskilnaður lyfins og
umbrotsefna þess er um þvag og gall. Ábendingar:
Psoriasis á mjög háu stigi, þar sem önnur lyfjameðferð
hefur verið fullreynd án árangurs. Aðrir alvarlegir
sjúkdómar, sem fela í sér truflun á keratínmyndun
húðar s.s. hyperkeratosis eða pustulosis palmoplanta-
ris, ichthyosis, lichen planus og Mb. Darier. Fróben-
dingar: Meðganga (sjá kaflan Varúð). Skert lifrar-eða
nýmastarfsemi. Hypervitaminosis A. Þekkt ofnæmi
fyrir retínóíðum. Áukaverkanir: Aukaverkanir eru
algengar og sumar alvarlegar, þær eru flestar háðar
skömmtum. Algengar aukaverkanir (tíðni 20-90%
sjúklinga) eru varaþurrkur, munnsár, þurrar slímhúðir
í nefi, húðflögnun á höndum og fótum, kláði, hárlos,
sár á húð, aukin svitamyndun, hvarmabólga, sýkingar í
húð. Sjaldgæfari aukaverkanir eru höfuðverkur, bjú-
gur, húðútbrot (ofnæmi), lifrarbólga, lifrarskemmdir,
hækkun blóðfítu (triglýseríð). Lyfið hefur þekkta tera-
togen verkun hjá dýrum og mönnum (m.a. exencepha-
li). Lyfíð hefur osteolytiska verkun i sumun dýrategun-
dum. Varúð: Rótt er að fylgjast með lifrarstarfsemi
sjúklinganna, t.d. fyrst eftir mánaðar lyfjatöku og
síðan a.m.k. á þriggja mánaða fresti. Einnig er rétt að
fylgjast með blóðfitu. Vegna skaðlegra áhrifa á fóstur
og hins langa helmingunartíma lyfísns er almennt
óráðlegt að gefa lyfið konum á barneignaaldri. Sé þrátt
fyrir þessa áhættu vegna alvarlegs sjúkdóms, konu á
barneignaaldri gefíð lyfið, er nauðsynlegt að tryggja
sem öruggasta getnaðarvörn meðan lyfið er tekið og
a.m.k. í eitt ár eftir að lyfjameðferð er hætt. Verði
sjúklingur þungaður, þrátt fyrir þessar ráðstafanir, eru
miklar líkur á alvarlega vansköpuðu fóstri (t.d. exen-
cephali). Milliverkanir: Ekki þekktar. Skammtastærð
ir handa börnum og fullorðnum: Skömmtun lyfisns
er einstaklingsbundin. Hæftlegir skammtar eru oftast
eins og hér segir: í upphafi meðferðar eru gefin 0,75-1
mg/kg líkamsþunga á dag, skipt í 2-3 skammta. Ekki
skal þó gefa meir cn 75 mg á dag. Þessum skammti er
haldið, þar til viðunandi árangur fæst eða þar til
minnka þarf skammt vegna aukaverkana. Sem við
haldsmeðferð er dagsskammtur oft 0,25-0,6 mg/kg
líkamsþunga. Staðbundinni meðfcrð. (smyrsli eða ljó-
saböð) má halda áfram jafnframt Tigason-meðferð.
Athuga ber þó, að Tigason getur aukið frásog stera
gegnum húð. Pakkningar: Hylki 10 mg: 50 stk. (þyn-
nupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). Hylki 25 mg: 30
stk. (þynnupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). Skrá-
ning lyfsins er bundin við notkun ó húðlækningadeild
Landspítalans og göngudeild hennar.
Varúðarreglur:
Ef konur, sem geta alið börn eru meðhöndlaðar
með Tigason, er algjörlega nauðsynlegt:
1. að ganga úr skugga um að sjúklingurinn sé ekki
þungaður.
2. að notuð sé örugg getnaðarvörn meðan á
meðferð stendur og í 12 mánuði eftir að meðferð
er hætt.
*) Retinoiðar eru a-vítamín afleiður.
(^OCRetÍnoÍðar
Industriholmen 59.2650 Hvidovre • (01) 78 72 11
Einkaumboð og sölubirgðir:
STEFÁN
THORARENSEN HF
Pósthólf 897, Reykjavik, Siðumula 32, Simi 86044
9375-4-94