Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 9
LÆK.NABLADIÐ 123 nokkuð fram á sjötugsaldur, en síðan verður algengið jafnt og þétt meira hjá körlum. Er það hjá körlum 80 ára og eldri 131.4 af þúsundi, konum 92.2 af þúsundi og báðum kynjum saman 107.5 af þúsundi, sjá mynd 3. Aukið algengi eftir 50 ára aldur er marktækt (p< 0.001) í hverjum fimm ára aldursflokki og %o Fig. 3. Prevalence of open angle glaucoma in the population fifty years and older in Iceland in 1982. By age and sex. Rates per 1000 popuiation in each age group. %o Fig. 4. Prevalence of open angle glaucoma in the popuiation fifty years an older in Iceland in 1982 by sex and age groups: 50, 60, 70 and older. Rates per 1000population in each group above a given age. munur á körlum og konum sömuleiðis (p< 0.05). Algengi meðal 50 ára og eldri er 35.3 af þúsundi (38.2 karlar, 32.7 konur). Á 4. mynd er sýnt algengi gláku hjá 50 ára og eldri hjá hvoru kyni fyrir sig. Er miðað við hópana 50, 60, 70 og 80 ára og eldri. Fjöldi glákusjúklinga og algengi eftir iands- hiutum. Á 5. mynd er fjöldi og kynskipting glákusjúklinga 50 ára og eldri eftir kjör- dæmum, 1867 einstaklingar, (961 karl og 906 konur). Langflestir eru að vonum búsettir innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Er það eina kjördæmið þar sem konur eru í meiri- hluta (445 konur og 353 karlar). Algengistölur glákusjúklinga 50 ára og eldri í aldursflokkum í þessari könnun eru sýndar á 6. og 7. mynd. í Reykjavík er heildaralgengið meðal 50 ára og eldri 33.5 af þúsundi. Eru algengistölur þar nær hinar sömu meðal karla og kvenna (33.9 karlar, 33.2 konur). Á Suður- landi, þar sem algengistölur eru lægstar, er einnig nær enginn munur milli karla og kvenna. Heildaralgengi þar er 20.2 af þúsundi (20.8 karlar og 19.5 konur). Sömu sögu er að segja um nágrenni Reykjavíkur en þar er heildaralgengið 21.5 af þúsundi (22.9 karlar, 20.0 konur). Allsstaðar annarsstaðar eru karlar hlutfallslega fleiri en konur. Á 8. mynd eru bornar saman algengistölur (bæði kyn saman) í aldursflokkum 50 ára og eldri í Reykjavík og nágrenni og þeirra landshluta, sem farnar eru augnlækningaferðir á vegum landlæknisembættisins þ.e. frá Vest- urlandi norður um Austurland og alls landsins í heild. Á Suðurlandsundirlendinu var ekki augnlæknisþjónusta, þegar þessi könnun fór fram. Reykjavík og nágrenni eru nokkuð undir landsmeðallagi, en með sömu stígandi í aldurs- flokkum. í þeim landshlutum þar sem farið er reglu- lega í augnlækningaferðir, er algengið nokkuð yfir landsmeðallagi og allmikið yfir algengi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á 9. mynd er algengið á Suðurlandi borið saman við landsmeðallag. Um verulegt frávik er að ræða, þ.e. að algengistölur eru lægri á Suðurlandi í öllum aldursflokkum. Á myndinni eru algengistölur í' aldursflokkum frá Austur- landi, þar sem heildaralgengið er mest. Eru þær mun hærri þar í elsta aldursflokknum, eins og víðast hvar úti á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.